Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 28
Markaðurinn Síðasta eitt og hálft ár hef ég verið gagnrýninn á það að almenningur hafi ekki fengið að njóta styrkingar krónunnar. Fyrirtæki hafa ekki verið nógu dugleg að skila henni til baka. Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA á Íslandi @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 7. júní 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is 1.6.2017 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Rexton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur. Þau opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn. Þau auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Fjárfestingarfélag í eigu Örvars Kærne sted, stjórnarformanns Trygg- ingamiðstöðvarinnar (TM), hagnað- ist um 305 milljónir króna á árinu 2016, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi Riverside Capital. Meirihluti hagnaðarins kemur til vegna arðstekna upp á 160 milljónir en félagið er á meðal stærstu hluthafa TM með 2,63 prósenta hlut. Þá hagn- aðist félagið um liðlega 80 milljónir vegna sölu hlutabréfa og virðisbreyting hlutabréfa var sömuleiðis jákvæð um 84 milljónir. Eignir Riverside Capital voru 716 milljónir í árslok 2016 og eigið fé um 441 milljón. Örvar var í hópi fjárfesta sem keyptu fyrr á árinu rúmlega helmingshlut í Stoðum, áður FL Group, af Glitni og erlendum fjármálafyrirtækjum. Eina eign Stoða er evrópski drykkjarvöru- framleiðandinn Refresco Gerber. – hae Félag Örvars hagnast um 300 milljónir Örvar Kærnested Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Costco. Margir virðast á því að Costco sýni fram á í eitt skipti fyrir öll að íslenskir kaupmenn hafi nánast frá landnámi okrað á sauðsvörtum almúganum sem ekki fái rönd við reist. Vissulega er það svo að Costco býður upp á frábært vöruúrval og verðið er oft, en þó ekki alltaf, hagstæðara en hjá þeim sem fyrir eru á markaðnum. Gleymum því þó ekki að Costco er heildsöluverslun, á meðan þær verslanir sem fyrir eru á markaðn- um eru smásöluverslanir. Verðlagning Costco verður því að skilja eftir pláss svo smásölu- verslanir, veitingahús eða aðrir geti fengið sitt. Af sömu ástæðu eru pakkningar hjá Costco stærri en gengur og gerist. Hugsunin er sú að keypt sé í miklu magni. Slíkt getur verið óhentugt fyrir einstaklinga og leitt til sóunar á mat og öðru. Það hentar því ekki alltaf og við öll tilefni. Við þetta má svo bæta að Costco er alþjóðlegur verslunarrisi. Kjör þeirra í innkaupum eru að sama skapi þeim mun betri en hjá jafnvel stærstu innlendu aðilum. Þeir geta komist upp með lægri verðlagningu og bætt það upp með því geigvænlega magni sem þeir selja víðsvegar um veröldina. Íslenskir kaupmenn vinna á mun smærra markaðssvæði, og þurfa einfaldlega hærri álagningu til að standa undir grunnkostnaði. Stærstu ástæður tiltölulega hárrar verðlagningar eru einfaldar og gamalkunnar – krónan og hið sérís- lenska efnahagsumhverfi. Íslenskir kaupmenn búa við hæsta vaxtastig sem þekkist á byggðu bóli, og gjald- miðil sem sveiflast eins og gauks- klukka jafnvel milli árstíða. Gáfuleg áætlanagerð er því nærri ómögu- leg. Þess utan er starfsfólk dýrt á Íslandi, ekki einungis eru grunn- laun há heldur eru launatengd gjöld sennilega þau hæstu í heiminum. Það fer of stór hluti til ríkisins. Auðvitað mun komast á jafnvægi á markaði eftir komu Costco. Fólk mun ekki gera sér ferð í vöruhús í öðru bæjarfélagi til langframa. Aðrar verslanir geta meðal annars boðið rýmri opnunartíma og betri staðsetningu. Hvað matvöru- verslanirnar varðar geta þær einnig boðið innlendar vörur á jafngóðu eða betra verði en Costco. Costco verður hins vegar á sínum stað og mun vegna vel. Þær tilfinn- ingar sem bærast með fólki eru umhugsunarverðar. Gjaldmiðillinn er upphaf og endir alls, og ef fólk vantar farveg fyrir reiðina er eðli- legast að beina henni að þeim ráða- mönnum sem hafa í þrjósku sinni gift okkur íslensku krónunni. krónan ræður 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -C E E 4 1 D 0 3 -C D A 8 1 D 0 3 -C C 6 C 1 D 0 3 -C B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.