Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 26
Fyrir skömmu var hópur ísl-amskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalang- arnir karlmenn. Hópurinn var sótt- ur á flugvöllinn og keyrður í Bláa lónið. Eftir þá sundferð var keyrt til Reykjavíkur þar sem rútubílstjórinn skilaði farþegunum heilu og höldnu á hótel. En þá kom babb í bátinn. Þótt ekkert hefði verið að ökulagi rútubílstjórans gátu ferðalangarnir umræddu ekki lengur við unað. Hvers vegna? Jú, rútubílstjórinn var kona! Fararstjóri umrædds hóps sá sig því knúinn til að hafa samband við erlendu ferðaskrifstofuna sem hafði selt þeim ferðina. Úr varð að hópurinn fékk nýjan rútubílstjóra: Karlmann! Hafandi verið í rekstri eins og aðrar FKA-konur hafa flestar, ætla ég ekki að segja að ég skilji ekki við- brögðin. Þjónustuaðilar eiga það einmitt flestir eitt sameiginlegt og það er að viðskiptavinurinn er sá sem hefur rétt fyrir sér. Sem sölu- og þjónustuaðili í gegnum tíðina kannast ég því við mörg tilvikin þar sem bregðast þarf við athuga- semdum viðskiptavina eins fljótt og vel og auðið er. En hérna þurfum við aðeins að staldra við. Þannig gildir það fyrir ferðamenn að hér ríkja ákveðnar reglur og menning sem þeir eru að sækja heim. Erlendir ferðamenn eru líka að sækja heim stolta þjóð. Hluti af þessu stolti er að segja frá því og sýna í verki hvar við stöndum í jafnréttismálum. Þann- ig hafa íslenskar konur löngum verið mjög virkar á vinnumarkaði. Þúsundir íslenskra kvenna standa líka fyrir sínum eigin rekstri og atvinnusköpun um land allt og í öllum atvinnugreinum. Þá höfum við sýnt fordæmi í ýmsu. Ég nefni sérstaklega kynja- kvótalögin 2013 og Jafnlauna- vottunina sem Alþingi samþykkti á dögunum. Allt eru þetta atriði sem endurspegla það hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Í þessu til- viki tel ég því að við hefðum hrein- lega átt að segja „nei“ við viðskipta- vininn. Skýra það frekar út fyrir hópnum hvernig menning okkar er. Benda þeim á að út ferðina yrði hópurinn þjónustaður af bæði konum og körlum. Hvar sem er og hvenær sem er. Sem auðvitað þýðir að við konurnar keyrum líka rútur! Varúð: Kona undir stýri! Hin hliðin Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA Þannig gildir það fyrir ferðamenn að hér gilda ákveðnar reglur og menning sem þeir eru að sækja heim. Verðbólga er, eins og Milton Friedman s a g ð i , p e n i n g a -legt fyrirbæri. Með öðrum orðum: ef prentaðir eru pen- ingar umfram eftirspurn verður verðbólga. En það snýst ekki bara um peningamagnið sem seðla- banki (og viðskiptabankar) skapa á hverjum tíma heldur einnig um væntingar um peningasköpun í framtíðinni. Til að skilja þetta skulum við ímynda okkur að Seðlabankinn tilkynni í dag að eftir tólf mánuði muni hann hafa tvöfaldað peninga- magn í umferð í íslenska hagkerfinu. Hvað myndi gerast? Neytendur, verkalýðsfélög, vinnuveitendur og fjárfestar myndu auðvitað bregð- ast við þegar í stað. Þeir myndu ekki bíða eftir að verðlag hækk- aði. Verkalýðsfélög myndu krefjast hærri launa strax, fjárfestar myndu selja íslenskar krónur, verslanir myndu hækka verð o.s.frv. Þannig myndi verðbólgan byrja að aukast strax í dag. Þetta sýnir hve mikil- vægar verðbólguvæntingar eru við ákvörðun vaxta. Þetta sýnir líka hve mikilvægur trúverðugleiki seðla- banka er. Ímyndum okkur aðrar aðstæður þar sem seðlabanki hefur 2,5 pró- senta verðbólgumarkmið (eins og Seðlabanki Íslands). Einhverra hluta vegna eykst peningaframboð hraðar en samræmist þessu verð- bólgumarkmiði. Hvað myndi ger- ast? Í einfaldri útgáfu myndi verð- Snýst 90% um trúverðugleika Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Seðlabankinn er næstum alltaf undir gríðarlegum pólitískum og almennum þrýstingi um að slaka á peningamála­ stefnunni. Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Fasteignamiðlun Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - s: 577 5500 - www.atvinnueign.is Til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði út á Granda Húsnæðið er samtals 2.415 fm á þrem hæðum, hver hæð ca. 800 m2. Húsnæðið er í byggingarferli og verður hið glæsilegasta. Miðað er við að afhenta húsnæðið í byrjun apríl 2018. Í dag er gert ráð fyrir skrifstofugörðum með 57 skrifstofum með þrem fundarherbergjum á hverri hæð auk eldhús, salernis og geymslu. Um 60 bílastæði fylgja húsinu. Einnig er hægt er að breyta húsnæðinu að óskum leigutaka og leigja hverja hæð fyrir sig. Uppl. veitir Halldór Már fasteignasali gsm: 898 5599 bólgan fara upp fyrir 2,5 prósent. En það myndi hins vegar ekki gerast ef verðbólgumarkmið seðlabankans væri trúverðugt. Með öðrum orðum: ef allir aðilar efnahagskerfisins búast við því að seðlabankinn stilli alltaf peninga- framboðið þannig að verðbólgan komi alltaf aftur að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðinu munu þeir einnig vænta þess að seðlabankinn muni í framtíðinni stilla peninga- framboðið til að tryggja að verð- bólgumarkmiðið náist. Ef þetta er tilfellið verður þess þar af leiðandi alltaf vænst að verðbólgan verði aftur 2,5 prósent. Það þýðir ekki að verðbólgan verði alltaf við mark- miðið en hún mun hafa sterka til- hneigingu til að að ná sjálfkrafa markmiðinu á ný. En hvað um Ísland? Ísland hefur haft verðbólgumarkmið síðan í mars 2001. En ef við lítum á sögu- lega frammistöðu Seðlabankans þá hefur hann næstum alltaf farið upp fyrir verðbólgumarkmið sitt. Síðan 2002 hefur verðbólgan í raun verið að meðaltali næstum þremur prósentustigum yfir markmiðinu. Við hverju er þá skynsamlegast að búast? Myndi maður vænta þess að Seðlabankinn stæði við markmiðið eða fara yfir það eða undir í fram- tíðinni? Ef við lítum á íslensku stýri- vextina fáum við svarið – markaðir hafa næstum alltaf búist við því að Seðlabankinn fari yfir markmiðið. Og af hverju er það? Lykilástæðan er að Seðlabankinn er næstum alltaf undir gríðarlegum pólitískum og almennum þrýstingi um að slaka á peningamálastefnunni – sama hversu mikill hagvöxturinn er og sama hversu miklar launahækkanir eru. Það er einfaldlega sterk verð- bólgutilhneiging í íslenska hagkerf- inu. Og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að vextir eru svona háir á Íslandi miðað við annars staðar í Evrópu. Auk þess næst trúverðugleiki aðeins ef maður stendur við loforð sín, og þar sem Seðlabanki Íslands hefur í sögulegu samhengi ekki staðið við sitt kemur það varla á óvart að trúverðugleiki hans sé lítill. Hins vegar gerir þetta starf Seðla- bankans miklu erfiðara. Því ef hann væri mjög trúverðugur þyrfti hann aldrei að hækka stýrivexti mikið til að berjast við verðbólguna því allir myndu vænta þess að hann stæði við markmið sitt. Lars segir að það eigi ekki að koma á óvart að trúverðugleiki Seðlabanka Íslands sé lítill. FRéttabLaðið/anton bRink Of stór biti Stjórnendur Silicor Materials tilkynntu um helgina að þeir væru enn og aftur búnir að fresta fram- kvæmdum við sólar- kísilver bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga. Ástæðan er sú að illa hefur gengið að fjármagna 100 milljarða króna verksmiðjuna. Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá því að samningur um raforku frá Orku náttúrunnar væri runninn út og Faxaflóahafnir höfðu gefið fyrirtækinu lokafrest til september áður en lóðasamningar, sem voru undirritaðir fyrir tveimur árum, tækju gildi. terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, er aftur á móti viss um að verk- smiðjan muni rísa en að það verði dregið úr umfangi verkefnisins. Það er því aftur komið á byrjunarreit enda stjórnendurnir búnir að átta sig á að betra hefði verið að ráðast í slíka risafjárfestingu í nokkrum áföngum. Á lokametrum Starfshópur fjármála- ráðherra, sem hefur unnið að því síðustu mánuði að skoða erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á við- skipta- eða fjárfestingarbankastarf- semi, leggur nú lokahönd á skýrslu sína og mun skila henni til ráðherra í lok vikunnar. Gert er ráð fyrir því að benedikt Jóhannesson muni kynna niðurstöður hennar á blaða- mannafundi næstkomandi mánu- dag en ráðherra hyggst í kjölfarið leggja skýrsluna fram á Alþingi. Skotsilfur 7 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R6 markaðurinn 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -E 2 A 4 1 D 0 3 -E 1 6 8 1 D 0 3 -E 0 2 C 1 D 0 3 -D E F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.