Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 18
Breiðholt Festival er menn-ingarhátíð sem gerir lista-mönnum sem tengjast Breiðholti og þeirri listsköpun sem þar fer fram hátt undir höfði. Hún verður haldin sunnudaginn 11. júní næstkomandi, í þriðja sinn. Hátíðarhöldin fara fram í Seljadal og þá aðallega við Skúlptúrgarð Hallsteins Sigurðssonar í Ystaseli 37, sem er á bak við Ölduselsskóla. Aðrir hátíðarstaðir eru Öldusels- laug, Gróðurhúsið hljóðver og Seljakirkja. Hugmyndin að hátíðinni kviknaði hjá hjónunum Valgeiri Sigurðssyni tónlistarmanni og Sig- ríði Sunnu Reynisdóttur leikhús- listakonu en þau reka hljóðverið Gróðurhúsið og útgáfufyrirtækið Bedroom Comunity sem hvort tveggja er starfrækt í Breiðholti. Þau hafa síðan fengið til liðs við sig fjölda annarra sem standa að baki hátíðinni. Aðspurður segir Valgeir lista- mennina sem koma fram á hátíð- inni tengjast Breiðholti með einum eða öðrum hætti. „Þetta er ýmist fólk sem býr eða hefur búið í hverf- inu, hefur unnið hér eða á ljósar og óljósar tengingar við hverfið.“ Hann segir hugmyndina að leyfa fólki að kynnast því sem er að gerast og gerjast í hverfinu. „Markmiðið er ekki síður að fá fólk til að koma út úr húsunum sínum því þó hér búi margt fólk vantar kaffihús og aðra samkomustaði. Þetta er okkar við- leitni til að bæta úr því.“ Hátíðin í ár er að hluta helguð Gróðurhúsinu en það á tuttugu ára starfsafmæli í ár. Hluti listamann- anna sem koma fram hafa tekið upp í hljóðverinu. Má þar nefna Óskarsverðlaunahafann Markétu Irglovu sem hlaut Óskarinn fyrir lagið Falling Slowly í myndinni Once árið 2008. Það sama á við um hljómsveitina aYia. Aðrir sem stíga á svið eru Sóley, Ólöf Arndalds, Batucada, RuGl og Marteinn Sindri svo dæmi séu nefnd. Þá verður einleikurinn Hún pabbi, sem var sýndur í Borgarleikhúsinu í vetur, settur á svið auk þess sem boðið verður upp á tískureif, dansnám- skeið, samflot í vatni og ýmislegt fleira. „Þá ætlum við að vera með úti- og matarmarkað til að fagna fjölmenn- ingunni í hverfinu og geta gestir smakkað á réttum frá hinum ýmsu þjóðlöndum en íbúar hverfisins eru eins og flestir vita frá öllum heims- hornum,“ segir Valgeir. Hann segir hátíðina fyrir alla fjölskylduna. „Hún var haldin á sunnudegi í fyrra og ætlum við að gera slíkt hið sama í ár. Það verður myndlistarsmiðja fyrir börn í tengslum við innsetningu Ninnu Þórarinsdóttur Safn ímyndunar og furðuhluta og við hvetjum fólk til að hafa með sér sundföt og njóta fjöl- breyttra viðburða í Ölduselslaug.“ Að sögn Valgeirs tekur einungis nokkrar mínútur að ganga á milli staða á hátíðarsvæðinu. Allt eftir göngustígum og fjarri bílaumferð. „Þetta er gróið svæði sem kemur fólki alltaf jafn mikið á óvart og er um að gera að nýta betur.“ Hann hvetur Breiðholtsbúa til að koma og hitta nágrannana en segir hátíðina þó ekki síður sótta af erlendum gestum og af fólki neðan úr bæ og að allir séu velkomnir. Hátíðin hefst klukkan 13 og stendur til 19. Aðgangur er ókeypis en það þarf að skrá sig sérstaklega á nokkra viðburði. Allar nánari upplýsingar er að finna á breidholt- festival.com og á Facebook undir breidholtfestival. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN | FERÐAMÁLASKÓLINN | LEIÐSÖGUSKÓLINN Þekking - Þroski - Þróun - Þátttaka STÚDENTSNÁM: • Alþjóðabraut • Félagsgreinabraut • Raungreinabraut • Viðskiptabraut • Opin braut • Framhaldsskólabraut KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.MK.IS OG Á FACEBOOK SÍÐU SKÓLANS GRUNNDEILD MATVÆLA OG FERÐAGREINA: • Bakari • Framreiðslumaður (þjónn) • Kjötiðnaðarmaður • Matreiðslumaður (kokkur) eða starfa í ferðaþjónustu Sími: 594 4000 Menntaskó l inn í Kópavog i - #mk l í f ið Vera Einarsdóttir vera@365.is Hátíðarhöldin fara fram í Seljadal og þá aðallega við Skúlptúrgarð Hallsteins Sigurðssonar í Ystaseli 37, sem er á bak við Ölduselsskóla. Aðrir hátíðarstaðir eru Ölduselslaug, Gróðurhúsið hljóðver og Seljakirkja. Fjöldi fólks stendur að baki hátíðinni. Valgeir er hér lengst til hægri. MYNDir/ErNir 2 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 7 . j ú n í 2 0 1 7 M i ÐV i KU DAG U r 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -E 2 A 4 1 D 0 3 -E 1 6 8 1 D 0 3 -E 0 2 C 1 D 0 3 -D E F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.