Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 29
dortmund stal stjóra ajax Peter Bosz verður næsti knatt- spyrnustjóri þýska liðsins Borussia dortmund. dortmund er þar með að taka þjálfarann af ajax en Peter Bosz var með samning við hollenska liðið til ársins 2019. Bosz tekur við starfinu hjá dortmund af thomas tuchel sem hætti óvænt með liðið eftir tveggja ára starf. samningur Peters Bosz og dortmund er til næstu tveggja tíma- bila eða fram á sumar 2019. Bosz tók við ajax-liðinu af Frank de Boer í byrjun síðasta tímabils. Bosz er 54 ára gamall Hollending- ur. Hann var lengi leikmaður Feyeno- ord. Hann var sem dæmi á miðjunni hjá Feyenoord þegar liðið tapaði 1-0 á móti Ía á laugardalsvellinum í september 1993. geir valdi 28 manna HóP geir sveinsson, lands- liðsþjálfari karla í hand- bolta, valdi í gær þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn tékkum og Úkraínu í undankeppni evrópumótsins en þetta eru síðustu leikir Íslands i riðlinum og fara fram seinna í júní. Íslenska liðið mætir tékkum ytra miðvikudaginn 14. júní klukkan 16.10 og spilar svo við Úkraínu hér heima sunnudaginn 18. júní klukkan 18.45. Ísland þarf að vinna þá báða til þess að komast á evrópumótið í Króatíu í byrjun næsta árs. ekkert kom á óvart í vali geirs en hópinn má sjá á vísi. handbolti strákarnir okkar æfa nú af kappi fyrir æfingamót í noregi sem fer fram 8. til 11. júní. Flesta sterkustu leikmenn liðsins vantar í þetta verk- efni og því gullið tækifæri fyrir marga aðra að láta ljós sitt skína. janus daði smárason fékk stóra tækifærið á Hm í janúar og hefur spilað reglulega síðan. Hann fór til Álaborgar eftir Hm og varð danskur meistari með félaginu á dögunum. janus sér ekki eftir því að hafa farið til danmerkur. Var tilbúinn í atvinnumennsku „mér fannst ég vera tilbúinn og geta haldið áfram að bæta mig. mér finnst ég hafa bætt mig mikið á þessu ári,“ segir janus daði en hann fékk mikið traust hjá þjálfara sínum í Álaborg, aroni Kristjánssyni, og spilaði mikið. „Það var æðislegt. Ég er að spila með og keppa á móti mönnum sem eru betri en ég hef verið að mæta áður og það hjálpar mér að taka skrefin fram á við. Það var gaman að taka þátt í þessu ævintýri. Þetta var líklega eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég er svo ungur. Ég hef ekki upplifað neitt.“ Meistari á hverju ári Þetta er þriðja árið í röð sem janus daði verður landsmeistari en hann var meistari með Haukum tvö ár á undan. „Ég er heppinn að vera alltaf í svona góðum liðum,“ segir janus kíminn en hann fær að spila í meistaradeildinni næsta vetur og fær örugglega enn stærra hlutverk í liðinu. Hann fór í stutt frí til selfoss áður en hann mætti aftur í slaginn með landsliðinu. „Það er gott að komast aftur í gang og klára svo sumarið á því að tryggja okkur inn á em. við erum staðráðnir í því. Þetta mót í noregi verður skemmtilegt. Öll liðin sakna lykilmanna. Það verður gaman að fá meiri ábyrgð og svo gaman fyrir peyjana sem eiga skilið að fá tæki- færi,“ segir janus en í kjölfarið eru það síðustu tveir leikirnir í undan- keppni em og þar er mikið undir. „við förum í þá leiki til að vinna og ég held að við gerum það. Það er ekkert annað í boði.“ – hbg Ég hef bætt mig mikið á þessu ári Janus Daði verður í stóru hlutverki hjá landsliðinu í næstu leikjum rétt eins og hjá Álaborg. fréttablaðið/ernir Þetta var líklega eitt af því skemmti- legasta sem ég hef gert. Ég er svo ungur. Ég hef ekki upplifað neitt. Janus Daði Smárason INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. 30-70% AFSLÁTTUR S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 13M i ð V i K U d a G U r 7 . j ú n í 2 0 1 7 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -C 0 1 4 1 D 0 3 -B E D 8 1 D 0 3 -B D 9 C 1 D 0 3 -B C 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.