Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 40
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. *Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Við vorum að bæta Brussel á leiðakerfið okkar. Þessi fornfræga höfuðborg Belgíu er staðsett í hjarta Evrópu, uppfull af mannlífi og menningu. Innan um sendiráð og alþjóðlega erindreka má sjá teiknimyndahetjur og súkkulaðimeistara — og svo eru allar þessar vöfflur innan seilingar! Bókaðu flug til Brussel í dag. BRUSSEL f rá T í m a b i l : s e p t . – d e s . Bienvenue! Welkom! 8.499 kr.* Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á COLOR RUN: Tjullpils, blómakransar ofl. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA Ég er búin að finna mér nýtt athvarf. Í þessu athvarfi er allt kunnuglegt og gott og dreifir huganum. Ég leita þar skjóls ef mér finnst lífið yfirþyrmandi. Þetta athvarf, þetta afdrep höfuðs sem íþyngir mér stundum, er um þessar mundir í semelíusteinaskreyttum faðmi dragdrottninga. Athvarfið mitt heitir Rupaul’s Drag Race og er bandarískur raun- veruleikaþáttur um fólk af alls konar kynjum sem túlkar konuna á óteljandi vegu. Þær eru dragdrottn- ingar og þær eru að keppa í list og America’s Next Top Model verður að engu í samanburði. Hvað eftir annað hafa Rupaul, hinn sögufrægi skapari konseptsins, og stúlkurnar hans veitt mér ómetanlega sáluhjálp eftir erfiða vinnudaga. Þær hafa ítrekað verið vin í eyðimörk óbæri- legra leiðinda vegna þess að fyrst og fremst er þátturinn tandurhrein og hvítþvegin skemmtun. Hjá Rupaul er hægt að víkka sjón- deildarhringinn og læra um banda- ríska hinseginmenningu, grunnstoð alls poppkúltúrs. Þar er hægt að tileinka sér förðunartöfrabrögð, átta sig á því að kyn er samfélagslegt kerfi sem er þröngvað upp á okkur og finna svo óvænta væntumþykju spretta í brjóstinu í garð orðljótrar og guðdómlegrar veru sem heitir í höfuðið á annars vegar ístertu og hins vegar kynlífsathöfn. Þáttaraðirnar níu af Rupaul’s Drag Race eru auðvitað aðallega skemmtiefni en þær eru líka hluti af vegferð samfélags í átt að sáttum. Þær kynna okkur fyrir fólki sem við fáum sjaldan að sjá í manneskjulegu samhengi. Þær eru athvarf fyrir mig þegar mér leiðist á sunnudögum – og öllu mikilvægara athvarf fyrir menningarkima sem hefur verið haldið utangarðs en er, guði sé lof, alltaf að verða sýnilegri. Í faðmi dragdrottninga Kristínar Ólafsdóttur BAkþAnkAR 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -B 1 4 4 1 D 0 3 -B 0 0 8 1 D 0 3 -A E C C 1 D 0 3 -A D 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.