Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 4
Dómsmál „Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sig- urður Tómas Magnússon, prófess- or við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna rétt- arstöðu sína. Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við sam- þykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsan- legrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum lands- ins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utan- þingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“ snaeros@frettabladid.is Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dóms- mál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir vanhæfi stjórn- málamanna einnig vera í augsýn. Dómaramálið gæti því reynst prófsteinn fyrir íslenska réttarkerfið. Héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur eru að minnsta kosti í mjög þröngri stöðu. Annað gæti gilt um héraðs- dómara í öðrum umdæmum. FRéttAblAðið/GVA Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. Sigurður Tómas Magnússon, prófessor Rafmagnssláttuvélar Úrval garðsláttuvéla fyrir rafmagn eða rafhlöður ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Dómsmál Sameigendur á lögmanns- stofunni Landslögum gættu and- stæðra hagsmuna í Hæstaréttarmáli um fasteignamat Hörpu í febrúar í fyrra. Stjórn Lögmannafélags Íslands lagði málið fyrir úrskurðarnefnd lög- manna sem komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn lögum eða siðareglum lög- manna. Málið á upphaf að rekja til þess að hæstaréttarlögmaðurinn Jóhannes Karl Sveinsson tók að sér að reka mál fyrir Hörpu í Hæstarétti, en í málinu krafðist Harpa þess að úrskurður yfir- fasteignamatsnefndar um opinbert fasteignamat Hörpu yrði ógiltur. Til varnar voru Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg, en verjandi borg- arinnar var Vilhjálmur H. Vilhjálms- son, sameigandi Jóhannesar á Lands- lögum. Lex lögmannsstofa rak málið fyrir Hörpu í héraði, þar sem félagið tapaði, en þegar rúm vika var eftir af gagnaöflunarfresti Hæstaréttar sagði lögmaðurinn á Lex sig frá málinu og Jóhannes tók við því að beiðni for- stjóra Hörpu. Svo fór að Harpa vann málið í Hæstarétti. Í kjölfarið krafðist stjórn Lög- mannafélags Íslands að úrskurðar- nefndin legði mat á hvort Jóhannes hefði brotið gegn 11. gr. siðareglna lögmanna. Samkvæmt henni skal lögmaður varast að taka að sér nýjan skjólstæðing ef hagsmunir hans fá ekki samrýmst hagsmunum skjól- stæðings lögmanns á sömu stofu. Úrskurðarnefndin benti á að fyrir lægi að deilendur málsins, Harpa og Reykjavíkurborg, hefðu verið fyllilega upplýstir um að lögmenn á sömu lögmannsstofu gættu hags- muna hvors þeirra fyrir sig. Þeir hefðu ekki lagst gegn tilhöguninni. Virðist ekkert fram komið um að með nokkrum hætti hafi verið brotið gegn hagsmunum kæranda, stjórnar Lögmannafélagsins, eða lögmanna yfirleitt með að Jóhannes tæki að sér málið. Jóhannes segir í samtali við blaðið að hann sé sammála túlkun nefndar- innar. Hann hefði ekki tekið málið að sér nema af því að allir hlutaðeigandi samþykktu það sérstaklega og Harpa var í þröngri stöðu. – kij Sameigendur á Landslögum gættu andstæðra hagsmuna Deilendur málsins voru fyllilega upplýstir um að lögmenn á sömu lögmanns- stofu gættu hagsmuna hvors þeirra fyrir sig. PERsóNUVERND Birting mynda af heimildum einstaklinga á Já.is, þegar leitað er erftir upplýsingum um þá á síðunni, samræmist ekki persónu- verndarlögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Stofnunin hafði áður verið í sam- bandi við Já.is vegna þess að unnt var að greina myndir af einstaklingum og bílnúmerum í fyrstu útgáfum götusýnar fyrirtækisins. Málið varð- aði það að þegar einstaklingi er flett upp birtist mynd af heimili hans.. Já.is taldi að sér væri þetta heim- ilt þar sem bæði Persónuvernd og almenningi hefði verið kunnugt um þessa virkni heimasíðunnar. Persónuvernd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónupplýsinganna hefði verið óheimil þar sem Já.is hefði ekki upplýst hina skráðu, það er þá sem eru skráðir með heimilisfang í síma- skránni, um vinnsluna. Fyrirtækið hefur til 19. júní næst- komandi til að gera úrbætur. - jóe Götusýn Já.is andstæð lögum FERÐAÞJóNUsTA Farþegar Icelandair í síðasta mánuði voru tæplega 332 þúsund og er það aukning um fjög- ur prósent samanborið við sama mánuð í fyrra. Tölur um fjölgun ferðamanna milli ára í maímánuði liggja ekki fyrir en sé litið til aprílmánaðar má sjá að farþegum um Keflavíkurflug- völl fjölgaði um 62 prósent á milli mánaða. Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar segir að sætanýt- ing í nýliðnum mánuði hafi verið rúmlega 81 prósent. Þá hafi far- þegar Air Iceland Connect verið 29 þúsund í síðasta mánuði sem er tólf prósenta aukning á milli ára. – jóe Farþegum Icelandair fjölgaði lítillega 7 . J ú N í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U R4 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A Ð I Ð 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -C 9 F 4 1 D 0 3 -C 8 B 8 1 D 0 3 -C 7 7 C 1 D 0 3 -C 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.