Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 10
Móðir mín (94 ára) fór á hjúkrunarheimilið Víði-hlíð í Grindavík fyrir um tveimur mánuðum og var búin að bíða eftir vist í nokkur ár. Heimilið er ríkisrekið. Þar eru enn tveggja manna herbergi þannig að móðir mín deilir litlu herbergi með ókunnri konu. Skömm er að. Starfs- fólkið er yndislegt og sem betur fer talar það íslensku. Móðir mín er hálf blind, engin sjón á öðru auga en um  fjögur prósent á hinu. Hún kýs að ganga stigann á milli hæðanna (t.d. að útgangi) til þess að halda sér í formi en þrepamerkingarnar (hvít lína) eru afmáðar sumstaðar. Hún á erf- itt með að átta sig á þrepunum fyrir vikið. Ég nefndi þetta við yfirmann heimilisins og taldi hreinlega víst að slitið væri bara athugunarleysi. Nei, aldeilis ekki. Ríkið hefur ekki brugðist við ítrekuðum athuga- semdum, bæði yfirstjórnar heim- ilisins, Vinnueftirlits og Heilbrigðis- eftirlits í 2-3 ár! Það þarf að útbúa einstaklings- herbergi í Víðihlíð strax. Fram- kvæmdasjóður aldraðra (FA) hefur ekki staðið undir nafni frá 2011 þegar ríkið leyfði að fé hans færi til reksturs heimila en hvorki við- halds né framkvæmda eins og til var stofnað. Nú er lag hjá ríkri þjóð að afnema þessa heimild og láta FA sinna sínum frumskyldum, t.d. að gera umhverfi gamalmenn- anna sómasamlegt og öruggt. „Það er engin ástæða til þess að borða naglasúpu þegar vel árar,“ segir nýr formaður sjóðsins, dr. Guðrún Alda Harðardóttir. Er farin að efast um kraft heilbrigðisráðherra en ef hann læsi nú þessi orð myndi hann lík- lega láta laga tröppurnar í Víðihlíð með einu pennastriki. Eða hvað? Tröppur á hjúkrunarheimili Sesselja Guðmunds- dóttir aðstandandi Það er athyglisvert að hlusta á utanríkisráðherra lýðveldis-ins ræða um málefni granna okkar í Evrópu. Það fer ekki á milli mála að ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins eiga við mikil talmein að stríða þegar þeir þurfa að minnast á ESB án þess að hreyta úr sér ónotum eða skammaryrðum. Stundum skýlir ráðherrann sér á bak við EES til að þurfa ekki að segja Evrópu- sambandið. Hann ræðir iðulega við fréttamenn eins og Evrópusam- bandið sé hreinlega ekki til. Bretland er hins vegar orðið eftir- læti ráðherrans. Aldrei er rekinn framan í hann hljóðnemi svo hann mæri ekki Breta og lofsyngi. Eftir að þeir sögðu sig úr ESB eru þeir allt í einu orðnir sérstakir vinir okkar Íslendinga. Öðru vísi mér áður brá, því þeir eru í reynd eina Evr- ópuþjóðin sem sýnt hefur okkur beinan fjandskap, ef alþjóðleg átök heimsstyrjaldanna eru frátalin. Þeir gengu harðast fram í því að reyna að hindra að Ísland fengi alþjóð- lega viðurkenningu á útvíkkun landhelginnar. Sennilega bjargaði aðild okkar að NATO og varnar- samningurinn við BNA því, að við urðum ekki undir og hefðum þurft að bíta í gras. Árið 2008 settu þeir okkur á lista yfir hryðjuverkalönd, sem pólitískt og í viðskiptalegu tilliti jafngilti því að landið væri sett í sóttkví vegna ebólufaraldurs. Það var fyrirferðar- mikil vinátta. Aldrei báðust þeir afsökunar. Stóra-Bretland þarf ekki að afsaka gerðir sínar. Bretar eru nefnilega eins og flest önnur stór- veldi; þeir þekkja ekki varanleg vin- áttusambönd, aðeins tímabundin hagsmunatengsl. Málflutningur íslenska utanríkisráðherrans er því barnalegur, falskur og smeðjulegur. Evrópusambandið sem bannorð Bretar eru vissulega mikilvægir nágrannar, sem við verðum að eiga góð samskipti við. Hagsmunir þeirra munu hins vegar, framvegis sem hingað til, ráða því hverjir séu vinir þeirra í það eða hitt skiptið. Það er ekki leið til virðingar eða áhrifa að vera sífellt á hnjánum og mæra þá fyrir vináttu og forystu- gæði, þegar sagan sýnir allt aðrar hliðar á sambandi landanna. En þessi hegðun ráðherrans kallar á útmálun og greiningu. Sá sem þetta ritar finnur ekki aðrar líklegar skýringar en hugmyndafræðilega frændsemi í frjálshyggjunni og lang- þráðan bandamann í andúð á ESB. Íslenski utanríkisráðherrann telur sennilega að nú hafi heldur betur hlaupið á snærið hjá flokki sínum með nýjan félaga í slag fyrir enda- lokum ESB. En kannski er útskýr- ingin nærtækari. Ráðherrann er að niðurlægja og snupra Viðreisn með því að smána ESB, en aðild að því var eitt helsta baráttumál Viðreisnar, og svik Sjálfstæðisflokksins við þjóðar- atkvæði fæðingarvottorð Viðreisnar. Nú eru þeir saman í ríkisstjórn þar sem utanríkisráðherra hennar virð- ist líta á orðið Evrópusamband sem blótsyrði, sem ekki sæmi að hafa á orði í opinberri umræðu. Ráðherra á refilstigum Þröstur Ólafsson hagfræðingur Ráðherrann er að niðurlægja og snupra Viðreisn með því að smána ESB, en aðild að því var eitt helsta baráttumál Viðreisnar, og svik Sjálf- stæðisflokksins við þjóð- aratkvæði fæðingarvottorð Viðreisnar. Ríkið hefur ekki brugðist við ítrekuðum athugasemdum, bæði yfirstjórnar heimilisins, Vinnueftirlits og Heilbrigðis- eftirlits í 2-3 ár! Gildi–lífeyrissjóður Aukaársfundur 2017 Dagskrá fundarins Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis–lífeyrissjóðs. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á fundinum. Tillögur til breytinga á samþykktum má sjá á vef sjóðsins og liggja þær einnig frammi á skrifstofu sjóðsins. Stjórn Gildis–lífeyrissjóðs. 1. Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 22. júní kl. 17.00 www.gildi.is Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - þegar gæðin skipta máli idex.is - sím 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Álgluggar - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Álgluggar og hurðir 7 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R10 s K o Ð U n ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -C 5 0 4 1 D 0 3 -C 3 C 8 1 D 0 3 -C 2 8 C 1 D 0 3 -C 1 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.