Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykja- víkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku sam- ráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rök- rætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverf- ið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þess- ari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórn- sýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Beint lýðræði í menntamálum Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata Þórlaug Ágústsdóttir fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur Ætíð vill valdið sinn vilja hafa,“ stendur víst einhvers staðar og má til sanns vegar færa þegar íslenskt samfélag er annars vegar. Einhverra hluta vegna er málum þannig háttað á Íslandi að sá einn ræður sem mest hefur valdið, óháð visku, samræðu eða einfaldlega hvort viðkomandi kemst að bestu mögulegu niðurstöðu fyrir heildina. Í íslenskum stjórnmálum er oft talað um ráðherra- vald og það ekki að ósekju því vald ráðherra yfir sínum málaflokkum virðist á stundum vera allt að því algert. Embættismenn, sérfræðingar, nefndir og ráð eru að vísu látin paufast og eiga heiður skilinn fyrir að fóðra viðkomandi ráðherra á upplýsingum og leiða þá til niðurstöðu en allt kemur fyrir ekki. Ef ráðherra líkar ekki niðurstaða sérfræðinga er einfaldlega ekki farið eftir henni. Tillaga Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómaraembætta við hinn nýja Landsrétt er nýjasta dæmið um það sem við getum kallað: Eins- og-mér-finnst-og-rétt-er-pólitík. Í fjórum tilvikum af fimmtán taldi ráðherra sig vita betur en nefnd skipaða sérfræðingum og þar með var það niðurstaðan. Umræður um niðurstöðuna og atkvæðagreiðslan á Alþingi voru svo eins fyrirsjáanleg og verið gat því hér er lítil hefð fyrir því að stjórnarliðar taki afstöðu gegn ráðherrum sínum, því miður. Þetta er gott dæmi um að betur færi á því að ráðherra væri í raun fram- kvæmdaraðili þingsins, fremur en að stjórnarliðar á þingi starfi við að skrifa upp á vilja ráðherra. Óháð því hversu rétt eða röng niðurstaðan er þá grafa þessir stjórnarhættir undan lýðræðinu og undan fagmennsku í stjórnun. Með öðrum orðum þá er þetta einfaldlega fúsk. Að auki hefur nú komið í ljós að skipan dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð, samkvæmt áliti lögfræðinga sem Fréttablaðið leitaði til í vikunni. En þannig er það með fúsk, það á það til að koma í bakið á viðkomandi fúskurum með einum eða öðrum hætti og þetta tiltekna tilfelli gæti svo sannarlega reynst landsmönnum dýrt. Íslendingar eru þreyttir á fúski í stjórnmálum. Þreyttir á því að sérhagsmunir séu teknir fram yfir heildarhagsmuni og fagmennska látin víkja fyrir per- sónulegri sannfæringu einstaklinga sem fara með völd hverju sinni. Þessi þreyta var forsenda þess að í síðustu kosningum komust að nýir flokkar og nýtt fólk. Fólk sem fullyrti við kjósendur að nú yrði látið af öllu fúski, fagmennska og heildarhagsmunir ættu að ráða för. Engu að síður hikaði þetta sama fólk ekki við að beygja sig undir ráðherravaldið margfræga. Lét sér nægja að jórtra rólyndislega á forsendum og röksemda- færslu ráðherra eins og tannhreinsityggjói og nýtti svo klessurnar til þess að reisa stoðir Landsréttar. Óháð því hversu hæfir viðkomandi einstaklingar eru, sem munu taka þar sæti dómara, þá er þegar búið að grafa undan þeim og senda um leið þjóðinni þau skilaboð að þetta sé hrákasmíð. Dómsvald reist á stoðum ráðherravalds og sérhagsmuna fremur en fagmennsku og lýðræðis. Hrákasmíð En þannig er það með fúsk, það á það til að koma í bakið á viðkomandi fúskurum með einum eða öðrum hætti og þetta tiltekna tilfelli gæti svo sannar- lega reynst landsmönn- um dýrt. Vanhæfi Það er alveg ótrúlega skemmtileg­ ur samkvæmisleikur að fara yfir tengsl þeirra 37 umsækjenda sem sóttu um starf dómara við Lands­ rétt. Á listanum eru tíu héraðs­ dómarar, þrír dómstjórar, einn hæstaréttardómari og að minnsta kosti fimm fræðimenn úr tveimur stærstu háskólunum. Þá eru auð­ vitað uppi vísbendingar um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu vanhæfir vegna þátttöku í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem ekki var gerð með lögmætum hætti. Þá er spurningin, verður forseti Íslands vanhæfur ef hann staðfestir ákvörðunina með undirskrift sinni? Hitnar í borginni Það var átakafundur í borgar­ stjórn þegar rædd var húsnæðis­ áætlun Reykjavíkurborgar til 2020. Tóninn setti Guðfinna Guðmundsdóttir, fulltrúi Fram­ sóknar, í gærmorgun sem sagði þéttingaráform meirihlutans hafa valdið miklum vanda. Það fuðraði svo allt upp á Facebook Lífar Magneudóttur, fulltrúa VG, á meðan á borgarstjórnarfundi stóð, þar sem hún sagðist vona að minnihlutinn fengi ekki að ráða neinu um framtíð Reykvíkinga. Hann ástundaði ömurlega pólitík.  Halldór Halldórsson, odd­ viti Sjálfstæðismanna, sagðist þá ekki geta stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans. Notaleg fjölskyldustemning í Ráðhúsinu. snaeros@frettabladid.is PI PA R\ TB W A • S ÍA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Bættu árangurinn! Íþróttagleraugu með og án styrkleika. 7 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R8 s K o Ð U n ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -D 8 C 4 1 D 0 3 -D 7 8 8 1 D 0 3 -D 6 4 C 1 D 0 3 -D 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.