Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 30
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og mágur,
Óskar Arnarsson
Álagranda 22, Reykjavík,
lést af slysförum 31. maí sl. Útför hans
fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 13. júní
kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim
sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð sona hans,
reiknnr. 111-05-26699, kt. 160868-4659.
Ragnhildur Elín Garðarsdóttir
Garðar Ernir Óskarsson
Margrét Ingibjörg Hansen
Sigrún M. Arnarsdóttir Kristján Sturluson
Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Bjarni Brynjólfsson
Guðmundur Arnarsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þóra Þorsteinsdóttir
Bogatúni 38,
Hellu,
lést á Dvalarheimilinu Lundi
30. maí. Útför hennar fer fram frá
Oddakirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Lund dvalarheimili eða líknarfélög.
Óskar Haraldsson
Kolbrún Óskarsdóttir Óttar Guðlaugsson
Hugrún Óskarsdóttir
Sævar Óskarsson Margrét Bjarnadóttir
Áslaug Óskarsdóttir Ólafur Ásmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
Pétur Sigvaldason
bóndi,
Klifshaga 2, Öxarfirði,
sem lést á Skógarbrekku á Húsavík
1. júní, verður jarðsunginn frá
Skinnastaðar kirkju í Öxarfirði,
laugardaginn 10. júní kl. 14.00.
Unnur Sigurðardóttir
Aðalheiður Pétursdóttir Guðni Þórólfsson
Sigvaldi Pétursson
Stefán Pétursson Guðlaug Anna Ívarsdóttir
Ingimar Pétursson
og afabörn.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Eggert Einarsson Bollason
Böggvisbraut 13, Dalvík,
lést fimmtudaginn 25. maí. Útför hans
fer fram fimmtudaginn 8. júní
kl. 13.30 í Dalvíkurkirkju. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Gjafasjóð Dalbæjar, reiknnr. 0177-15-200694,
kt. 470498-3239.
Bára Arthursdóttir
Bolli Kjartan Eggertsson
Arthur Már Eggertsson María Jónsdóttir
Brynjar Þór Eggertsson Izabela Patrycja Kulikowska
Davíð Örn Eggertsson Magdalena Ýr Hólmfríðard.
og barnabörn.
Hjartkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Arndís Árnadóttir
Skógarseli 13, Reykjavík,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar
laugardaginn 3. júní sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnþór Sigurðsson
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs, var veittur nýlega við hátíðlega
athöfn í Salnum.
Alls bárust 20 tilnefningar til mennta
ráðs og voru veittar sex viðurkenn
ingar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér
umbætur eða leiða til framfara í skóla
starfi. Meðal þeirra var Ég og bærinn
minn, þróunarverkefni sem kennararnir
Þorvaldur Hermannsson og Hrafnhildur
Georgsdóttir leiddu.
„Þetta var risaverkefni sem við höfum
verið að vinna að í allan vetur,“ segir
Hrafnhildur og segir hugmyndina að
því hafa kviknað í Finnlandsferð sem
nokkrir kennarar og skólastjóri Sala
skóla fóru í. „Þar fengum við nasaþef af
því sem við framkvæmdum,“ útskýrir
hún.
„Við Þorvaldur tókum verkefnið að
okkur og bjuggum til námsefni sem
var kennt tvisvar í viku í fjórar vikur í 6.
og 7. bekkjum, í þeim eru samtals 130
börn. Það var fræðsla um allt mögulegt
sem þarf í einu samfélagi, um lýðræði,
skatta, opinbera þjónustu og þar fram
eftir götunum. Börnin fengu 30 blað
síðna vinnuhefti sem þau unnu í með
sínum bekkjarkennurum. Síðan bjugg
um við til bæ í salnum okkar, settum
upp bása með 16 fyrirtækjum og stofn
unum, bakarí, læknastofur, fréttastofu,
líkamsræktarstöð, hárgreiðslustofu,
skóla, trésmíðaverkstæði, bílastöð,
löggustöð, ljósmyndastúdíó, svo einhver
séu nefnd. Til að hafa allt sem eðlilegast
fengum við lánað og gefið ýmislegt hjá
hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum
í Kópavogi.“
Hrafnhildur segir 33 störf hafa verið
í boði og öll börnin hafi sótt um fimm
störf. Hvert og eitt fékk að taka þátt í
bænum einn dag. Þau fengu ítarlega
starfslýsingar sem leiddi þau í gegnum
daginn og öll fengu peninga til umráða
enda þurftu þau að borga skatta og eiga
fyrir hinu og þessu. Öll þurftu líka að
kjósa um ákveðið málefni í bænum og
þannig kynntust þau lýðræðinu. Við
renndum þessu prógrammi í gegn á
fjórum dögum og endurröðuðum öllu
í lok hvers dags, þannig að tilbúið væri
fyrir næsta hóp.“
gun@frettabladid.is
Salaskóli breyttist í bæ
Salur í Salaskóla varð að samfélagi með 16 fyrirtækum og stofnunum sem 130 nemendur
skólans stýrðu. Verkefnið Ég og bærinn minn var eitt þeirra sem hlutu Kópinn.
Í bakaríinu gerðu krakkarnir kókoskúlur og vöfflur og fengu líka brauð gefins frá Reyni bakara.
Verkefnin sem hlutu viðurkenningu eru
l Samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og skólahljómsveitar Kópavogs, sem
Össur Geirsson stýrir.
l Ég og bærinn minn í Salaskóla, þróunarverkefni sem leitt var af Hrafnhildi
Georgs dóttur og Þorvaldi Hermannssyni.
l Rafrænar ferilmöppur í list- og verkgreinum, Árni Jónsson, Eygló Jósephsdóttir,
Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir og Helga Björg Barðadóttir í Álfhólsskóla.
l Teymiskennsla í 1.-5.bekk Lindaskóla: Nanna Hlín Skúladóttir, Elsa Sif Guð-
mundsdóttir, Kristgerður Garðarsdóttir, Paloma Ruiz Martinez og Sigrún Dóra
Jónsdóttir, Lára Sif Jónsdóttir, Sigurrós Óskarsdóttir, Auðbjörg Njálsdóttir, Ásta
Björk Agnarsdóttir, Ásdís Björk Jónsdóttir og Guðrún Friðbjörg Eyjólfsdóttir.
l Lestrarnámskeið í samstarfi nemenda, foreldra og sérkennara undir stjórn Krist-
ínar Arnardóttur, sérkennara í Kópavogsskóla.
l Appmótun: Tæknilæsi – myndlæsi – menningarlæsi. Ingibjörg Hannesdóttir
Smáraskóla.
7 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R14 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
tímamót
0
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
0
3
-B
B
2
4
1
D
0
3
-B
9
E
8
1
D
0
3
-B
8
A
C
1
D
0
3
-B
7
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K