Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 4 9 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 7 . J ú n Í 2 0 1 7
FrÍtt
... og skráðu þig á rmi.is
Menntun „Þetta er þvílík vanvirð-
ing gagnvart 900 manna stofnun að
það er alveg með ólíkindum,“ segir
Linda Rós Michaelsdóttir, kennari
í MR sem starfaði jafnframt sem
rektor skólans og konrektor um
tíma.
Linda gagnrýnir harðlega að
menntamálaráðuneytið hafi enn
ekki auglýst starf rektors MR, þótt
meira en mánuður sé liðinn frá
því að Yngi Pétursson, fráfarandi
rektor, sagðist mundu láta af starf-
inu. Linda Rós segist hafa fengið
þó nokkuð af hringingum frá nem-
endum og foreldrum sem vilji vita
hver muni stýra skólastarfinu í MR.
„Ég bara hefði gaman af að vita
hvaða svar ráðherra hefur við því
hvaða tilgangur er með því að halda
fólki í óvissu,“ segir Linda og bætir við
að seinagangurinn komi niður á vel-
ferð nemenda.
„Mig grunar að það sé verið að gera
enn eina tilraunina til að sameina
skólana og gera stóran skóla,“ segir
Linda Rós. Það yrði þá hugsanlega
sameining Menntaskólans í Reykjavík
og Kvennaskólans í Reykjavík. Það yrði
„enn eitt stórslysið“ í menntakerfinu.
Fréttablaðið spurði mennta-
málaráðuneytið í síðustu viku hvers
vegna staða rektors í MR hefði ekki
verið auglýst. Ráðuneytið segir
málið í vinnslu þar og óljóst hvenær
auglýst verður. Ef ekki verði búið
að skipa nýjan skólameistara fyrir
haustið þá gegni einhver annar starf-
inu fyrir hann, til dæmis aðstoðar-
skólameistari, þar til nýr verður ráð-
inn. Skólasetning verður 17. ágúst
næstkomandi.
Fyrirhuguð sameining Fjölbrauta-
skólans við Ármúla og Tækniskólans
hefur sætt mikilli gagnrýni starfs-
manna fyrrnefnds skóla. Engar upp-
lýsingar fengust um framvindu sam-
einingarinnar þegar Fréttablaðið
spurði eftir þeim í gær.
Linda Rós gagnrýnir framkomu
ráðuneytisins gagnvart starfsfólki
og nemendum FÁ.
„Skólinn er með mjög blandað
kerfi og marga nemendur sem þola
illa óvissu. Svo er náttúrlega kenn-
arastéttin og starfsfólk fyrir utan
kennara. Það er komið núna að
mánaðamótum júní og júlí og þau
vita ekkert hvað verður,“ segir Linda
Rós. – jhh
Óttast sameiningu MR og Kvennaskóla
Staða rektors Menntaskólans í Reykjavík hefur ekki verið auglýst. Meira en mánuður síðan núverandi rektor tilkynnti um starfslok sín.
Fyrrverandi rektor MR óttast frekari skólasameiningar. Segir hugsanlegt að sameina eigi MR og Kvennaskólann sem yrði þá „stórslys“.
Stoppað í götin „Við höfum lagfært stóran hluta af þessu og reiknum með að klára í dag,“ segir Magnea Gunnarsdóttir, landgræðslustjóri Orku náttúrunnar. Í gær fór hópur frá fyrirtækinu
og lagfærði mosasár í Grafningi. Viðgerðin fólst í að taka nærliggjandi mosa og setja í sárin. Magnea segir að enn sjáist ummerki eftir sárin en þau séu minni en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓI K
Fréttablaðið í dag
sport Stóru handboltaliðin
vilja krækja í Atla Ævar. 10
liFið Veitingastaðurinn Gló
verður opnaður í Kaupmanna-
höfn í vikunni. 22
plús 1 sérblað l Fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Ég bara hefði gaman
af að vita hvaða svar
ráðherra hefur við því hvaða
tilgangur er með því að
halda fólki í
óvissu.
Linda Rós Mich a-
elsdóttir, kennari
og fyrrverandi
rektor MR
stJórnMál „Ég veit ekki alveg hvar
svartipétur liggur en það er alveg
ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn
L. Bergsson, formaður endurupp-
tökunefndar sem er óstarfhæf þar
til Alþingi kemur saman á ný um
miðjan september næstkomandi.
Skipan nefndarmanns í endur-
upptökunefnd rann út 16. maí í
vor en Alþingi láðist að skipa nýjan
nefndarmann í stað hans fyrir þing-
rof.
Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis
samþykkti Alþingi hins vegar til-
nefningu Hauks Arnar Birgissonar í
nefndina og er hann skráður nefnd-
armaður á heimasíðu Alþingis. Það
er hins vegar misskilningur því
endurupptökunefnd bað um tíma-
bundna skipan Hauks Arnar til
að bregðast við vanhæfi Ásgerðar
Ragnarsdóttur í þremur málum fyrir
nefndinni.
Endurupptökunefnd, sem metur
beiðnir um endurupptöku dóms-
mála, hefur verið óstarfhæf frá
16. maí og allt stefnir því í að hún
afgreiði engin mál í fjóra mánuði
eða þar til Alþingi kemur saman að
nýju 12. september. Björn segir að
nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu
hjá nefndinni. – snæ / sjá síðu 6
Endurupptökunefnd lömuð fram í september vegna klúðurs á Alþingi
2
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
3
0
-C
F
5
0
1
D
3
0
-C
E
1
4
1
D
3
0
-C
C
D
8
1
D
3
0
-C
B
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K