Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 10
2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I Ð j U D A G U R10 S p o R t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð sport Víkingur frá Reykjavík vann nafnaslaginn gegn Ólsurum Barátta Það var ekkert gefið eftir er Víkingur frá Ólafsvík mætti Víkingi frá Reykjavík. Reykvíkingarnir höfðu betur að lokum. Fréttablaðið/andri Víkingur r. - Víkingur Ó. 2-0 1-0 Alex Freyr Hilmarsson (50.), 2-0 Alex Freyr Hilmarsson (84.). Víkingar hafa ekki tapað leik síðan Logi Ólafsson tók við liðinu. breiðablik - Grindavík 0-0 Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í leiknum er hinn sjóðheiti framherji þeirra, Andri Rúnar Bjarnason, haltraði meiddur af velli. Pepsi-deild karla Nýjast staðan FélaG l U J t MÖrK S Valur 9 6 2 1 15-8 20 Grindavík 9 5 3 1 14-10 18 Stjarnan 9 4 2 3 19-14 14 FH 9 3 5 1 17-12 14 Víkingur r. 9 4 2 3 15-13 14 Ka 9 3 3 3 16-12 12 Kr 9 3 2 4 13-15 11 breiðablik 9 3 2 4 12-15 11 ÍbV 9 3 1 5 10-16 10 Fjölnir 9 2 3 4 8-13 9 Ía 9 2 2 5 18-20 8 Víkingur Ó. 9 2 1 6 9-18 7 HAnDBoLtI Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er nánast örugg- lega á heimleið eftir fimm ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku og Sví- þjóð en samningur hans hjá sænska liðinu Sävehof er útrunninn. „Það er ekki 100 prósent búið að negla það að ég komi heim en það er ansi líklegt. Það lítur út fyrir að við séum á heimleið og því er ég að skoða hvað er í boði,“ segir Atli Ævar sem vildi ekki halda áfram hjá Sävehof en möguleikar voru þó á borðinu í atvinnumennskunni. „Ég átti fund með íþróttastjóranum í byrjun janúar og þar kom í ljós strax að við værum ekki að fara að ná samningum. Við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu með samningsatriði þannig að það gekk ekki upp og þá fór ég að leita annað. Það var áhugi bæði í Skandinavíu og utan hennar en að öllum líkindum er ég að koma heim,“ segir Atli. Málið flæktist Atli er ekki nema 29 ára og hefur verið úti síðan hann hjálpaði HK að vinna sinn fyrsta og eina Íslandsmeistara- titil árið 2012. Eins og hann segir voru möguleikar í stöðunni að halda áfram atvinnumennskunni erlendis en það er annað sem er að kalla hann heim. „Það komu upp ákveðnar fjöl- skylduaðstæður sem eru að ýta mér heim. Það flæktist bara allt saman þegar þetta kom upp. Núna er ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum hérna úti eftir smá flakk með lands- liðinu áður en ég kem heim í frí,“ segir Atli Ævar sem hefur nú þegar rætt við sum af betri liðunum í Olís- deildinni. „Það eru tvö til þrjú lið sem eru búin að hafa meira samband en önnur lið. Það eru þau sem ég er að skoða núna. Þetta eru lið í efri hlut- anum sem við erum að tala um.“ akureyri væri spennandi Atli Ævar er Akureyringur og höfðu borist fréttir þess efnis að Akureyri Handboltafélag sem er Þór í dag væri búið að hafa samband við Atla. „Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Það hefði klárlega verið kostur en það er erfitt að fara niður í 1. deildina núna. Ég er ekkert að gera lítið úr 1. deildinni en maður þarf aðeins að hugsa um sjálfan sig og halda sér í bestu deildinni. Ég er samt búinn að tala við Sverre og hann veit stöðuna á mér,“ segir Atli Ævar sem kveðst spenntur fyrir Olís-deildinni sem verður gríðar- lega sterk á næsta ári. „Þetta verður alveg geggjuð deild. Það er fullt af flottum leikmönnum að hrúgast heim. Þetta lítur alveg rosalega vel út. Deildin fær bara spark í rassgatið með svona meðbyr. Ég vona að þetta verði bara gaman. Fyrst það eru allar líkur á að ég sé að koma heim er bara gaman að umhverfið sem maður kemur heim í sé svona flott,“ segir Atli Ævar. Geir veit hvað ég get Þrátt fyrir að hafa verið að spila með góðum liðum í Svíþjóð undanfarin ár hafa landsleikir Atla Ævars verið af skornum skammti. Hann var kall- aður inn á æfingamótið í Noregi fyrr í þessum mánuði og aftur á æfingar eftir tapið á móti Tékklandi en fékk svo ekki tækifæri í leiknum á móti Úkraínu. Atli Ævar hefur þurft að horfa á til dæmis Eyjamanninn Kára Krist- ján Kristjánsson halda sér fyrir utan hópinn en hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Geir Sveins- son viðurkenndi svo í viðtali við Fréttablaðið að Kári hefði verið í landsliðinu í síðustu leikjum vegna þess að hann er svo sterkur utan vallar. Var þetta ekkert högg fyrir Atla Ævar? „Það auðvitað hægt að fara í fýlu yfir hinu og þessu en ég er ekkert að pæla of mikið í þessu þó að ýmis- legt fljúgi nú í gegnum hausinn á manni,“ segir Atli Ævar pollrólegur. „Ég fékk boð til Noregs þar sem mér gekk mjög vel og svo fékk ég tvær æfingar fyrir Úkraínuleikinn til að sýna hvað ég hef upp á að bjóða. Ég er bara ánægður með að Geir veit núna nákvæmlega hvað hann hefur í höndunum með mig. Það er gott fyrir hann að vita ef hann vill velja mig aftur,“ segir Atli Ævar Ingólfs- son. tomas@365.is Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er á leið heim vegna fjölskyldu­ aðstæðna. Hann er spenntur fyrir deildinni hér heima sem verður mjög sterk eftir heimkomu margra öflugra leikmanna. Ræddi við uppeldisfélag sitt. Það hefði verið rosalega gaman að fara til Akureyrar ef þeir væru í efstu deild. Atli Ævar Ingólfsson IN THE HIGH COURT OF JUSTICE CHANCERY DIVISION COMPANIES COURT I CR-2016-6137 I IN THE MATTER OF ZURICH ASSURANCE LTD -and- IN THE MATTER OF ROTHESAY LIFE PLC -and- IN THE MATTER OF THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000 NOTICE NOTICE IS HEREBY GIVEN in accordance with section 114(2) of the Financial Services and Markets Act 2000 (as amended) ("FSMA' ) that, on 24 May 2017, an order was made by the High Court of Justice of England and Wales under section 111 and 112 of FSMA sanctioning a scheme (the "Scheme") providing for the transfer of a portfolio of immediate annuity policies and related assets and liabilities (the "Transferring Business") carried on by Zurich Assurance Ltd (the "Transferor") to Rothesay Life Pie (the "Transferee"). The Scheme became effective in accordance with the said order at 00.01 am (BST) on 6 June 2017. Where, in relation to any policy comprised in the business transferred pursuant to the Scheme, the State of the commitment is an EEA State other than the United Kingdom (as such terms are defined for the purposes of FSMA) and the policyholder has the right to cancel the policy under the law of the EEA State concerned, then that right may be exercised during the period of 21 days following the date of publication of this notice (or, where applicable, during such longer period as may be allowed under the law of the EEA State concerned). If any policyholder intends to cancel their policy as outlined above they should contact the Chief Operations Officer at the postal or email address or telephone number below as soon as possible. Dated: 27 June 2017 Rothesay Life Pie Project Mull Annuity Transfer Level 25, The Leadenhall Building, Leadenhall Street, London EC3V 4AB Ref: Project Mull Annuity Transfer Email: partVllenquiries@rothesaylife.com Phone: +44101 207 770 5300 Í dag 17.50 Kr - ÍbV Sport 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -D E 2 0 1 D 3 0 -D C E 4 1 D 3 0 -D B A 8 1 D 3 0 -D A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.