Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Félags- og jafnréttismálaráðherra verður tíð-rætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu mark- miði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlut- verki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax þegar orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvert fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa laun- in geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumark- aði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Lengjum fæðingarorlofið Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingaror- lofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumark- aði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að íslensk stjórnvöld ættu að setja það í algjöran for-gang að efla eftirlit með bankakerfinu. Sjóð-urinn hefur áréttað þriggja ára gamla gagn-rýni sína um að Fjármálaeftirlitið (FME) sé bitlaus stofnun og skorti sjálfstæði. Þetta kemur fram í úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi sem birtist 22. júní síðastliðinn. Þar er jafnframt gefið sterklega í skyn að FME ráði ekki við stór og viðamikil verkefni eins og athugun á kaupum erlendra vogunarsjóða á þriðjungshlut í Arion banka sem sé prófsteinn fyrir stofnunina. Eru þessi tilteknu við- skipti með bréf í Arion banka nefnd á nokkrum stöðum í úttektinni. Í haust verða níu ár frá banka- og gjaldeyrishruninu. Orsakir hrunsins voru samspil margra þátta. Bankarnir stækkuðu langt fram úr hófi með lántökum erlendis í skjóli góðs lánshæfis íslenska ríkisins. Árið 2008 voru efnahagsreikningar þeirra orðnir tólf sinnum landsfram- leiðsla Íslands sem var algjört einsdæmi í heiminum á þeim tíma. Þá voru bankarnir allt of áhættusæknir og lánuðu of háar fjárhæðir til eigenda sinna og fárra aðila sem tengdir voru innbyrðis. Efnahags- og rekstrarreikn- ingar bankanna voru falsaðir til að gefa betri mynd af stöðu þeirra en hún raunverulega var. Þetta gátu þeir gert í skjóli vottorðs frá stórum erlendum endurskoðunar- fyrirtækjum. Samhliða þessu brást svo opinbert eftirlit með bankakerfinu. FME var alltof fámenn stofnun fyrir hrunið. Starfs- mannaveltan var mikil og starfsmönnum fjölgaði ekki samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum. Starfs- mönnum FME var líka mætt af fullri hörku í bönkunum sem réðu til sín her sérfræðinga til að verjast öllum athugasemdum og fyrirspurnum stofnunarinnar. Fyrr- verandi stjórnandi hjá FME lýsti þessu í smáatriðum í viðtali við Morgunblaðið 8. janúar 2009. Þá er þetta allt rakið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 12. apríl 2010. FME var stórkostlega vanrækt stofnun á sama tíma og bankabólan blés út af fullum krafti. Þess vegna eru athugasemdir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins núna árið 2017 svo óþægileg lesning. Hugtakið déjà vu er notað á alþjóðavísu til að lýsa þeirri upplifun að hafa orðið fyrir atburði áður eða séð stað áður án þess að kunna skýringu á því. Vandamálið við notkun déjà vu um þá atburði sem gerast fyrir augunum á okkur núna er auð- vitað að við getum fullkomlega útskýrt að við séum að endurtaka sömu mistökin þegar kemur að eftirliti með bankakerfinu. Þetta er ekki eins og að fljóta sofandi að feigðarósi. Þetta er eins og að sleppa því að spenna á sig bílbelti og lenda svo viljandi í bílslysi, fullkomlega með- vitaður um hvað hafi gerst. Það er merkilegt í ljósi þeirra lærdóma sem Íslend- ingar telja sig hafa dregið af bankahruninu að ekki hefur enn verið farið í nauðsynlega endurskoðun á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi í þeim tilgangi að efla FME. Samt hefur forstjóri FME kallað eftir slíku í nokkur ár. Það er kannski kominn tími fyrir ráðamenn til að hlusta á forstjóra stofnunarinnar. Déjà vu Þetta er eins og að sleppa því að spenna á sig bílbelti og lenda svo viljandi í bíl- slysi, fullkom- lega meðvit- aður um hvað hafi gerst. UP!LAGÐUR Við látum framtíðina rætast. Nýr up! frá aðeins 1.790.000 kr. Dómur Gísla Eitt þekktasta pólitíska hneyksli sögunnar varð árið 2013 þegar aðstoðarmaður þáverandi innanríkisráðherra lét fjöl- miðlum í té upplýsingar um mann sem hafði sótt um hæli hér á landi. Upplýsingar um að maðurinn væri grunaður um mansal. Ríkissaksóknari tók málið af fullri alvöru og lét fara fram lögreglurannsókn. Aðstoðarmaðurinn, Gísli Freyr Valdórsson, sætti síðan lög- reglurannsókn og var dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi. Varla þarf að fjölyrða um þau óþægindi sem slík mála- ferli geta valdið einstaklingum. Lekinn úr þingnefndinni Gísli Freyr var dæmdur á grund- velli 136. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að opinber starfsmaður megi sæta fangelsi allt að þremur árum ef hann segir frá einhverju sem leynt eigi að fara. Á dögunum birti fréttamiðillinn Kjarninn persónuupplýsingar sem umsækjendur um dómaraemb- ætti höfðu sent innanríkisráðu- neytinu. Upplýsingarnar höfðu verið afhentar þingmönnum stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar með því skilyrði að þær væru trúnaðarmál. Þótt síðara lekamálið verði að sjálfsögðu ekki lagt að jöfnu við mál Gísla vekur áhugaleysi ríkissaksókn- ara á því óneitanlega spurning- ar. jonhakon@frettabladid.is 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I Ð j U D A G U R8 s k o Ð U n ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -C F 5 0 1 D 3 0 -C E 1 4 1 D 3 0 -C C D 8 1 D 3 0 -C B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.