Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 2
Mikið úrval af limgerðisklippum - með bensínmótor, rafmótor eða fyrir 18 og 36V rafhlöður Limgerðis- klippur ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Tafir á Sæbraut „Þetta er bara þannig gata að við megum ekki taka þennan vegarkafla á nóttunni vegna íbúabyggðarinnar,“ sagði Óskar Aðils Kemp, starfsmaður verktakans Hlaðbæjar Colas, sem í gær vann að því að fræsa upp gamalt malbik á Sæbraut og leggja nýtt. Olli það gríðarmiklum umferðartöfum. Óskar sagði að í dag yrði byrjað mun fyrr að fræsa en í gær eða strax klukkan fimm og síðan hæfist malbikun klukkan átta. Fréttablaðið/andri Marinó Verslun Costco á Íslandi óskaði í vor eftir að fá að leigja bílastæði á lóð sælgætisgerðarinnar Góu við Garða- hraun. Helgi Vilhjálmsson í Góu segir óljóst hvað Costco vildi gera við bílastæðin en telur líklegt að ætlunin hafi verið að bæta við stæðum fyrir starfsfólk verslunarinnar sem er í um eins kílómetra fjarlægð frá höfuð- stöðvum Góu og KFC. „Þessi verslun er komin hingað og verslar nú ekki mikið við íslensk fyrirtæki. Ég er svo sem ekki ósáttur við það og vil frekar selja hinum 500 búðunum. Að sparka svona í rass- gatið á okkur og sýna okkur ekki lit og vilja svo fá bíla- stæðin hjá okkur. Þá fer maður að hlæja og spyrja: Hvar eru sérfræðingarnir?“ segir Helgi. – hg Vildi ekki lána Costco stæðin Helgi Vilhjálms- son í Góu Veður Róleg suðvestanátt í dag. Skýjað vestan til á landinu og lítilsháttar skúrir öðru hverju. Öllu léttara yfir austanverðu landinu, en skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. sjá síðu 16 samfélag „Ákærði krefst sýknu af öllum ákæruliðum og telur að slysið megi ekki rekja til atvika sem hann ber ábyrgð á,“ segir Áslaug Gunn- laugsdóttir, verjandi unga mannsins sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi þegar hann bakkaði hjólabát við Jökulsárlón á kanadíska konu sem lést. Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn, sem fæddur er árið 1993, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og í ákærunni er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum og greiði allan sakarkostnað. Áslaug var skipaður verjandi mannsins um hádegisbilið í gær og fékk frest til haustsins til að leggja fram greinargerð og fer næsta þinghald fram í haust. Hún segir að þegar maðurinn var ráðinn til starfa hafi hann upplýst um þau réttindi sem hann hafði og félagið sagði réttindin vera fullnægjandi til að sigla hjólabátum á Jökulsárlóni sem byggist á undanþágu frá Sam- göngustofu. Í tilkynningu frá lögmanni ferða- þjónustunnar Jökulsárlóns ferða- þjónustu ehf. kemur fram að árið 2016 gerðu aðstandendur hinnar látnu og vátryggjandi félagsins með sér samkomulag sem fól í sér fulln- aðaruppgjör á bótum vegna slyss- ins. – bb Skipstjórinn neitar ábyrgð aKureYrI Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glæ- nýjum reiðvegi á Akureyri. Jarð- vegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postu- lín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Nið- urstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akur- eyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann. „Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mann- virkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, for- maður umhverfis- og mannvirkja- ráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutn- inginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg. johannoli@frettabladid.is Endurnýja reiðveg með úrgangi í þriðja skiptið Reiðvegur á Akureyri hefur verið í ólestri frá því hann var lagður. Í tvígang hefur efni í veginn reynst ófullnægjandi enda fullt af glerbrotum og öðru rusli. Efni hefur nú verið skipt út í annað sinn. Kostnaðurinn er sagður lítill fyrir bæinn. Glerbrot og naglar voru í nýjum reiðvegi á akureyri. Fréttablaðið/SVeinn Fá merki leiðbeina um umferð við Jökulsárlón. Fréttablaðið/VilHelM 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -D 4 4 0 1 D 3 0 -D 3 0 4 1 D 3 0 -D 1 C 8 1 D 3 0 -D 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.