Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.06.2017, Qupperneq 14
„Þetta er allt á réttri leið og mér líður betur í dag og ég er jákvæðari,“ segir Halla Cramer sem heldur úti Sigra sjálfa mig. Halla Cramer stofnaði Facebook-síðuna Sigra sjálfa mig um miðjan júnímánuð en þar heldur hún utan um sam- nefnt átak sitt sem gengur út á að vinna í bæði líkamlegri og andlegri heilsu sinni. Á síðunni birtir hún m.a. upplýsingar um næstu áskor- anir sínar, ýmsar gagnlegar heilsu- tengdar upplýsingar og margt fleira sem tengist heilsuferðalagi hennar eins og hún kallar það. Eftir að hafa gengið í gengum mikla erfiðleika undanfarin ár ákvað hún að snúa við blaðinu og taka sjálfa sig rækilega gegn. „Ég hef verið kvíða- og þung- lyndissjúklingur frá því ég var ung stelpa auk þess sem ég hef gengið í gegnum margt undanfarin ár, t.d. lést faðir minn, John Josep Cramer, af slysförum árið 2006. Það áfall tók sinn toll og næstu ár voru mér mjög erfið.“ Að sigra sjálfan sig Hún segist fyrir vikið hafa fitnað mikið og leitað sér huggunar í mat og sælgæti án þess að hafa hreyft sig neitt. „Ég fór á Reykjalund árið 2013 þar sem ég dvaldi á offitu- sviðinu. Þar kom ég mér af stað og er ég afar þakklát fyrir þá hjálp sem ég fékk þar, bæði á líkamlega og andlega sviðinu. Markmið mitt er að vera hraust, líða vel með sjálfa mig og vera ánægð með lífið og tilveruna. Þetta er allt á réttri leið og mér líður betur í dag og er jákvæðari. Hreyfing getur svo sannarlega hjálpað til við þung- lyndi og andlegu hliðina. Þetta er lífsstíll fyrir lífstíð og ég tek þetta á mínum hraða enda er þetta ekki spretthlaup.“ Hún segir að upphaf átaksins megi rekja til þríþrautarkeppni sem Ungmennafélag Njarðvíkur hélt í ágúst 2015. „Ég var á Herba- life á þessum tíma og dugleg að mæta í ræktina. Þar var verið að ræða þessa þríþrautarkeppni enda ætluðu margir að taka þátt. Sjálf var ég ekki tilbúin á þessum tíma en eftir því sem fleiri bættust í hópinn langaði mig meira að taka þátt. Þegar ég hóf að ræða það var mér strax bent á að þessi keppni snýst ekki um að sigra aðra heldur fyrst og fremst að sigra sjálfan sig og hafa gaman af um leið.“ Hún ákvað að kýla á þetta og skráði sig til leiks. „Þar synti ég 400 metra, hjólaði fimm kílómetra og hljóp tvo kílómetra. Ég hafði ekki hjólað síðan ég var krakki en fékk lánað hjól og hjálm. Þríþrautin var erfið og ég skokkaði og gekk síðustu tvo kílómetrana. Ég kom alveg uppgefin í mark en þetta var samt það besta sem ég hafði gert fyrir sjálfan mig. Enda öskraði ég af gleði þegar ég kom í markið og uppgötvaði að ég get miklu meira en ég geri mér grein fyrir.“ Ýmislegt fram undan Næsta stóra áskorun Höllu er að ganga Reykjanesbrautina frá álverinu í Straumsvík að Innri- Njarðvíkurkirkju þann 19. júlí. „Sú ganga er til minningar um frænda minn, Kristófer Örn Árnason, sem lést á afmælisdaginn sinn þennan dag 2014, þá aðeins 18 ára gamall. Um leið ætla ég að safna áheitum til styrktar Pieta Ísland sjálfsvígs- forvarnarsamtökunum en þau stefna á að opna húsnæði fyrir árslok 2017. Þar verður m.a. boðið upp á ókeypis viðtöl við sérfræð- inga ætluð fólki í sjálfsvígshug- leiðingum og aðstandendum þess. Nánari upplýsingar um átakið má finna á Facebook síðunni og um leið hvernig hægt er að styrkja mig.“ Eftir gönguna verður næsta stóra áskorunin að sigra Esjuna í fyrsta sinn segir hún. „Þangað stefni ég í ágúst og svo tekur næsta áskorun við sem ég mun birta á Facebook síðunni.“ Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ég kom alveg uppgefin í mark en þetta var samt það besta sem ég hafði gert fyrir sjálfa mig. Enda öskraði ég af gleði þegar ég kom í markið. Smjör er ómissandi þáttur í matar- gerð, bakstur og sem viðbit. Hins vegar getur verið erfitt að eiga við það þegar það er nýkomið úr ísskápnum enda afar hart. Því hafa margir brugðið á það ráð að geyma smjör við stofuhita, til að halda því mjúku. En eru meiri líkur á að það skemmist þannig? Smjör er vissulega mjólkurafurð og því er margt sem mælir með kælingu en hins vegar er fituinni- hald smjörs mjög hátt, yfir 80%, og skemmist því mun síður en aðrar mjólkurvörur, sér í lagi ef það er að auki saltað. Fitan, saltið og lítið magn vatns gerir bakteríum erfitt fyrir að fjölga sér. Því ætti að vera í lagi að geyma saltað smjör við stofuhita í ein- hvern tíma, en ekki er mælt með slíku fyrir ósaltað smjör eða hrært smjör. Þó er mælt með því að geyma smjör ekki of lengi við stofuhita þar sem fitan getur þránað. Til lengri tíma er því betra að geyma það í kæli. Gott ráð er að taka lítinn hluta af smjörinu sem á að nota næstu daga eða viku, en geyma afganginn í kæli. Þá er einnig mikilvægt að geyma smjörið við réttar aðstæður. Til dæmis þarf að verja smjörið fyrir birtu og geyma það því í skyggðu íláti. Ílátið þarf að vera loftþétt. Einnig þarf að geyma smjörið í skugga og ekki nálægt hitagjöfum á borð við ofna. Helst ætti hitinn í herberginu ekki að fara yfir 21-25 gráður. Heimild: authoritynutrition.com Er í lagi að geyma smjör á borðinu? Undanfarin þrjú ár hefur Embætti landlæknis vaktað nokkra helstu áhrifaþætti heilbrigðis. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan Íslendinga. Greint var frá helstu niðurstöðum í Talnabrunni embættisins sem nýverið kom út á netinu. Eitt af því sem var kannað var andleg heilsa. Tæplega þrír af hverjum fjórum Íslendingum (72%) meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2016 og lækkar hlutfallið úr 79% frá árinu 2014 en engin breyting er frá árinu 2015. Fleiri konur en karlar meta andlega heilsu sína góða og fleiri í eldri hópum en þeim yngri. Tveir af hverjum þremur yngri en 25 ára meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða en 81% þeirra sem eru 55 ára og eldri. Einnig var spurt um streitu. Rúmlega einn af hverjum fimm (22%) fullorðnum finnur oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi árið 2016 og lækkar hlutfallið úr 28% frá árinu á undan. Rúmur þriðjungur (36%) finnur sjaldan eða aldrei fyrir mikilli streitu. Fleiri konur en karlar greina frá mikilli streitu og yngri aldurs- hópar greina frá meiri streitu en þeir eldri. Tæpur þriðjungur fólks á aldrinum 18 til 44 ára segist oft eða mjög oft upplifa mikla streitu í daglegu lífi en aðeins 11% þeirra sem eru 55 ára og eldri. Gallup framkvæmdi könnunina fyrir Embætti landlæknis. Úrtakið var 8.000 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, sem valdir voru af handahófi úr viðhorfshópi Gallup og úr þjóðskrá. Flestir meta andlega heilsu góða 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -E C F 0 1 D 3 0 -E B B 4 1 D 3 0 -E A 7 8 1 D 3 0 -E 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.