Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 18
Er gott að þvo hárið upp úr bjór? Elín Albertsdóttir elin@365.is Mikið er rætt um falskar upplýsingar og fréttir á netinu. Auðvelt er að nálgast alls kyns læknisráð og heilsuupplýsingar sem eiga alls ekki við rök að styðjast. Margir hlaupa á eftir svona kraftaverkalausnum en flestir sérfræðingar vara fólk við og segja að ekki megi taka allt trúan- legt sem upp kemur á leitarsíðum. Sænski vefmiðillinn expressen. se spurði lyfjafræðing um nokkrar mýtur eða kerlingabækur eins og við köllum svona hugarburð. Svörin voru ekki alltaf eins og fólk vill hafa þau. Flest töfraráð eru tóm vitleysa. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, var spurður hvort fólk kæmi með furðuspurningar um kraftaverkalausnir í apótekið en hann kannast ekki við það hjá sínum viðskiptavinum. „Það er mjög sjaldgæft að við fáum ein- hverjar svona furðulegar fyrir- spurnir,“ segir hann. Á netinu má finna alls kyns ráð til að verða fallegri og heilsuhraustari á einfaldan og ódýran hátt, jafnvel eitthvað heimagert. „Það getur verið auðvelt að falla fyrir krafta- verkalausnum. Ef ráðið lítur út fyrir að vera einum of gott til að vera satt þá er það oft þannig,“ segir sænskur lyfjafræðingur, Annika Svedberg, í samtali við expressen.se. Grænsápa í staðinn fyrir fóta- krem? Að smyrja fæturna með grænsápu og troða þeim í plast- poka yfir nótt til að gera þá mýkri er eitt ráð sem finna má á netinu. Sérfræðingurinn segir að það sé af og frá að þetta sé rétt. „Grænsápa er ekki endilega hættuleg fyrir húðina en það eru ekki til neinar rannsóknir sem sýna að sápa hjálpi fólki með vandamál á fótum eins og harða húð og sprungur. Notið frekar mýkjandi fótakrem og heilsusokka,“ svarar hún. „Þetta hef ég aldrei heyrt,“ segir Haukur og efast um virknina. Gamalt húsráð er að þvo hárið upp úr bjór til að fá það mjúkt og glansandi. Bjór er ríkur af B-víta- míni. „Kannski ekki alrangt,“ segir Annika. „Bjór inniheldur B-vítamín sem er mjög gott fyrir hárið, gefur því jafnvel einhvern glans. Hins vegar eru til aðrar mjög góðar leiðir eins og að nota vandaða hárnær- ingu.“ Annað einkennilegt kraftaverka- ráð er sápa í rassinn. Sumir telja að með því að stinga litlu sápustykki í rassinn mýkist hægðirnar. Sérfræð- ingurinn segir það ekki rétt. „Lík- legast hefur þessi sögusögn komið vegna þess að margir telja að sápan hafi ertandi áhrif og geti þar af leiðandi örvað þarmana. Fólk telur þetta ódýrara en að kaupa sérstök lyf við hægðatregðu. Hægðalyfin eru hins vegar mun betri, þau hafa verið rannsökuð hjá viðurkenndum rannsóknarstofum og eru örugg í notkun,“ segir hún. „Ég held að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt ráð,“ segir Haukur og bætir við. „Allt dettur nú fólki í hug.“ Að nota nefsprey við rauðum augum. Getur maður notað nefspray eins og augndropa, til dæmis þegar augun eru rauð- hlaupin? Sérfræðingurinn segir: „Virka efnið í sumum nefúðum eru í sama flokki lyfja og augndropar og hafa æðaþrengjandi áhrif. Ekki er mælt með að nota nefúða í augun vegna þess að þau eru mjög viðkvæm. Það gætu verið efni í nefúðum sem eru alls ekki góð fyrir augun,“ segir Annika. „Ég ætla að vona að fólk fari ekki að spreyja nefúða í augun á sér,“ svarar Haukur þegar hann er spurður um þetta atriði. Aspirín í andlitsmaska. Sú ábend- ing hefur komið upp hjá sænskum bloggurum að það hafi mjög góð áhrif á húðina að útbúa slíkan maska, hann jafni húðlit og losi fólk við bólur. Aspirín er leyst upp í smá vatni, nokkrir dropar síðan settir út í jógúrt með smá hunangi. Síðan er jógúrtinu smurt á andlitið. „Rangt,“ segir sérfræðingurinn. „Mörg andlitskrem innihalda fitu- sýrur af ýmsu tagi sem slípa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur, má þar nefna AHA sýrur og salisýlsýru. Sennilega er það salisýlsýra sem fólk lítur til þegar leysa á upp aspirín í jógúrt en það er ekki sams konar aspirín í salisýlsýru og í verkjalyfinu.“ „Þetta hef ég heldur aldrei heyrt,“ segir Haukur. Er hægt að nota gyllinæðarkrem til að bjarga þreytulegu útliti? „Nei,“ segir sænski lyfjafræðingurinn. Sumir segja að fyrirsætur beri gyll- inæðarkrem í andlitið til að losna við hrukkur og poka undir augum. „Kremið inniheldur kortisón sem getur verið skaðlegt fyrir augun. Kremið má alls ekki setja í andlitið. Ef kremið kemst í augun er hætta á að viðkomandi fái gláku,“ segir Annika. „Ráð sem kannski eru gefin af góðum hug á bloggsíðum geta verið mjög skaðleg,“ bætir hún við. „Þetta kannast ég við. Gyllin- æðarkrem var notað í eina tíð í kringum augun. Það var krem sem fékkst hér á landi og var æðaþrengj- andi. Þetta krem fæst ekki lengur, En það virkaði víst ágætlega,“ segir Haukur. „Það voru ekki sterar í því kremi. Nýju kremin eru með ann- ars konar virkni,“ segir Haukur og vonast til að fólk sé ekki að hlaupa á eftir alls kyns svona vitleysu á netinu. Furðulegar mýtur á netinu Margar sögusagnir geta verið lífseigar á netinu. Sérfræðingar hafa reynt að eyða slíkum mýtum en oft án árangurs. Ekki er öll vitleysan eins. Grænsápa er ekki endilega hættuleg fyrir húðina en það eru ekki til neinar rann- sóknir sem sýna að sápa hjálpi fólki með vanda- mál á fótum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 0 -D E 2 0 1 D 3 0 -D C E 4 1 D 3 0 -D B A 8 1 D 3 0 -D A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.