Fréttablaðið - 27.06.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 27.06.2017, Síða 4
Viðskipti Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mun í dag funda með Kjartani Þór Eiríks- syni, framkvæmdastjóra félagsins, og óska eftir upplýsingum um fjár- festingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafé- laga Kjartans hafa keypt þrjár fast- eignir af Kadeco fyrir alls 150 millj- ónir króna. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi fyrst komið til umræðu á stjórnarfundi fyrripart maí en málinu hafi þá verið frestað þangað til í dag. Kjartan á helmings- hlut í Airport City sem hefur að hans sögn fjárfest í fasteignum sem voru áður í eigu Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (EAV), sem keypti árið 2003 alls 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). „Ég hafði áður upplýst stjórnarfor- mann um þessi mál áður en kom að þeim fundi. Það eru engir hagsmuna- árekstrar og umfangið sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka,“ segir Kjartan. Airport City var stofnað í nóvember í fyrra af Kjartani og fjárfestinum Sverri Sverrissyni. Frétta- vefurinn sudurnes. net hefur fjallað um félagið og greint frá því að Kjartan sé fram- kvæmdastjóri þess og að það hafi ekki átt í viðskiptum við Kadeco. Stjórn Kadeco, sem tók við fast- eignum á gamla varnarliðssvæðinu við brottför hersins í október 2006, samþykkti í ársbyrjun 2016 55 milljóna króna kauptilboð Sverris Sverrissonar hf. í Skógarbraut 945, um 550 fermetra skrifstofuhúsnæði á Ásbrú. Sverrir er einnig hluthafi í félaginu G604 ehf. sem keypti fjölbýlishúsið Grænásbraut 604- 606 á 60 milljónir. Um er að ræða 1.600 fermetra eign sem var afhent í febrúar síðastliðnum en tilboðið barst að sögn Kjartans í ársbyrjun 2016. Félag Sverris gerði þá einnig tilboð í fasteignina Keilisbraut 755, sem Kadeco samþykkti, en Reykja- nesbær nýtti í kjölfarið forkaups- rétt. Að lokum keypti Fasteigna- félagið Þórshamar Funatröð 3 á 35 milljónir í árslok 2015. Sverrir var þá stjórnarformaður félagsins en iðn- aðarhúsnæðið telur 1.300 fermetra og var skömmu síðar selt Bílaleigu Akureyrar. „Það er mikilvægt að skoða tíma- línuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Við áttum engin tengsl fyrir þann tíma og hann [Sverrir] á hæstu boð í þessar eignir á þessum tíma og þetta eru eignir sem höfðu verið til sölu lengi og stóðu öllum til boða,“ segir Kjartan. „Það er ekkert í mínum ráðning- arsamningi sem bannar mér að eiga slík félög en um leið og þessi mál eru komin í þann farveg að við erum að kaupa þessar eignir þá upplýsi ég um það þegar er útséð með að við erum að kaupa þær,“ segir Kjartan og svarar aðspurður að hann hafi greint stjórnarformanni Kadeco frá fjárfestingum Airport City á Ásbrú í byrjun sumars eða um hálfu ári eftir að félagið var stofnað. haraldur@frettabladid.is Viðskipti framkvæmdastjórans rædd á stjórnarfundi Kadeco Stjórn Kadeco á Ásbrú í Reykjanesbæ vill upplýsingar um fjárfestingar félags í eigu framkvæmdastjórans á svæðinu. Félög tengd viðskiptafélaga hans hafa keypt þrjár fasteignir á Ásbrú fyrir alls 150 milljónir króna. Kjartan Þór segir að viðskiptin hafi átt sér stað áður en félagið Airport City var stofnað í fyrra. Kjartan Þór Eiríksson segir ráðningarsamning sinn ekki banna honum að eiga félög. Mynd/KadEco Það er mikilvægt að skoða tímalínuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmda- stjóri Kadeco PI PA R\ TB W A • S ÍA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Bættu árangurinn! Íþróttagleraugu með og án styrkleika. Bretland Samkomulag Íhalds- flokksins á Bretlandi við hinn norðurírska Lýðræðislega sam- bandsflokk (DUP) um að styðja minnihlutastjórn fyrrnefnda flokksins er afar ósanngjarnt í garð annarra þjóða Bretlands. Þetta sagði Carwyn Jones, forsætisráðherra velsku heimastjórnarinnar, í gær. DUP fær enga ráðherra í nýju ríkisstjórninni og er ekki um sam- steypustjórn að ræða. Hins vegar verður milljarði punda, andvirði rúmlega 130 milljarða króna, varið í uppbyggingu á Norður-Írlandi á næstu tveimur árum. Önnur ríki muni ekki endilega fá álíka upp- hæðir. „Þetta samkomulag drepur allar hugmyndir um sanngirni í garð þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Jones í gær. Velska heimastjórnin hefur áður krafist sanngjarnra fjár- veitinga. BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra að Wales hafi hins vegar fengið ívið meira fjár- magn en gæti talist sanngjarnt. Fjárveitingar til heimastjórna á Bretlandi fylgja hinni svokölluðu Barnett-formúlu. Í gær sagði tals- maður Jones að ef þeirri formúlu yrði fylgt myndi Wales fá 1,67 milljarða punda til viðbótar. Sam- kvæmt heimildum BBC mun sam- komulagið líklega ekki hafa áhrif á formúluna og því verði ekki af auka- fjárveitingum til Wales. – þea Ný ríkisstjórn ósanngjörn í garð Wales Theresa May hefur myndað minnihluta- stjórn með stuðningi dUP. FréTTablaðið/EPa HeilBrigðismál Sérfræðingar leggja til miklar breytingar á fyrirkomulagi sjúkraflugs á landinu í nýrri skýrslu sem kynnt hefur verið Óttari Proppé heilbrigðisráðherra. Í skýrslunni segir að til að hægt sé að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þurfi 3-4 starfs- stöðvar fyrir þyrlur. Skýrsluhöfundur, sem er formaður fagráðs sjúkraflutn- inga, telur að nota ætti bæði stórar björgunarþyrlur, eins og nú eru not- aðar, og minni sjúkraþyrlur. „Samblandað kerfi sem myndi nýta kosti stóru björgunarþyrlanna annars vegar og líka einfaldari þyrla myndi virka vel,“ segir Viðar Magnússon, læknir og skýrsluhöfundur. Horfa verði á punkta eins og viðbragðstíma og samsetningu áhafnar. „Í dag nýtir Landhelgisgæslan sína starfsmenn og þjálfar þá upp sem sjúkraflutningamenn. En ég teldi eðlilegt að læknirinn á þyrlunni starf- aði með bráðatækni eða hjúkrunar- fræðingi sem hefði meiri reynslu af því að sinna heilbrigðisþjónustu,“ segir Viðar. Skoða þurfi hvar þyrlurnar eru stað- settar. „Ég sæi fyrir mér að ein lítil og létt sjúkraþyrla sinnti suðvesturhorn- inu enda er það svæði þar sem veður eru hagstæð og undirlendið ekki eins erfitt og Vestfirðir og Austfirðir.“ Hins vegar þurfi að vera þyrlur á norðvesturhorninu og norðaustur- horni. Viðar segir að ef litið sé til Norður- landa, sem reka sambærilegar þyrlur, myndi hver starfsstöð kosta í um 6-700 milljónir króna í rekstri á ári. „Ef við myndum hafa tvær björg- unarþyrlur sem Landhelgisgæslan myndi reka hvort sem er þá myndi viðbótarkostnaður nema einni til tveimur sjúkraþyrlum og myndi nema á bilinu frá 600 milljónum og allt upp í 1,5 milljarða,“ segir Viðar. Það myndi vega á móti kostnaði að sjúkrabílarnir yrðu keyrðir styttri vegalengdir og þar með myndi ákveðinn kostnaður sparast. – jhh Sérfræðingar vilja miklar breytingar á sjúkraflugi og fjölga þyrlum Ég sæi fyrir mér að ein lítil og létt sjúkraþyrla sinnti suðvestur- horninu. Viðar Magnússon, læknir og skýrslu- höfundur Viðskipti Úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál hefur staðfest synjun Þjóðskjalasafnsins á beiðni erlendra vátryggjenda um aðgang að gögnum tengdum gamla Landsbankanum. Þeir fá þó minnisblað Fjármálaeftir- litsins frá nóvember 2008 um hvern- ig bankinn „tengdi saman áhættur“. Landsbankinn krefur vátryggj- endurna um greiðslu úr stjórn- endatryggingu. Þeir segjast hins vegar ekki hafa verið upplýstir um misferli og margvísleg brot af hálfu bankans og starfsmanna hans. Vildu þeir ýmis gögn frá Þjóðskjalasafni, þar á meðal bréf lögmanns Björg- ólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, til rann- sóknarnefndar Alþingis í janúar 2010, bréfaskipti bankans og FME árið 2007 og minnisblöð starfs- manna eftirlitsins. – kij Mega ekki sjá bréf Björgólfs björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnar- formaður lands- bankans Kadeco var stofnað er ríkið tók við eignum varnar- liðsins á Ásbrú. lögreglumál Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir lögregluna munu rannsaka háskaakstur rútu frá Kynnisferðum á Suðurlandsvegi í fyrradag. Einar Magnús Magnússon, sér- fræðingur hjá Samgöngustofu, líkir framferði ökumannsins við bana- tilræði. „Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi.“ Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða, segir við Vísi að akstur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur og að hart verði tekið á málinu. - jkj Lögregla skoðar glæfraaksturinn 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ r i ð j u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -E 8 0 0 1 D 3 0 -E 6 C 4 1 D 3 0 -E 5 8 8 1 D 3 0 -E 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.