Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 16
Aðalatriðið er að hætta ekki að hreyfa sig og þá minni ég á að ganga er líka hreyfing. Í raun þarf fólk ekki að hreyfa sig nema á um 60 prósentum af því álagi sem það er að hreyfa sig á venjulega, til þess að viðhalda þeim árangri sem það hefur náð yfir veturinn. Öll hreyfing er betri en engin,“ segir Inga María Baldursdóttir, íþróttafræðingur hjá Heilsuborg, þegar hún er beðin um ráð til þess að viðhalda líkam- legu formi í sumarfríinu þar sem æfingarútína vetrarins brotnar gjarnan upp. Þó megi gera betur en rápa milli búða og rölta í rólegheitum í flæðarmálinu á sólarströnd. Púlsinum þurfi að ná upp. Best sé að skipuleggja hreyfingu inn í sumarfríið. „Það er gott að ákveða að gera eitthvað en það þýðir þó ekkert að ætla sér tvo tíma í ræktinni hvern einasta morgun í þrjár vikur. Mark- miðið verður að vera raunhæft og jafnvel gott að hafa gulrót að stefna að. Ekki er þó skynsamlegt að verð- launa sig með mat,“ segir Inga. Fyrir ferðalag ætti að skoða hvað hægt er að gera á áfangastaðnum, er líkamsræktarstöð eða sundlaug á staðnum sem má nýta sér? Eða jafnvel fjall sem hægt er að ganga á? Kannski mætti taka með sér teygjur og lóð. Inga segir börnin enga afsökun fyrir því að sleppa hreyfingu í sumarfríinu. „Það er margt hægt að gera með krökkum á öllum aldri. Þau hafa gaman af því að hreyfa sig með manni og það má vel ná púlsinum upp með því að ganga rösklega á eftir barni sem hjólar, eða hjóla með þeim. Virkja þau í gönguferðir upp í fjall. Með smábörn í vagni er hægt að fara í göngutúr, stoppa svo á góðum stað og gera æfingar. Á leikvelli er hægt að gera æfingar meðan krakkarnir leika sér. Það má nota bekki til að æfa uppstig og dýfur, gera hnébeygjur, armbeygjur, stíga upp á steina og skokka rösk- lega upp brekkur. Það er um að gera að nýta nærumhverfið. Inni á síðunni ganga.is er til dæmis hægt að skoða gönguleiðir víða um land og erfiðleikastig hverrar leiðar.“ Í fríinu slakar fólk gjarnan á mataræðinu og þar segir Inga að mikilvægast sé að sofna ekki alveg á verðinum heldur halda reglu. „Mikilvægast er að halda reglu og undirbúa sig vel. Til dæmis ef fram undan er löng ökuferð eða flug er mikilvægt að borða góðan morgun- mat og hafa millibitana tilbúna svo maður lendi ekki í þeim aðstæðum að stoppa á leiðinni í sjoppu þar sem ekkert fæst nema pulsa, kók og súkkulaði. Fólk veit yfirleitt hvað er á boðstólum á þessum stöðum og ætti að geta haft eitthvað með sér þó það sé kannski óþarfi að nesta sig fyrir allar máltíðir dagsins. Í flugi er til dæmis hægt að taka með sér niðurskorna ávexti og taka með sér skyr og flatkökur í bílinn.“ Öll hreyfing betri en engin Inga María Baldursdóttir, íþróttafræðingur hjá Heilsuborg. MYND/ERNIR Síðasta föstudag voru nýjar höfuðstöðvar Vodafone opnaðar við Suðurlands- braut 8 í Reykjavík. Á jarðhæð byggingarinnar er ný og glæsileg verslun en við hönnun hennar voru þarfir viðskiptavina og starfsmanna hafðar að leiðarljósi og lagt upp með að aðgengi við- skiptavina að vörum og þjónustu væri sem auðveldast og þægilegast segir Ósk Hilmarsdóttir verkefna- stjóri. „Hönnun og fyrirkomulag verslunarinnar er unnið í nánu samstarfi við Vodafone Group og sett upp í samræmi við útlit sem fjarskiptafélagið hefur unnið fyrir verslanir sínar á heimsvísu. Verslun okkar á Suðurlandsbraut er sú þriðja hér á landi sem er sett í þennan búning og ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.“ Verslunin býður m.a. upp á gott úrval heilsuvara að sögn Óskar. „Þar má m.a. finna breiða línu heilsuúra og kosta þau ódýrustu einungis 6.990 kr. Við erum stolt af Garmin línunni okkar, í henni má finna úr við allra hæfi og er ein gerðin, vivofit jr., sérstaklega hönnuð fyrir krakka. Öll eiga úrin það sameiginlegt að telja skrefa- fjölda og mæla svefninn en einnig eru þau fáanleg með púlsmæli og GPS móttakara. Það er hægt að nota þau til að stjórna tónlist í snjallsímanum, greina æfingar, erfiðleikastig þeirra og miklu fleira. Einnig erum við með Samsung Úrval heilsuvara hjá Vodafone Í nýrri og glæsilegri verslun Vodafone sem var opnuð nýlega á Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík má m.a. finna gott úrval af heilsuvörum á borð við heilsuúr og sérstök heyrnartól. Verslunin var sett upp í nánu samstarfi við Vodafone Group og er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Gott úrval heilsuvara fæst í nýrri verslun Vodafone sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, segir Ósk Hilmarsdóttir verkefnastjóri. MYNDIR/STEFÁN Fjölbreytt úrval heilsuvara er í boði hjá Vodafone, m.a. Garmin úrin vin- sælu. snjallúr og er Gear Fit úrið sérstak- lega hannað fyrir heilsurækt.“ Góð þjónusta Sérstök heyrnartól fyrir fólk sem vill hreyfa sig eru líka í boði og þar nefnir Ósk helst Bose SoundSport og Plantronics BackBeat Fit sem bæði eru þráðlaus Bluetooth heyrnartól. „Þau eru svita- og vatnsvarin, nett og meðfærileg. Plantronics eru auk þess með spöng sem fer aftur fyrir hnakkann og veitir auka stöðug- leika en Bose heyrnartólin eru með ótrúlegan hljómburð enda er Bose merkið þekkt fyrir mikil gæði.“ Verslunin selur líka heyrnartól sem ná alveg yfir eyrun. „Með Bose QC35 og JBL 700 heyrnartólunum er hægt að stilla hversu vel þau útiloka hávaða frá umhverfinu. Mörgum finnst t.d. gott að útiloka hávaðann alveg í ræktinni en ef þau eru notuð í útihlaupum er öruggara að geta heyrt umhverfis- hljóðin. Seinna í sumar fáum við skemmtilega línu frá Adidas með hulstrum og ólum sem koma sér vel í hreyfingu og útiveru.“ Starfsfólk Vodafone leggur mikið upp úr góðri þjónustu og í hvert sinn sem nýjar vörur koma í versl- anir fær starfsfólk fyrirtækisins greinargóða kennslu á tækin. „Við höldum námskeið eða kynningar- fundi og allir fá sendar upplýsingar um nýju vörurnar. Á vefverslun okkar www.vodafone.is/vorur má finna nánari upplýsingar um allar vörur í framboði okkar.“ Nýja verslunin er til húsa á Suðurlandsbraut 8 en við opnun hennar var verslun Vodafone í Ármúla 13a lokað. Verslunin er opin milli 9 og 18 virka daga en lokað er um helgar. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Sumarfríi fylgir letilíf og fast- skorðuð rútínan brotnar upp. Inga María Baldurs- dóttir íþrótta- fræðingur segir mikilvægt að halda sér við. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . j ú n Í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -D 9 3 0 1 D 3 0 -D 7 F 4 1 D 3 0 -D 6 B 8 1 D 3 0 -D 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.