Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 6
BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA LR Discovery Sport HSE Nýskr. 08/16, ekinn 7 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 7.80 þús. kr. NISSAN Qashqai Acenta 2WD Nýskr. 02/17, ekinn 6 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.990 þús. kr. VW Passat Alltrack Nýskr. 01/16, ekinn 42 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 5.490 þús. kr. Range Rover Evoque SE Nýskr. 02/17, ekinn 1 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 7.390 þús. kr. Range Rover Evoque HSE Nýskr. 02/16, ekinn 11 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 8.190 þús. kr. MERCEDES-BENZ GLS 350 Nýskr. 11/16, ekinn 12 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 13.990 þús. kr. Rnr. 370539 Rnr. 144164 Rnr. 152816 Rnr. 330887 Rnr. 370580 Rnr. 284355 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 2 8 1 5 B íl a la n d A lm e n n 2 x 3 8 2 7 jú n í Án skilningarvita Ungur maður á Austurvelli upplifir pyntingaraðferð sem felst í að lokað er á öll skynfæri. Sá pyntaði er látinn óafskiptur tímunum saman. Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir viðburðinum. Þar gafst fólki færi á að upplifa pyntingaraðferðir á borð við þessa og „waterboarding“ á eigin skinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Stjórnmál Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptöku- nefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefn- ingu Hauks Arnar Birgissonar í nefnd- ina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptöku- nefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tíma- bundið í stað Ásgerðar en sú sam- þykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndar- mann af þremur í nefndina og dóms- málaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðu- neytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki full- mönnuð og því beint til ráðuneytis- ins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endur- upptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni. – snaeros@frettabladid.is Klúður á Alþingi lamar endurupptökunefnd Alþingi láðist að tilnefna nýjan nefndarmann í endurupptökunefnd fyrir þing- rof. Skipun nefndarmanns rann út 16. maí síðastliðinn og nefndin er óstarfhæf. Um tíu mál bíða nú þegar afgreiðslu þar til Alþingi kemur saman aftur í haust. Björn L. Bergsson, formaður endur- upptökunefndar 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D A G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A B l A Ð I Ð 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 0 -E 3 1 0 1 D 3 0 -E 1 D 4 1 D 3 0 -E 0 9 8 1 D 3 0 -D F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.