Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.06.2017, Blaðsíða 9
Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verð- lag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi. Þetta nær ekki nokkurri átt og er ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til vansa. Svona gengur ekki til lengdar! Íslensk stjórnvöld virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á að fyrirtæki sem eru annað hvort í ferðamannabransanum eða útflutningi geta ekki til lengdar staðið undir því að útgjöld fari vaxandi í íslenskum krónum en tekjurnar í evrum eða öðrum gjald- miðli dragast saman. Aldrei gengur til lengdar að hafa tekjur og útgjöld í sitt hvorum gjaldmiðlinum. Hvað þarf að gera? Svo virðist sem íslenska ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þessum málum aðra en að gera sem allra minnst. Að þessu leyti er hún höll undir „laissez- faire“ stefnuna þ.e. að leyfa markað- inum alfarið að ráða. Með því að halda dauðahaldi í íslensku krónuna eru það þá spá- kaupmennirnir sem í raun ráða og hafa pólitíkusana í vasanum meira og minna. Þeir vilja hafa alla möguleika opna til að skara að sinni köku. Á meðan vex vandi ferðaþjónustunnar og útflutnings- fyrirtækja. Nú eru stærstu fyrirtæki landsins með ársuppgjör sín og reikninga í evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Tekjurnar dragast saman með síhækkandi krónu og á meðan eykst þrýstingur á að hækka allan innlendan kostnað. Hvernig er unnt að finna rökrétta leið út úr vandanum þó svo það yrði þvert á sjónarmið íslenskra stjórnvalda? Hvernig væri að þau fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum, miði samninga sína eftirleiðis gagnvart viðsemjendum sínum að þeir fari fram í evrum eða þeim gjaldmiðli sem þeim er hagfelldast? Viðskiptasamningar og kjarasamningar ættu að geta hljóðað upp á annan gjaldmiðil en íslenska krónu þegar svo stendur á. Íslenska krónan er einn minnsti gjaldmiðill heims og ætti fremur að vera safngripur en gjaldmiðill. Viðskiptafrelsi er alltaf það sem verður ofan á. Þröngsýn ríkisstjórn sem vill einblína á skammtíma sjónarmið á ekki að lifa lengi. Íslenska krónan: Blessun eða bölvun? Guðjón Jensson leiðsögumaður Það er fagnaðarefni fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú fellt úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir eldi regnboga í Ísafjarðardjúpi. Fyrir liggja áform um að breyta starfsleyf- inu til eldis á regnboga í laxeldi. Ekki verður séð að haldið verði áfram með áform um sjókvía eldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi eftir úrskurð nefndar- innar. Þá er það ekki rétt hjá forsvars- mönnum eldisiðnaðarins að ein- ungis sé um gagnrýni á vinnubrögð og verkferla að ræða. Úrskurðurinn fjallar einnig um mikilvæg efnisat- riði en svona hljóðar hann varðandi fjarlægðarmörk eldisins frá ánum í Djúpinu. „Loks athugist að veiðitala er skil- greind sem tala veiddra fiska skv. 58. tl. 3. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Skilgreining á því að veiddum fiski sé sleppt eða áhrif þess á veiðitölur koma ekki fram í þeim lögum, en eðli máls samkvæmt telst sá fiskur veiddur sem sleppt er. Í viðbrögðum Umhverfisstofnunar við athugasemd vegna fjarlægðar fyrirhugaðs eldis frá ósum laxveiðiáa kemur fram að samkvæmt nánar til- greindum heimildum sé samanlögð veiði tveggja tilgreindra laxveiðiáa 503 fiskar að meðaltali síðastliðin 10 ár. Þar sem veiðimenn sleppi a.m.k. 0-160 fiskum á ári í hvorri á fyrir sig sé meðalfjöldinn hins vegar undir 500 fiskum síðastliðin 10 ár. Verður ekki séð að þessi staðhæfing sé rökrétt miðað við gefnar forsendur. Eins og hér háttar er það álit úrskurðarnefnd- arinnar, að gættum þeim markmiðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi að vernda beri villta nytjastofna, og að í því sam- bandi skuli m.a. gæta fjarlægðar eldis- stöðva frá veiðiám, að miða skuli við samtölu veiddra laxa úr þeim ám sem sameiginlegan ós hafa fremur en tölu veiddra laxa úr hverri á fyrir sig.“ Nýtt starfsleyfi ómögulegt Það er því ómögulegt að nýtt starfs- leyfi geti tekið gildi að fengnum þessum úrskurði. Hér þurfa því leyfis- veitendur að staldra við og átta sig á því að ákvæði laganna eru sett til verndar villtum stofnum fyrir áhrifum eldis sem þessa, og úrskurðurinn skýr skilaboð um að engan afslátt má veita með staðhæfingum sem afbaka orða- lag laga eða reglugerða. Það vakti furðu Landssambands veiðifélaga að Umhverfisstofnun skyldi færa niður fjölda veiddra laxa vegna þess að hluta veiðinnar var sleppt aftur, þegar gefið var út starfs- leyfi fyrir starfseminni. Landssam- bandið undraðist það að Umhverfis- stofnun tók ekki málstað umhverfisins og veitti þessum viðkvæmu laxastofn- um í Djúpinu þá vernd sem löggjafinn mælir fyrir um. En í stefnu Umhverfis- stofnunar stendur: „Við verndum líf- ríki og jarðminjar fyrir komandi kyn- slóðir.“ Túlkun stofnunarinnar á hvað telst veiði er tæplega samrýmanleg stefnu hennar. Þessa túlkun kærði Landssamband veiðifélaga og er alfarið tekið undir kæruna í úrskurði Úrskurðarnefndarinnar. En hvers vegna fór Umhverfisstofn- un þá fram með þessa túlkun? Það kemur fram í tilkynningu stofnunar- innar en þar segir: „Ljóst er að ábend- ing úrskurðarnefndarinnar varðandi hvaða regla gildi um fjarlægðarmörk byggir á veiðihagsmunum fremur en lífrænu álagi. Umhverfisstofnun leitaði leiðbeininga Matvælastofnunar þegar tekin var afstaða til þessa atriðis til að gæta samræmis við lög um fiskeldi.“ Þarna sannast enn að sjaldan bregst Matvælastofnun þegar ganga þarf erinda fiskeldisins. Með úrskurði Úrskurðarnefndarinnar er þessari frá- leitu túlkun snúið við og náttúran látin njóta vafans. Úrskurðarnefndin hefur í það minnsta sýnt leyfisveitendum gula spjaldið. Gula spjaldið á lofti Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga Þarna sannast enn að sjaldan bregst Matvælastofnun þegar ganga þarf erinda fiskeldis- ins. Með úrskurði Úrskurðar- nefndarinnar er þessari fráleitu túlkun snúið við og náttúran látin njóta vafans. Úrskurðarnefndin hefur í það minnsta sýnt leyfisveit- endum gula spjaldið. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 2 5 1 9 R e n a u lt K a n g o o a lm e n n 5 x 2 0 j ú n í RENAULT KANGOO TIL AFGREIÐSLU STRAX Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla. Komdu og reynsluaktu nýjum Kangoo og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð í nýjan Renault atvinnubíl. www.renault.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m lei ða nd a um e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð: 2.088.000 kr. án vsk. 2.590.000 kr. m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9Þ R i ð J u D A G u R 2 7 . J ú n í 2 0 1 7 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 0 -D 9 3 0 1 D 3 0 -D 7 F 4 1 D 3 0 -D 6 B 8 1 D 3 0 -D 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.