Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 2
Með allt á hreinu Aðstandendur sérstakrar sing-along sýningar á Með allt á hreinu hittust í Bíói Paradís við Hverfisgötu í gær. Þeir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon skoðuðu þá sýningarfilmu kvikmyndarinnar sem fagnar nú 35 ára afmæli. Myndin verður einungis sýnd einu sinni eða í kvöld og ætla valdir meðlimir Stuðmanna þá að taka lagið með áhorfendum. Fréttablaðið/Ernir Veður Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og víða skúrir, einkum síð- degis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. sjá síðu 36 samfélag „Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólar- landaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram- leiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börn- unum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir auk- inni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sér- stakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðr- áttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mik- illi aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Dohop. saeunn@frettabladid.is Íslendingar flýja regnið Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segjast finna fyrir mikilli ásókn í sólarlandaferðir þegar rignir marga daga í röð. Margir vilji bóka með stuttum fyrirvara. Dohop kannast ekki við skyndihopp en segja aukningu í ferðalögum frekar almenna. Íslendingar fara helst til tenerife þegar skúrir eru hér á landi. Fréttablaðið/EPa Þegar fólk er búið að vera í rigningar- tíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur hol- skeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 DÓmsmál Spænskur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin áttu sér stað á árshátíð á Hótel Selfossi í febrúar síðastliðnum. Hinn sakfelldi bar fyrir sig að um misskilning hefði verið að ræða. Sagði hann að hann hefði hætt þegar hann uppgötvaði að konurnar þrjár, sem hann braut gegn, hafi ekki viljað að hann héldi áfram. Þá hafi hann í einu tilfelli verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar og óvart snert hana. Það stangaðist á við framburð kvennanna en þær höfðu allar verið sofandi á hótelherbergjum sínum þegar manninn bar að garði. Dómur- inn taldi brotavilja hans einbeittan og hann hafi ekki hætt iðju sinni fyrr en fólk kom að honum. Auk fangelsisdómsins var maður- inn dæmdur til að greiða konunum sem hann nauðgaði 1,5 milljón hvorri og þriðju konunni 800 þúsund krónur. Auk þess falla laun verjanda hans, 1,5 milljón, og þóknun réttar- gæslumanns kvennanna, 1,2 milljón, á hinn sakfellda. – jóe Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot TRYggINgaR Kona, sem lærbrotnaði á leið inn á veitingastað á Akureyri, á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu veitingahússins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar vátryggingamála. Konan var á leið inn á veitingastað- inn í strekkingsvindi. Hún hafði hald- ið við hurð við inngang staðarins fyrir dóttur sína og síðan ætlað sjálf inn. Á þeim tímapunkti kom sterk vindhviða sem feykti hurðinni upp og konunni um koll. Lærbrotnaði hún við fallið og hlaut áverka á höfði. Á hurðinni var pumpa en hún var ótengd. Nefndin taldi að umræddri pumpu hefði verið komið fyrir til að dyrnar myndu lokast á eftir þeim sem fór í gegnum þær. Ekkert kvæði á um það að slíkar pumpur þyrftu að vera á hurðum eða hvernig gengið skyldi frá þeim. Aðbúnaður húseignarinnar þótti í lagi og því ekki ástæða til að láta tryggingafélag veitingastaðarins bera ábyrgð á tjóni konunnar. – jóe Lærbrotnaði á veitingastað VIðsKIPTI Hagnaður sænsku fataversl- anakeðjunnar Hennes & Mauritz var um tíu prósentum hærri en greinendur bjuggust við á fyrsta ársfjórðungi. Sölu- tölur keðjunnar ollu hins vegar von- brigðum. H&M hefur átt erfitt upp- dráttar undanfarið. Hlutabréf keðjunnar hafa verið á niðurleið frá árinu 2015 og hafa fallið um átján prósent það sem af er árinu. Verslunum keðjunnar hefur fjölgað um tíu prósent á undanförnu ári, en eins og kunnugt er hyggst keðjan opna tvær verslanir hér á landi á árinu. – kij Hagnaður H&M hærri en reiknað var með 1 . j ú l í 2 0 1 7 l a u g a R D a g u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 B -F A 2 0 1 D 3 B -F 8 E 4 1 D 3 B -F 7 A 8 1 D 3 B -F 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.