Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 4
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta stígur til hliðar á meðan athugun á starfsum- hverfi Stíga- móta fer fram. Athugunin kemur í kjölfar yfirlýsingar níu fyrr- verandi starfskvenna Stígamóta vegna pistils Helgu Baldvins- dóttur Bjargardóttur en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Í yfirlýsingu kvennanna segjast þær trúa Helgu enda hafi þær allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Þær skoruðu á framkvæmdahóp samtakanna að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur tekur þátt í keppni á stór- móti í golfi, fyrst Íslendinga. Hún keppir á PGA- meistaramóti kvenna sem hófst á Olympia Fields í útjaðri Chicago-borgar í Banda- ríkjunum. Ólafía vann sér sjálf inn þátttökurétt á mótinu með stöðu sinni á stigalista LPGA- mótaraðarinnar. Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri Fjarðabyggðar sagði lúpínu ekki eiga heima í okkar vistkerfi. Í Fjarðabyggð er óskað eftir þátt- töku almennra borgara í átaki gegn lúpínu sem farið verður í annað sumarið í röð. Anna sagði kenn- inguna um að lúpínan hopaði eftir að hafa grætt upp næringar- snauð svæði misskilning. Þrjár í fréttum Stígamót, stórmót og lúpína Tölur vikunnar 25.06.2017 – 01.07.2017 570 milljónir króna greiddi skatta- kóngur ársins, Gísli J. Frið- jónsson, í opinber gjöld í fyrra. Gjöldin má rekja til sölu á Hóp- bílum og Hagvögnum. 100 börn slasast árlega á Íslandi við fall úr innkaupakerrum. 2,3 milljarða króna hagnaði, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, gerir Arnarlax ráð fyrir á þessu ári. 30.275 voru er- lendir ríkisborgarar á Íslandi hinn 1. janúar 2017. 439 sóttu um íslenskunám fyrir út- lendinga í Háskóla Íslands fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði. 6 milljarðar eða þar um bil er kaupverðið á Keahótelum sem reka átta hótel víðs vegar á landinu. sTjórnsýsla „Fyrir flugrekandann er þessi lokaskýrsla um slysið mikill hvítþvottur,“ segir Mikael Tryggva- son, bróðir sjúkraflutningamanns sem lést er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri 5. ágúst 2013. Mýflugsvélin brotlenti á akst- ursbraut Bílaklúbbs Akureyrar er flugstjórinn hugðist taka dýfu yfir brautina þar sem fram fór spyrnu- keppni. Nú í júní skilaði rann- sóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um málið, tæpum fjórum árum eftir slysið sem kostaði Pétur Tryggvason sjúkraflutningamann, bróður Mika- els, lífið. Flugstjórinn lést einnig en aðstoðarflugmaður lifði af. „Það er alveg af og frá og ég er langt frá því að vera sáttur,“ segir Mikael um það hvort skýrslan um Mýflugsslysið varpi nægilega skýru ljósi á aðdraganda og orsakir slyss- ins. Í apríl í vor kom út skýrsla banda- rísku flugslysanefndarinnar, NTSB, um flugvél í útsýnisflugi sem fórst með níu manns fyrir tveimur árum. Mikael segir muninn á bandarísku skýrslunni og þeirri íslensku vera sláandi. Bandaríska skýrslan sem Mikael vitnar til fjallar ítarlega um þá starfshætti sem tíðkuðust hjá flug- félaginu sem rak vélina sem fórst. Áhættusækni innan fyrirtækisins var sögð hafa verið orsök þess hvernig fór. Haft er eftir settum for- manni bandarísku flugslysanefndar- innar, Robert Sumwalt, í fjölmiðl- inum Alaska Dispatch News að menn geri ekki mistök í tómarúmi, oft sé um að ræða atriði sem tengist skipulaginu. „Þeir eru hluti af kerfi – og það er of auðvelt að segja bara að flug- maðurinn hafi klúðrað hlutunum,“ segir Robert Sumwalt. „Ef maður skoðar þessa banda- rísku skýrslu til samanburðar og hefur í huga þá vitneskju sem til er um hvernig sumir hjá Mýflugi virðast hafa hagað sér á þessari sjúkraflugvél og þær aðfinnslur sem gerðar voru, meðal annars af lækninum sem þjónaði sjúkrafluginu, þá er afar ein- kennilegt að ekkert sé um slík atriði fjallað í skýrslunni,“ segir Mikael. Mikael segir að í íslensku skýrsl- unni sé ekkert tekið á þeim fyrirtæk- iskúltur sem verið hafi hjá Mýflugi og falið í sér að menn komust upp með ýmiss konar glæfraflug. Þar er sagt að einstaka flugmenn hafi talið frávik frá vinnureglum í lagi en að stjórn- endur fyrirtækisins hafi ekki liðið slíkt. Það segir Mikael ekki rétt. Þá hafi Mýflug komið fram breyt- ingum á drögum skýrslunnar þann- ig að í lokaútgáfunni sé fullyrt að þremur mánuðum fyrir slysið hafi á námskeiði hjá fyrirtækinu verið undirstrikað að frávik frá starfs- reglum væru ekki ásættanleg. „Ég vil taka fram að innan Mýflugs eru gríðarlega góðir og færir einstakl- ingar,“ segir Mikael sem af skýrslunni segir helst mega ráða að lágflugið yfir akstursbrautinni þann dag sem slysið varð hafi verið einstakt tilvik þótt mörg dæmi um annað liggi fyrir. „Flugmenn sem ég talaði við löngu fyrir þetta slys áttu þann draum að komast til Mýflugs af því að það var svo mikið frjálsræði þar,“ segir Mikael. „Miðað við þessa banda- rísku skýrslu spyr maður sig hvort rannsóknarnefndin hér hafi getu og þekkingu til að taka á svona málum. Okkur kemur við hvað varð til þess að þetta óhapp varð, til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur.“ gar@frettabladid.is Telur rannsókn flugslyssins mikinn hvítþvott á Mýflugi Bróðir sjúkraflutningamanns sem lést í flugslysi við Akureyri sumarið 2013 dregur í efa getu rannsóknar- nefndar flugslysa til að skila fullnægjandi niðurstöðum í slíkum málum. Algerlega vanti að varpa ljósi á starfsumgjörð flugrekandans. Hann segir menn hafa komist upp með ýmiss konar glæfraflug hjá Mýflugi. Mikael Tryggvason er bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst er hann var á heimleið með sjúkraflugvélinni TF-MYX. Það er of auðvelt að segja bara að flugmaðurinn hafi klúðrað hlutunum. Robert Sumwalt, formaður Banda- rísku flugslysanefndarinnar NTSB Okkur kemur við hvað varð til þess að þetta óhapp varð til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur. Mikael Tryggvason TENERIFE Stökktu til Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu.Stökktu Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. Frá kr. 89.995 m/allt innifalið 12. júlí í 7 nætur Frá kr. 99.995 m/allt innifalið 13. júlí í 11 nætur saMkEPPni Fyrirhugaðri niður- fellingu viðbótarafsláttar Íslands- pósts til söfnunaraðila hefur verið frestað. Þetta var gert með bráða- birgðaákvörðun Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS). Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda (FA) fagnar ákvörðuninni. Söfnunaraðilar eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn en þau sjá um að safna pósti frá stór- notendum, sortera hann og miðla áfram til Íslandspósts. Síðastnefnda fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum. Íslandspóstur tilkynnti aðilum ákvörðun sína 7. apríl síðastliðinn og átti afslátturinn að falla niður frá og með 1. september. Niðurstaða PFS er í samræmi við fyrri ákvarðanir stofnunarinnar um að söfnunaraðilar ættu að njóta viðbótarafsláttar frá gjaldskrá Íslandspósts. „Við fögnum ákvörðuninni en þetta er eiginlega yfirgengileg ósvífni af hálfu Póstsins. Blekið var varla þurrt á sátt Íslandspósts við Sam- keppniseftirlitið, sem átti að stuðla að skárri samkeppnisháttum fyrir- tækisins, þegar það ákvað að afnema viðbótarafsláttinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Það hlýtur að vera hlutverk stjórn- ar Íslandspósts, sem fjármálaráðherra skipar, og eftir atvikum þeirrar eftir- litsnefndar sem Samkeppniseftirlitið hefur sett til að hafa eftirlit með því að sáttin sé haldin, að tryggja að stjórn- endur fyrirtækisins haldi sig innan ramma laga og reglna og starfi í sátt við umhverfi sitt. Þetta mál sýnir að sáttin virðist litlu hafa breytt um framgöngu þeirra gagnvart keppi- nautum.“ – jóe Pósturinn fær ekki að fella niður afslátt Íslandspóstur hefur einkarétt á að bera út bréf undir 50 g. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 . j ú l í 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -0 D E 0 1 D 3 C -0 C A 4 1 D 3 C -0 B 6 8 1 D 3 C -0 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.