Fréttablaðið - 01.07.2017, Side 10

Fréttablaðið - 01.07.2017, Side 10
Lýðræðislegi sambands-flokkurinn (DUP) á Norð-ur-Írlandi samþykkti í vikunni að styðja minni-hlutastjórn Íhaldsflokks-ins á Bretlandi undir for- sæti Theresu May. Flokkurinn á tíu þingsæti og er fimmti fjölmennasti þingflokkur Bretlands. Þurfti May að leita til hans eftir að Íhaldsflokkur- inn tapaði meirihluta sínum í þing- kosningum nýverið. Eftir kosningar tóku við nokkurra vikna samningaviðræður og varð niðurstaðan að mynda ekki sam- steypustjórn. Þess í stað var ákveðið að verja milljarði punda í uppbygg- ingu á Norður-Írlandi gegn því að DUP styddi ríkisstjórnina í mikil- vægum atkvæðagreiðslum. Í samningnum segir að DUP styðji ríkisstjórnina þegar atkvæði eru greidd meðal annars um vantraust, fjárlög og útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu. Þá kveður samn- ingurinn á um að Íhaldsflokkurinn hætti við áform sín um að draga úr afslætti eldri borgara af húshitun svo fátt eitt sé nefnt. Samstarf stærsta flokks Bretlands við stærsta flokk Norður-Írlands hefur hins vegar vakið mikla reiði stjórnarandstæðinga. Er vísað til þess að afstaða flokksins í hinum ýmsu málum sé afar íhaldssöm og íhalds- samari en Bretar séu vanir. Vildu bjarga Ulster frá samkynhneigð Árið 1977 lagði flokkurinn af stað í herferð undir forystu formannsins þáverandi, Ians Paisley. Nefndist her- ferðin „Save Ulster from Sodomy“, sem myndi ef til vill útleggjast sem „Björgum Ulster frá kynvillu“ á góðri íslensku. Meginmarkmið herferðar- innar var að koma í veg fyrir að sam- kynhneigð yrði gerð lögleg. Árin á undan hafði sú þróun orðið á Bretlandi að heimila samkyn- hneigð. Til að mynda var slíkt gert á Englandi og í Wales árið 1967. Herferðin grundvallaðist á þeirri trú Paisleys að í Biblíunni stæði að samkynhneigð væri synd. Slíkt ætti ekki að leyfa í ríki er byggði lög sín á kristnum gildum. Eitt slagorð her- ferðarinnar var til að mynda „Breyt- ingar á þessum lögum munu kalla bölvun Guðs yfir Norður-Íra“. Flokkurinn náði hins vegar ekki að koma í veg fyrir afglæpavæðinguna en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 1981 að Bretar brytu mannréttindalög með því að neita að afglæpavæða samkynhneigð. Varð samkynhneigð því lögleg á Norður-Írlandi árið 1982. DUP er þó enn andvígur sam- kynhneigð. Ian Paisley yngri hefur kallað samkynhneigð „ósiðlega, mis- bjóðandi og ógeðslega“. Þá hefur Jim Wells, sem var heilbrigðisráðherra flokksins árið 2015, sagt að áróður samkynhneigðra sé linnulaus og aldrei verði hægt að gera þeim til geðs. Wells hefur jafnframt sagt að börn samkynja foreldra séu líklegri til að vera beitt ofbeldi. Andvíg samkynja hjónaböndum Flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn samkynja hjónaböndum. Árið 2004 lagðist flokkurinn til að mynda harkalega gegn frumvarpi um stað- festa sambúð. Þegar það frumvarp var samþykkt kom hins vegar ekki til greina að samþykkja samkynja hjónabönd og hefur flokkurinn bar- ist gegn þeim af festu. „Þeir hafa engin áhrif á mig með því að hóta mér. Þeir herða mig bara í afstöðu minni. Mér er alveg sama um hvað fólk gerir en það skiptir mig máli þegar fólk reynir að endur- skilgreina hjónabandið,“ sagði for- maðurinn Arlene Foster í viðtali árið 2016. Samkynja hjónabönd eru ekki lögleg á Norður-Írlandi og má rekja ástæðuna fyrir því til afstöðu DUP og kjósenda flokksins en samkynja hjónabönd eru lögleg alls staðar annars staðar á Bretlandi. Könnun Ipsos Mori frá því 2015 sýndi fram á 68 prósenta stuðning við samkynja hjónabönd og hefur þingið margsinnis reynt að lögleiða þau en DUP alltaf staðið í vegi fyrir því. Ekkert meðgöngurof á Norður-Írlandi Arlene Foster hét því í fyrra að bresk lög um meðgöngurof frá árinu 1967 yrðu aldrei innleidd á Norður- Írlandi. „Ég myndi ekki vilja að með- göngurof yrði jafnaðgengilegt hér og á Englandi,“ sagði Foster. Hún sagði þá að hún þyrfti þó að íhuga vand- lega hvort meðgöngurof væri leyfi- legt eftir nauðgun. The Guardian greindi frá því í fyrra að vegna laga um meðgöngu rof á Norður-Írlandi óttuðust heilbrigðis- starfsmenn að vera fangelsaðir fyrir að gefa sjúklingum ráðleggingar er vörðuðu meðgöngurof. „Það er mik- ill ótti í okkar röðum. Fólk er hrætt um að eitthvert okkar verði dæmt til fangelsisvistar,“ sagði Carolyn Bailie, formaður félags kvensjúk- dómalækna á Norður-Írlandi, við The Guardian. Samkvæmt gildandi lögum á Norður-Írlandi er meðgöngurof einungis leyfilegt ef það þykir nauð- synlegt vegna heilsu konunnar. Efast um loftslagsbreytingar Við lestur á kosningastefnuskrá DUP frá því í sumar fann Frétta- blaðið ekkert um stefnu flokksins í loftslagsmálum. Sé hins vegar litið til nýlegrar sögu flokksins má sjá að miklar efasemdaraddir heyrast úr flokknum um hvort loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum séu raunveru- legt vandamál. Sammy Wilson er þingmaður flokksins og var umhverfisráðherra Norður-Írlands frá 2008 til 2009. Wilson hefur haldið því fram að hugmyndin um loftslagsbreytingar af mannavöldum sé „mýta sem bygg- ist á lélegum rannsóknum“ og „hys- terísk gervitrú“. Í ráðherratíð sinni sagði Wilson að hann myndi ekki trúa því í blindni að nauðsynlegt væri að gjörbreyta hagkerfi Norður-Írlands til að reyna að stöðva loftslagsbreytingar. „Verja ætti fjármunum í að laga okkur að loftslagsbreytingum,“ sagði ráð- herrann og hélt því fram að loftslags- breytingar væru náttúrulegar, ekki af mannavöldum. Þeir einu sem vildu Brexit DUP var eini flokkurinn á norður- írska þinginu sem studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Því er vel við hæfi að flokkurinn styðji ríkisstjórn May í því markmiði. Þó vill flokkurinn ekki svokallað „hart Brexit“ enda vill hann forðast stranga landamæragæslu á landa- mærunum við Írland. „Enginn vill hart Brexit, það sem við viljum er raunhæf áætlun til að ganga út úr Evrópusambandinu. Um það sner- ist atkvæðagreiðslan,“ sagði Arlene Foster nýverið. Sköpunarkenningin vinsæl Líkindi skoðana flokksmanna DUP við stjórnmálaskoðanir bandaríska biblíubeltisins einskorðast ekki við skoðanir á samkynhneigð og lofts- lagsbreytingum. Thomas Buchanan, þingmaður flokksins, lýsti til að mynda stuðn- ingi sínum í fyrra við herferð sem miðaði að því að sköpunarkenn- ingin yrði kennd í skólum til þess að stemma stigu við framgangi þróun- arkenningarinnar. Þá hefur annar þingmaður, Edwin Poots, lýst þeirri skoðun sinni að jörðin hafi verið sköpuð fyrir 4.000 árum en ekki þeim 4.543 milljörðum ára sem vísindamenn telja allflestir að sé raunin. „Ertu að segja mér að kúlur af geimryki hafi safnast saman og sprungið? Það hefur margt sprungið á Norður-Írlandi og ekkert gott kom út úr því svo ég viti,“ sagði Poots við Radio Times. Skrautleg fortíð og umdeild stefna DUP Lýðræðislegi sambandsflokkurinn styður minnihlutastjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi. Flokkurinn á tíu þingsæti. Norður-Írar fá milljarð punda fyrir stuðn- inginn. Saga flokksins og stefna er skrautleg og auðkennist af mikilli íhaldssemi. Arlene Foster og Theresa May standa andspænis hvor annarri við undirritun samkomulagsins. NordicphoToS/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Ég myndi ekki vilja að meðgöngurof yrði jafnaðgengilegt hér og á Englandi. Arlene Foster, formaður DUP Kynntu þér málið á 365.is Glæsilegasta tískutímarit landsins GLAMOUR fylgir með Stóra- og Risapakkanum Íslenska 1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R10 f R é t t i R ∙ f R é t t A B l A ð i ð 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -4 9 2 0 1 D 3 C -4 7 E 4 1 D 3 C -4 6 A 8 1 D 3 C -4 5 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.