Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 14

Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 14
Helgin Laugardagur: 17.00 Quicken Loans Golfstöðin 19.00 PGA meist. kvenna Golfst. Sunnudagur: 15.00 Breiðablik - Þór/KA Sport 17.00 Quicken Loans Golfstöðin 19.00 PGA meist. kvenna Golfst. 19.00 Stjarnan - KR Sport conor vill til rússlands Írski Íslandsvinurinn og MMa- ofurstjarnan conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í las vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. dana White, forseti UFc, segir frá því í viðtali við MMa Junkie að conor vill næst mæta Khabib nurmagomedov í bardaga um létt- vigtarbeltið í UFc og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli rússans. Khabib nurmagomedov og tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mán- uðum. Það að tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFc bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt. „Khabib og tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman. Þú veist hvað conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í rússlandi. Er hann æðis- legur eða hvað? conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefa- leikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í rússlandi,“ segir dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í rússlandi. zidanE sEldi soninn Enzo zidane, sonur zinedine zidane, knattspyrnustjóra real Madrid, hefur verið seldur til alavés. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Enzo, sem er elsti sonur zidanes, er uppalinn hjá real Madrid. Hann lék alls 78 leiki fyrir castilla, varalið real Madrid, og skoraði sjö mörk og gaf 15 stoðsendingar. Enzo, sem er 22 ára, lék einn leik fyrir aðallið real Madrid og skor- aði í honum; 6-1 sigri á c-deildar- liði cultural leonesa í spænska konungsbikarnum. alavés átti flott tímabil í vetur. liðið lenti í 9. sæti spænsku úrvals- deildarinnar og komst í úrslit spænska konungsbikarsins. Fótbolti sverrir ingi ingason staldr- aði stutt við á spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. sverrir ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Gra- nada sem féll úr spænsku úrvals- deildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði sverrir ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í austurríki þar sem rostov er nú í æfingaferð. „rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur. Vilja aftur í Evrópukeppni rostov hafnaði í sjötta sæti rúss- nesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir ára- mót og Evrópudeild UEFa eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evr- ópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem rostov endaði í sjötta sæti. liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. sverrir ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“ Fá nýjan leikvang sverrir ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til austurríkis til að ganga frá samn- ingum. Hann eyðir helginni með fjöl- skyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. d e i l d a r - keppnin í rúss- landi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistara- keppnin fer fram þar í landi næsta sumar. sverrir ingi telur að þetta sé góður tímapunkt- ur til að fara til rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félag- ið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ rostov-on-don verður ein af HM- borgum rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“ Meðmæli frá Ragnari ragnar sigurðsson og sölvi Geir ottesen léku báðir í rússlandi á sínum tíma – ragnar með Kras- nodar sem er aðeins 200 km frá rostov-on-dan. „Ég talaði lengi við ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ samningur sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með viking í noregi og lokeren í Belgíu auk Gra- nada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótbolt- anum en ég er opinn fyrir því að vera í rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“ eirikur@frettabladid.is Gott að fara til Rússlands núna Sverrir Ingi Ingason verður þriðji íslenski leikmaðurinn sem spilar í rússnesku úrvalsdeildinni en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Rostov. Blikinn fyrrverandi vildi komast í sterkari deild. Sverrir Ingi í leik með Granada. FRéttABLAðIð/GEtty Þýskaland Evrópumeistari hjá U21 árs liðum eftir sigur á Spáni Framtíðin er björt Þýskaland vann 1-0 sigur á Spáni í úrslitaleik EM U21 árs liða sem fram fór í Póllandi í gærkvöld. Það var Mitchell Weiser, leik- maður Herthu frá Berlín, sem skoraði eina mark leiksins með skalla þegar fimm mínútur voru til leikhlés. Þjóðverjar fögnuðu vel. FRéttABLAðIð/AFP Þór - HK 3-0 1-0 Aron Lárusson (37.), 2-0 Loftur Eiríksson (73.), 3-0 Jóhann Hannesson (77.). Selfoss - Fram 1-1 1-0 Alfi Lacalle (12.), 1-1 Orri Gunnarsson (58.). Inkasso-deildin Nýjast Það skipti mig miklu málu hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Sverrir Ingi Ingason 1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -3 0 7 0 1 D 3 C -2 F 3 4 1 D 3 C -2 D F 8 1 D 3 C -2 C B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.