Fréttablaðið - 01.07.2017, Page 26
Þurrkað grísalæri „jamón“ með melónu, geitaosti og truffluolíu. MYND/ IVAR VIVÅS
Brakandi ferskt
jarðarberjasalat,
borið fram með
súrdeigsbrauði
og viðbiti. MYND/
IVAR VIVÅS
Virðing fyrir
sögu húss og
verslunar Egils
Jacobsen er í
hávegum höfð
á Loftinu, þar
sem strangar
og tvinnakefli
liggja í hillum og
hálfsaumuð föt
á herðatrjám.
MYND/ERNIR
Inga á Nasa á Loftinu. MYND/BRYNJAR SNÆR
Framhald af forsíðu ➛
Örvar er frægur fyrir gott bragð. Það er gott bragð af öllum mat sem hann eldar. „Já, góða
bragðið er minn skjöldur og sverð, en
einnig að vera heimilislegur og frjáls
við eldamennskuna.“
Jacobsen Loftið er að leggja á
borð í fyrsta sinn; diska, hnífa og
gaffla. Á matseðlinum er samsuða af
skandinavísku smurbrauði og suður-
evrópsku tapas, en líka allt þar á
milli, eins og fersk salöt og girnilegir
eftirréttir.
„Þessi samsuða býður upp á
óendanlega möguleika,“ segir Örvar
og það er unaðsleg angan
í loftinu á Loftinu.
„Við tapas-gerðina
leikum við af
fingrum fram,
eins og tapas
með gljáðum
geitaosti, cho-
rizo-pylsu,
ristuðum
furuhnetum
og gulrótar-
mauki. Síðan
smyrjum við
fjölkorna brauð
með reyktum laxi
eða bakaðri kindakæfu
með stökku fleski og smá-
lauk, og berum fram þurrkað grísa-
læri með melónu og geitaosti. Meðal
ómótstæðilegra eftirrétta er skyr
brûlée með múslí og ávöxtum, borið
fram í krukku, og súkkulaðibolla-
kaka, sem engin kona fær staðist,
borin fram í bolla,“ nefnir Örvar sem
dæmi af matseðli Loftsins.
Víst er að margir fá vatn í munninn
þegar Örvar skammtar á diskana
enda vanur að gleðja íslenska og
útlenda munna. „Mataráhuginn
kviknaði þegar ég var níu ára og
tók fyrst til hendinni í eldhúsinu
hjá pabba sem var hótelstjóri úti á
landi. Ég kann því vel að taka á móti
matargestum af öllum þjóðernum og
hlakka til að kæta bragðlauka gesta
hér á Loftinu.“
Jacobsen Loftið er í samstarfi við
Bakarí Sandholt, Esju kjötvinnslu og
Garðyrkjustöðina Ösp með brakandi
ferskt og íslenskt hráefni til matar-
gerðarinnar.
„Við leggjum áherslu á ferskt
gæðahráefni til matargerðar og
höfum lagt vinnu í að para saman
kokteila og bjór með hverjum rétti,
sem lofar spennandi bragðupp-
lifun,“ segir Örvar og bendir á að ekki
þurfi að panta borð á Loftinu. „Bara
að mæta! Maginn verður sæll og
stemningin villt!“
Inga á Nasa á Loftinu
Við barinn stendur nýr skemmtana-
stjóri og einn rekstraraðila Jacobsen
Loftsins, sjálf Inga á Nasa, og nú Inga
á Loftinu. Inga sér um næturhlið
Loftsins og byrjaði á að lækka aldurs-
takmarkið niður í 22 ár til að fá yngra
fólk í húsið. Það liggur líka nýr
taktur í loftinu. Í kvöld
fær DJ Styrmir gesti
Loftsins til að hrista
skankana á dans-
gólfinu, og í sumar
bíða DJ Dóra Júlía,
Símon og fleiri eftir að
komast að með plötusafnið.
„Loftið hefur notið vinsælda
sem lounge-kokteilstaður með
opnun síðdegis en nú galopnum við
dyrnar klukkan ellefu á morgnana
og framreiðum hádegismat alla virka
daga. Seinnipartinn verður enn hægt
að detta inn í Happy hour, fá sér svo
dýrindis kvöldverð hjá Örvari og
enda kvöldið í trylltum dansi með
mér,“ segir Inga sem veit ekkert
skemmtilegra en að skemmta fólki.
Hún hefur reynsluna eftir að hafa
stofnað og rekið Nasa, einn vin-
sælasta skemmtistað lýðveldisins,
þar til honum var lokað eftir tólf ára
stanslaust stuð.
„Á Nasa stóð ég allar vaktir sjálf og
fékk aldrei leiða á því. Um leið og ég
steig inn í næturlífið á Loftinu fann
ég aftur hvað mér finnst gaman. Ég
hef yndi af því að skemmta fólki og
Íslendingar eru með skemmtilegasta
fólki þegar þeir lyfta sér upp. Hér fer
fólk út til að hafa gaman og það hefur
líka gaman,“ segir Inga sem er einnig
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is,
s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage,
johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is,
s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
umboðsmaður Páls Óskars og þekkt
fyrir gleði og höfðinglegar móttökur.
„Ef röðin var löng á Nasa fór ég út
með bakka af skotum á línuna og sé
ekki fyrir mér að ég muni láta af því
hér. Það eru enda forréttindi að fá að
verða samferða landsmönnum um
þessa gleðivegu mannlífsins, og alltaf
gaman.“
Til miðnættis er Jacobsen Loftið nú
orðið að mat- og kokteilastað en þá
tekur við aðeins villtari stemning og
meira stuð, að sögn Ingu, enda trekki
dansgólfið alltaf að.
„Andrúmsloftið er heimsborgara-
legt og hingað koma íslenskir gestir í
bland við aðra frá öllum heimshorn-
um í kokteil, mat og snúning. Aldurs-
hópurinn er breiður og allir njóta
lífsgleðinnar saman. Umgjörðin er
líka heillandi, í einu fegursta húsi
Reykjavíkur, og unun að horfa á
mannlíf Austurstrætis innan um sögu
hússins sem er gert hátt undir höfði á
Loftinu.“
Loftið er í Austurstræti 9. Opið frá
klukkan 11 til 22 virka daga og frá
klukkan 16 um helgar.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú L Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-2
B
8
0
1
D
3
C
-2
A
4
4
1
D
3
C
-2
9
0
8
1
D
3
C
-2
7
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K