Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 42
12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 . j ú l í 2 0 1 7 LAUGARDAGUR
Guesthouse
Want to hire people for part-time work in
cleaning and general work at a guesthouse.
Applications can be send to staff@nordurey.is
Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til
starfa á Mælifræðisviði stofnunarinnar. Um er að ræða faglega
krefjandi starf þar sem m.a. reynir á tæknikunnáttu er varðar
kvarðanir mælitækja, gerð kvörðunarvottorða og rekjanleika. Um
er að ræða margvísleg áhugaverð verkefni er varða mælifræði,
s.s. kvarðanir á prófunarstofu Neytendastofu og á vettvangi hjá
innlendum fyrirtækjum og eftirlit með notkun mælitækja hér á
landi. Um framtíðarstarf er að ræða og starfshlutfall er 100%.
Helstu verkefni eru:
• Kvörðun, viðhald og umsjón mæligrunna Neytendastofu.
• Umsjón og viðhald tækjaskrár kvörðunarþjónustu
Neytendastofu.
• Móttaka mælitækja viðskiptavina, kvarðanir tækjanna og
frágangur.
• Þátttaka í mótun og viðhaldi á gæðastjórnunarkerfi
fyrir kvarðanir.
• Þátttaka í samstarfi um þróun reglna sem gilda um mælifræði
og mælifræðilegt eftirlit.
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólapróf á sviði tækni- eða raungreina, s.s tæknifræði,
verkfræði, eðlisfræði, eða sambærilegum greinum.
• Góð íslensku- og enskukunnátta er krafa og færni í einu
Norðurlandamáli æskileg.
• Almenn þekking og reynsla á meðferð og prófun mælitækja
æskileg.
• Frumkvæði og nákvæmni.
• Skipulags- og samskiptahæfni.
• Viðsýni, jákvæðni, leiðtogahæfni og lipurð í mannlegum
samskiptum.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum Fjármálaráðu-
neytisins við viðkomandi stéttarfélag. Vakin er athygli á
ákvæðum laga nr 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla.
Umsóknir skal fylla út á heimasíðu Neytendastofu
www.neytendastofa.is eða www.starfatorg.is
Umsóknarfrestur er til og með föstudags 7. júlí 2017. Umsóknir
geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur Árnason,
sviðsstjóri Mælifræðisviðs, Benedikt G. Waage, sérfræðingur
í kvörðunum og Tryggvi Axelsson, forstjóri í s. 510 1100.
Netföng eru á heimasíðu Neytendastofu.
Mælifræðisvið Neytendastofu fylgist með að mælingar hér á
landi uppfylli alþjóðakröfur og að alþjóðlega mælieiningakerfið
SI sé notað á Íslandi. Mælifræðisvið annast eftirlit með lögum
um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglum settum
samkvæmt þeim; varðveitir landsmæligrunna og kvarðar
mælitæki.
Tæknilegur
sérfræðingur á
Neytendastofu
Neytendastofa
Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími: 510 1100 • Bréfasími: 510 1101
postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á rekstri heilsugæslustöðvar
gagnvart framkvæmdastjórn
Skipuleggur heilsugæsluþjónustu
í umdæmi stöðvar
Þróar nýjungar og vinnur að breytingum
í starfsemi
Mótar, innleiðir og endurskoðar verkferla
Byggir upp og styður við teymisvinnu og
þverfaglegt samstarf
Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
Stuðlar að gæðaþróun og árangursmati
í starfi stöðvar
Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur,
þjónustu og áherslur í starfsemi stöðvar
Er faglegur yfirmaður á sínu sviði
Sinnir klínísku starfi eins og aðstæður leyfa
Hæfnikröfur
Heimilislæknir
Reynsla af starfi í heilsugæslu
Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar
Reynsla af þróunarstarfi og breytingastjórnun æskileg
Nám í stjórnun æskilegt
Hæfni í mannlegum samskiptum
Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri
í starfi
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
Aðrir eiginleikar
Vilji til að veita framúrskarandi þjónustu og efla heilbrigði íbúa svæðisins
Áhugi og hæfni til að leiða þverfaglegt starf
heilsugæslunnar
Áhugi og hæfni til að nýta aðferðafræði
straumlínustjórnunar
Vilji til að skapa gott starfsumhverfi
Nánari upplýsingar
Starfshlutfall er 100% og verður ráðið í starfið til 3 ára frá og með 1. september 2017 eða eftir
nánara samkomulagi.
Upplýsingar veitir:
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri, s. 585-1300,
svanhvit.jakobsdottir@heilsugaeslan.is
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðis-
þjónustunni þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt og
þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar
eftir því sem þörf er á.
Flóknari vandamál, þörf fyrir fjölbreyttari úrræði og skortur
á sérhæfðu starfsfólki kallar á nýja nálgun í starfsemi
heilsugæslustöðva.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert breytingu á
skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því
að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að
bæta vinnuumhverfi starfsmanna.
Til að gera þjónustuna markvissari er lagt upp með
teymisvinnu sem grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt
innleiðingu aðferða straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi
heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvum að taka á
flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum.
Í breyttu skipulagi fær starfsfólk aukið sjálfstæði til að
móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir
þörfum íbúa og uppfyllir um leið kröfur um árangur
samkvæmt mælingum og mati.
Svæðisstjóri og fagstjóri lækninga
Heilsugæslunni Grafarvogi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar
Grafarvogi. Svæðisstjóri mun jafnframt gegna samhliða starfi fagstjóra lækninga samkvæmt nýju skipulagi.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og
samskiptahæfileika.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2017.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um
menntun, fyrri störf og reynslu.
Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Svövu K. Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum við umsækjendur og á innsendum
gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningar. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus
störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is).
Ef þú ert með rétta starfið
— erum við með réttu
manneskjuna
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
Aðstoð á tannlæknastofu
Aðstoð óskast á sérhæfða tannlæknastofu
á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 60% starf.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst.
Umsóknir sendist á box@frett.is merkt „tannlæknastofa“
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
3
C
-0
4
0
0
1
D
3
C
-0
2
C
4
1
D
3
C
-0
1
8
8
1
D
3
C
-0
0
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K