Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 45
ATVINNUAUGLÝSINGAR 15 L AU G A R DAG U R 1 . j ú l í 2 0 1 7
NÆTURVAKTIR Í
NETTÓ GRANDA
Umsóknir sendist á grandi@netto.is
Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Ari Páll Samúelsson, verslunarstjóri
á staðnum eða í síma: 773 - 3007
Nettó Granda leitar að öflugum starfskröftum:
• Starfsmönnum á næturvaktir 23:00 - 08:00
• Unnið þriðjudag til þriðjudags aðra hvora viku
• Aðeins 18 ára og eldri koma til greina
Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum
samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð,
skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna.
Staða leikskólastjóra við leikskólann Borg
Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Borg.
Borg er sex deilda leikskóli sem rekinn er á tveimur starfsstöðum, við Maríubakka og Fálkabakka í Breiðholti. Leiðarljós í
starfi leikskólans eru jákvæð samskipti og gleði. Unnið er eftir hugmyndafræði PBS um stuðning við jákvæða hegðun. Borg er
Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt, heilbrigði og hollt mataræði. Leikskólinn fékk hvatningarverðlaun skóla- og
frístundaráðs 2016 fyrir verkefnið Sumarskóli elstu barna í Bakkahverfi ásamt Bakkaborg og Breiðholtsskóla og er þátttakandi í
verkefninu Læsi allra mál, sem er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla í Breiðholti.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtoga hæfileikum og er tilbúinn til að byggja upp öflugt og metnaðarfullt leikskólastarf í
Borg.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár
og stefnu Reykjavíkurborgar.
• Hafa yfirumsjón með daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskóla-
stigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn
umsækjanda á starf í leikskólanum.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 2017 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2017.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda
leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111.
Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu,
getu og reynslu starfsmanna.
Hver einstök ráðning er mikilvæg
fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis
og viðkomandi einstaklings að vel
takist til.
Hafðu samband við okkur og sjáðu
hvað við getum gert fyrir þig.
RÁÐNINGAR
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-2
6
9
0
1
D
3
C
-2
5
5
4
1
D
3
C
-2
4
1
8
1
D
3
C
-2
2
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K