Fréttablaðið - 01.07.2017, Page 58

Fréttablaðið - 01.07.2017, Page 58
Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er 1919 Stofnendur Morgunblaðsins selja það nýstofnuðum félagsskap sem kallast Fjelag í Reykjavík. 1922 Fyrsta útvarpsauglýsingin er send út í Bandaríkjunum. 1926 Landhelgisgæsla Íslands er stofnuð. 1928 Líflátshegning er afnumin á Íslandi og hafði ekki verið beitt í næstum öld. 1931 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kemur til Reykjavíkur með póst og tekur hér fyrsta flugpóst til útlanda. 2000 Kristnihátíðin er sett á Þingvöllum. 2000 Eyrarsundsbrúin milli Danmerkur og Svíþjóðar er opnuð. Aviso Grille, snekkja Adolfs Hitlers, kom til Íslands 2. júlí árið 1937 og hafði hér viðdvöl í tvo daga en hélt þá til Noregs. Verið var að kanna sjófærni skipsins og voru engir far- þegar um borð en áhöfninni gafst tækifæri til að sjá Ísland og Noreg í sjónhendingu. Yfirmenn Aviso Grille fóru að Gullfossi og Geysi í boði íslensku ríkisstjórnarinnar og í heimsókn til Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra. Hann fékk einnig að skoða skipið en hvort hann fékk að líta hina bleikmáluðu setustofu Hitlers er ekki vitað. Snekkjan var 2.600 rúmlestir að stærð og í áhöfninni voru að jafnaði 240 manns. Hún var notuð af foringjanum við flotaæfingar, hersýningar og eftirlitsferðir. Þ etta g e r ð i st : 2 . j ú l í 1 9 3 7 Snekkja Adolfs Hitlers kom til Íslands Aviso Grille - snekkja Hitlers Merkisatburðir Þær svafa Þórhallsdóttir sópransöngkona, ella Vala Ármannsdóttir horn-leikari og sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleik-ari flytja íslensk sönglög í bland við hátíðlega tóna fyrir horn og orgel í akureyrarkirkju á morgun klukkan 17, sunnudaginn 2. júlí. Þar með hefja þær dagskrá sumartónleika í akureyrarkirkju sem eru fastur punkt- ur í menningarstarfi Norðurlands og fagna nú 30 ára starfsafmæli. „Hér verða tónleikar alla sunnu- daga í júlímánuði og dagskráin sem fyrr fjölbreytt og glæsileg,“ segir lára sóley jóhannsdóttir fiðluleikari sem nú sér um framkvæmd sumartónleika í akureyrarkirkju í fyrsta sinn. „Þegar ég tók við skipulagningunni síðasta haust hafði fjöldi umsókna þegar borist. Ásóknin er mikil og sumir tón- leikarnir eru bókaðir um ár fram í tím- ann,“ lýsir hún. „Við leitumst við að hafa efnisvalið sem fjölbreyttast og að orgel kirkjunnar, það dásamlega hljóð- færi, fái notið sín. líka að þar komi fram bæði reynslumiklir listamenn og reynsluminni, þá á ég við hljóðfæra- leikara sem eru að hefja feril sinn.“ lára segir tónleikaröðina hafa í gegn- um árin verið vel sótta, bæði af heima- mönnum og innlendum og erlendum gestum. „Ég held að það skipti máli að aðgangur er ókeypis svo allir eiga þess kost að njóta stundarinnar. tónleika- gestir eru af öllum stærðum og þar sem hverjir tónleikar standa aðeins um klukkustund henta þeir vel fyrir yngri hlustendur. Þetta er eina klassíska tónleikaröðin með tónleikum í fullri lengd sem skipulögð er á akureyri. Hún skiptir því heilmiklu máli fyrir listalífið á staðnum.“ gun@frettabladid.is Að orgelið fái notið sín Í þrjátíu ár hafa Sumartónleikar í Akureyrarkirkju átt sinn sess í menningarlífinu norðan heiða. Á morgun er komið að fyrstu tónleikum þessa árs í tónleikaröðinni. Svafa Þórhallsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefja leikinn þetta árið. Mynd/LÁrA SóLEy JóHAnnSdóttir Lára Sóley heldur í alla spotta. 1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R26 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B l A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 C -1 2 D 0 1 D 3 C -1 1 9 4 1 D 3 C -1 0 5 8 1 D 3 C -0 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.