Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 62

Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 62
Lestrarhestur vikunnar Ellen Júlíusdóttir Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Á bókasafninu skrifa þau nafn á áhuga- verðri bók sem þau hafa lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og síma- númeri. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Leikurinn Konráð á ferð og flugi og félagar Á grasflöt sem þau félag- arnir gengu fram á voru víða hvítar breiður af ein- hverjum litlum blómum. „Forvitnilegt væri að vita hvaða blóm þetta er,“ sagði Konráð. „Til hvers?“ spurði Kata. „Þarftu alltaf að vita hvað allt heitir, má þetta ekki bara vera þarna?“ Kata var ber- sýnilega ekki í sínu besta skapi í dag. „Ég er kannski bara svona fróðleiksfús,“ sagði Konráð. krakkar Getur þú hjálpað Konráði? Veist þú hvað þetta blóm heitir? Er þetta: A. HvítsmáriB. SmjörblómD. Vallhumall ? ? ? SVAR: A 256 Hvað er skemmtilegast við bækur? Að lesa þær, lesa sögur og skemmta sér með þær. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Held það hafi verið Binnu B. Bjarna bók. Hún var um Binnu og strák sem var alltaf að stríða henni. Hún var að reyna að segja honum að hætta en hann hætti ekki, svo henti hann boltanum hennar upp í tré. Hann sótti svo boltann upp í tré þegar hann áttaði sig á að hann var að gera rangt. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Ég held að það sé annaðhvort Láru- bækurnar eða Binnu B. Bjarna- bækurnar. Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Smá svona erfiðar bækur með smáu letri eins og er í fréttablöðunum. Í hvaða skóla gengur þú? Ég er í Langholtsskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, stundum. Hver eru þín helstu áhugamál? Gera bara allt í lífinu, vera með fjölskyldunni minni og vinum mínum. Drottningin og börnin hennar Einn þátttakandi er valinn til að vera drottningin (má líka vera kóngur) og stendur eða situr út af fyrir sig. Hinir eru á afmörkuðu svæði og taka sameiginlega ákvörðun um hvað þeir þykjast hafa gert þann daginn til að geta leikið það fyrir drottninguna. Að því búnu fara þeir á fund hennar og hún segir: „Hvað gerðuð þið í dag börnin góð?“ Þá byrja allir að leika með látbragði það sem ákveðið hafði verið og drottningin reynir að giska á hvað það er. Ef drottningin giskar á rétt hlaupa börnin af stað og reyna að komast inn á svæðið sem afmarkað var í byrjun. Þeir sem drottningin nær að klukka á leiðinni mega aðstoða við að ná hinum í næsta skipti en drottningin ein má giska. Sá sem síðast er klukkaður verður drottn- ing næst. Hinn 13 ára Elías Óli Hilmarsson leikur á móti Sigurði Skúlasyni í stuttmyndinni Fótspor sem fjallar um samband barnabarns við afa sinn og verður sýnd á barnamynda- hátíðinni Generator +10 sem er ein sú stærsta sinnar tegundar. Hvað kom til að þú tókst þátt í myndinni? Það var haft samband við mig og ég var beðinn um að koma í prufu. Það gekk vel og ég var beðinn um að leika hlutverkið. Hvað var skemmtilegast við það? Bara að kynnast þessu öllu og auð- vitað fannst mér gaman að leika. En hvað leiðinlegast? Þetta var allt svo nýtt og spennandi svo það var bara mjög gaman. Heldurðu að þú farir á Generator- hátíðina? Ég held ekki, mér finnst það ólíklegt. En það væri gaman. Hefur þú oft leikið áður? Ég hef leikið í útvarpsleikriti og talað inn á teiknimyndir. Hvað gerir þú helst í tómstundum? Ég æfi handbolta, fer á skíði og fer í veiði. Ertu veiðikló? Já, mér finnst mjög gaman að veiða. Áttu þér uppáhaldsveiðistað? Ég veiddi einu sinni mjög vel í Laxá í Dölum og ég er nýkominn af Arnarvatnsheiði, það var gaman. Hefur þú ferðast mikið um Ísland? Já, við fjölskyldan ferðumst mikið. Af öllum stöðum á landinu, sem þú hefur komið á, hver þykir þér vera fallegastur? Það var mjög fal- legt að ganga Laugaveginn niður í Þórsmörk. Spennandi að leika í kvikmynd Elías Óli Hilmarsson leikur strák sem spilar fótbolta við afa sinn í stuttmynd- inni Fótspor. Fréttablaðið/Ernir intellecta.is RÁÐNINGAR 1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 B -F A 2 0 1 D 3 B -F 8 E 4 1 D 3 B -F 7 A 8 1 D 3 B -F 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.