Fréttablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 66
Ég hugsaði ósjálf-
rátt um staðinn
þegar Ég vann verkin og
fannst spennandi og for-
vitnilegt að
sjá verkin mín
þar.
Dagskráin er metn-aðarfull og fjölþjóð-leikinn áberandi. Sem dæmi um langt að komna listamenn má nefna Mamady
Sano, heimsfrægan tónlistarmann
frá Gíneu, með flokk sinn Barakan
Dance and Drums, og þjóðlaga-
sveitina Trato frá Síle. Og frá Kanada
kemur margverðlaunað þjóðlagadúó,
Sophie and Fiachra,“ segir Mónika
Dís Árnadóttir. Hún er framkvæmda-
stjóri Þjóðlagahátíðarinnar á Siglu-
firði í fimmta skipti og vinnur náið
með Gunnsteini Ólafssyni, stofnanda
og listrænum stjórnanda hátíðar-
innar. Hvernig fara þau að því að
fá fólk úr öllum áttum og halda því
uppi norður í Fjallabyggð? „Þetta
er mikið batterí,“ viðurkennir hún.
„Gunnsteinn er gríðarlega duglegur
að hafa samband við fólk og svo fáum
við margar fyrirspurnir alls staðar að
frá fólki sem vill koma fram á hátíð-
inni og einnig tengla á tónlist þess.
Almenna reglan er að borga undir
listafólk en sumt er þegar komið með
styrki og er á ferðinni.“
Mónika Dís segir Finna koma
sterka inn, til dæmis dúóið Amanda
Kauranne og Mikko H. Haapoja sem
verður með magnaða listinnsetningu
í gömlum lýsistanki. „Vin í eyðimörk-
inni er vídeóverk og tónlist, hvort
tveggja innblásið af náttúruhljóðum
og myndum frá Kirjálahéraði, Hels-
inki og Siglufirði. Þau Amanda og
Mikko verða sjálf í tankinum hluta
úr dögum og gestum gefst kostur á
að fá sér tesopa með þeim og spila og
syngja. Allt hluti af innsetningunni,“
lýsir hún. Mónika nefnir líka Svíana,
þjóðlagasöngkonuna Malin Gunn-
arsson og Krilja-tríóið sem flytur
rússneska sígaunatónlist.
Jafnvel Íslendingarnir velja flestir
tónlist frá framandi slóðum, Svanlaug
Jóhannsdóttir er með argentínska
tangóa og Björg Brjánsdóttir frum-
flytur hér á landi nýlegan flautu-
konsert eftir pólska tónskáldið
Marcin Blazewicz ásamt Sinfóníu-
hljómsveit unga fólksins. Frá Egils-
stöðum kemur svo kvennakórinn
Vaseele Bebe og syngur kröftug
lög af Balkanskaga sem einkenn-
ast af því að þar beitir fólk rödd-
inni með öðrum hætti en við
eigum að venjast, að sögn Móniku.
Ekki má gleyma Kalmanskórnum
með ljóð og lög úr safni Þórðar
Kristleifssonar, Ragnheiði Grön-
dal og Guðmundi Péturssyni með
íslenska og enska ástarsöngva, Svöfu
Þórhallsdóttur sem syngur tónlist
eftir Grieg eða Tinnu Árnadóttur sem
flytur lög Inga T., Jóns Múla og fleiri
Austfirðinga. Né heldur Í-tríói sem
heldur bæði tónleika og harmón-
íkudansleik.
Þá eru ótalin námskeiðin sem eru
samhliða tónlistardagskránni en
upplýsingar eru á siglofestival.com.
„Þetta er góður pakki,“ segir Mónika.
„Notalegheit sem smitast út á götur
Sigló. Það er svo gaman að rölta
gegnum bæinn á næsta tónleikastað.“
Notalegheit sem smitast út á götur Sigló
fjölbreytni einkennir þjóðlagahátíðina á siglufirði í ár sem hefst 5. júlí. þar verður meðal annars flutt
litrík tónlist frá afríku, suður-ameríku, rússlandi, Balkanskaga og finnlandi auk þeirrar íslensku.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
„Gestum gefst kostur á að spila og syngja með og fá sér tesopa,“ segir Mónika Dís. Fréttablaðið/Ernir
Sophie lavoie og Fiachra O’regan frá
Kanada kynna írska tónlist sem barst
vestur um haf með innflytjendum.
Hyvä trio frá Finnlandi leikur frumsamda þjóðlagaskotna tónlist.
Styrkir fyrir sérstaklega myndríka
miðlun/útgáfu tengda sögu og
menningu í Reykjavík
Styrkirnir eru ætlaðir til niðurgreiðslu á kostnaði vegna
kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka og annars
efnis sem kemur út á árinu 2017 eða í ársbyrjun 2018.
Tilgangur styrkveitinganna er að hlúa að varðveislu
menningararfleifðar Reykjavíkur og miðlunar hennar í
fjölbreyttu formi. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur
starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofu-
stjóra menningarmála metur umsóknir.
Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsæk-
janda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun
Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í
höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins.
Umsókn merkt ,,Myndrík miðlun/útgáfa“ berist á netfangið
menning@reykjavik.is. Umsóknir berist í síðasta lagi í dagslok
þriðjudaginn 15. ágúst.
Um snúning himintunglanna nefn-
ist sýning sem myndlistarkonan
Marta María Jónsdóttir opnar
klukkan 12 á morgun í safnaðar-
heimili Neskirkju, strax að aflokinni
messu. „Ég er ekki ýkja kirkjurækin
en mér var boðið að sýna hér í safn-
aðarheimilinu og það er fallegt rými
og áhugavert. Ég hugsaði ósjálfrátt
um staðinn þegar ég vann verkin
og fannst spennandi og forvitnilegt
að sjá verkin mín þar,“ segir lista-
konan. Hún kveðst vera að fjalla um
stórar, klassískar spurningar eins og
tímann, eilífðina, ódauðleikann og
tengsl vísinda og lista á sýningunni.
„Ég var byrjuð á einföldum teikn-
ingum og verkum á pappír þar sem
ég vann með hringi og þau þróuðust
yfir í þessi málverk þegar ég fékk
salinn. Fannst það passa. Þannig
rúllaði þetta.“
Marta María tekur líka þátt
í stórri samsýningu í Listasafni
Reykjanesbæjar nú sem nefnist
Abstrakt á 21. öldinni þar sem ungir
abstraktmálarar sýna. „Áður sýndi
ég í Listasafni ASÍ og í janúar var ég
með sýningu í Arion banka þannig
að verkin mín eru sett upp í ýmsu
samhengi. Mér finnst gott að sýna í
kirkju á eftir banka.“ – gun
Gott að sýna í kirkju á eftir banka
Eitt verkanna
á sýningunni í
neskirkju.
1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R34 m e n n i n G ∙ F R É T T A B l A ð i ð
menning
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
6
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
3
C
-2
1
A
0
1
D
3
C
-2
0
6
4
1
D
3
C
-1
F
2
8
1
D
3
C
-1
D
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K