Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Qupperneq 18

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Qupperneq 18
þau veglegri á næsta ári í tengslum við 10 ára afmæli klúbbsins. Hér í Ólafsvík er starfandi félag sem heitir Vinafélag eldriborgara og stöndum við Korrafélagar að því ásamt öðrum félögum og klúbbum hér og skiptást þau á um að halda skemmtanir eða gera eitthvað annað fyrir þá íbúa Ólafsvíkur sem eru 60 ára og eldri, frá því á haustin og fram á vor. Sunnudaginn 10. mars ætlum við ásamt Verkalýðsfélaginu og Lionsklúbbnum að fara með eldriborgarana til Borgarness. Þar á að skoða elliheimilið; síðan á að fara og sjá leikritið Ingiríði Óskarsdóttur eftir Trausta verðurfræðing og svo verður öllum boðið í mat á Hótel Borgarnes og að lokum verður ekið heim um kvöldið. Vonum við að þessi ferð heppnist vel. Það er árvisst styrktarverk- efni hjá okkur, að gera eitthvað fyrir eldri borgarana. Starfið í klúbbnum hefur verið gott í vetur, enda hefur verið nóg að gera. Ég get ekki lokið við þennan pistil án þess að kvarta svolítið, en það er í sambandi við félagatalið sem gefið er út af umdæminu. Þar er alltof mikið af villum. Hvað varðar okkar klúbb, þá duttu tveir félagar út í síðasta félagatali, og það erum við ekki ánægðir með. Það virðist ekki skipta miklu máli hvort við leiðréttum þetta á umdæmisþingum. Á þessu þarf að verða breyting. Tveir Korrafélagar í búnaði þeim sem við gáfum björgunar- sveitinni. F.v. Guðmundur Þórðarson og Trausti Magnús- son svæðisstjóri. Þessi pistill átti aldrei að verða svona langur, svo ég held að nú sé kominn tími til að hætta. En að lokum vona ég að þetta ár verði öllum Kiwanismönnum ánægjulegt. Björn Arnaldsson forseti. VISA ÍSLAND ÞAÐ ERUAÐ MINNSIA KOSTITVEIR HLUTIR ÓMISSANDI FYRIR ÞIG Á FERÐALÖCUM 18 K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.