Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 5
Starfsárið 1988-1989 Einkunnarorð Gene R. Overholt heimsforseta Kiwanishreyfingarinnar eru Achieve By Believing. Eða á okkar máli „Trúum á árangur". Með trú á Kiwanis- hreyfinguna, hugsjónir hennar og þjón- ustu við aðra með starfi innan vébanda hennar. Með trú og samstarfi náum við árangri. Við getum enn gert betur. Markmið heimsforseta eru. Að fá alla Kiwanismenn til þess að sýna að þeir trúa á sjálfa sig og á Kiwanis með því að styrkja verkefni klúbbanna til þess að, tryggja þroska ungs fólks með hvatningu til betri sjálfsímyndar, grundvallar gildis- mats og tilfinningu fyrir framtíð þeirra. Tryggja að við uppfyllum félagslegar þarfir Kiwanis með ræktun varanlegrar vináttu, anda samvinnu og neista Kiwan- isfjölskyldunnar í hverjum félaga. Tryggja að allir Kiwanisklúbbar vaxi og öll byggðarlög eigi þess kost að njóta reynslunnar af þjónustu Kiwanisklúbbs. Áfram er unnið, sem langtíma verk- efni, undir kjörorðunum “Underprivi- leged children. Á okkar máli „Þjónum æskunni“. Undir þessum kjörorðum og að þessum markmiðum verður unnið um allan Kiwanisheiminn á þessu starfsári. Ég hefi valið mér kjörorð til að vinna eftir á þessu starfsári. Þau eru „Byggjum fyrir framtíðina“. Byggjum fyrir framtíð- ina með fjölgun félaga í öllum kúbbum umdæmisins, með yngra fólki í klúbb- ana, með fræðslu heim í hvern klúbb, með betra og meira samstarfi og meiri þekkingu á störfum hvers annars. Aðal markmið umdæmisstjórnar á starfsárinu er, fjölgun félaga í klúbbun- um, sérstaklega þó þeim sem eru undir tuttugu og fimm félaga tölunni. Breyting verður á skipulagningu á fræðslunefndinni, en hún er nú skipuð mönnum úr öllum svæðunum. Er það gert til að auðvelda að koma nefndar- fræðslu inn í hvern klúbb. Fulltrúar úr umdæmisstjórn og úr fræðslunefnd munu heimsækja alla klúbba í umdæminu. Undirbúningur undir komandi starfsár er langt kominn. Fræðslu embættis- manna umdæmisins er löngu lokið. Embættismenn klúbbanna verða í fræðslu föstudaginn fyrir umdæmisþing- ið. Forsetafræðsla verður fimmtudaginn 25. ágúst í Hótel Holiday Inn. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir fræðslu í sambandi við komandi um- dæmisþing. Einnig eru margir búnir að eyða miklum tíma í ljósritun og frágang á embættismannamöppum fyrir klúbbana og umdæmið. Þetta starfsár er á margan hátt sérstakt. í fyrsta lagi er Þorbjörn Karls- son fyrrverandi umdæmisstjóri, forseti Evrópusambands Kiwanismanna. í öðru lagi er Eyjólfur Sigurðsson fyrrverandi Evrópuforseti, fulltrúi Evrópu í heims- stjórninni. Og í þriðja lagi mun undir- búningur undir næsta K-dag fara fram á þessu starfsári, undir stjórn Jóns K. Ólafssonar fyrrverandi umdæmisstjóra. Ég vil hvetja alla Kiwanisbræður til að vinna að markmiðum okkar með já- kvæðu hugarfari og trú á getu okkar allra til að gera enn betur. Með trú á okkur sjálf náum við árangri. Byggjum fyrir framtíðina. Bragi Stefánsson, Kjörumdælmisstjóri 1988-1989. KIWANISFRÉTTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.