Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 14
Slappað af eftir erfiða þingsetu. Ekkert jafnast á við tár í glas og korn í nös. sem við höfum starfað eftir í 20 ár, verð- ur felld inn í stofnskrá Kiwanis Internat- ional. Ýmis sér ákvæði sem okkar stofnskrá fól í sér verða tekin upp í sér- stökum Evrópusambandslögum sem nú þarf að semja og leggja fyrir Evrópuþing til samþykktar. Sú breyting sem í þessu felst þ.e. niðurfelling Evrópsku stofn- skrárinnar og gildistaka stofnskrár Kiw- anis International fyrir Evrópusamband- ið, tekur þá fyrst gildi, þegar Evrópuþing og heimsstjórn Kiwanis hafa samþykkt nýju Evrópusambandslögin. Að þessu loknu voru fluttar eftirfar- andi skýrslur um starfið í heimsstjórninni og í Evrópustjórn: Skýrsla frá heimsstj.: Kurt Hubner, fulltrúi Evrópu í heimsstjórn Skýrsla framkv.stjóra: Egon L’Eplattenier Skýrsla féhirðis: Willy Östholt Pá voru flutt stutt kynningarávörp um unglingastarf á vegum Kiwanisklúbba í Evrópu sem unnið er í svokölluðum Kiwajunior-samtökum. Þegar hér var komið sögu voru eftir nokkrir hefðbundnir liðir og lá þá fyrst fyrir afhending viðurkenninga til klúbba fyrir stofnun nýrra klúbba á starfsárinu 1986-1987. Að þeim loknum var Ray- mond de Meulemeester enn kallaður fram til að kynna stjórn næsta starfsárs, en hún verður skipuð eftirtölduum full- trúum: Forseti: Kjörforseti: Fráfarandi forseti: Féhirðir: Meðstjórnendur: Þorbjörn Karlsson ísl. Willy Östholt Noregi Hannes Payrich Austurr. Georges Palluat Sviss Jacques Fonteyne Belgíu Leo van Rossm. Holl. Giovanni Tenebra Ítalíu Með næsta starfsári kemur til fram- kvæmda breyting á skipan stjórnarinnar sem samþykkt var á Evrópuþinginu í Bordeaux á síðasta ári. Felst breytingin í því, að nýr fulltrúi kemur ekki inn í stjórnina frá umdæmi fráfarandi forseta, fyrr en fráfarandi forseti hverfur úr stjórninni. Verður þannig fjöldi stjórn- armanna á næsta starfsári einum færri en var á síðasta starfsári. Að lokinni kynningu stjórnarinnar flutti verðandi Evrópuforseti stutt ávarp, en síðan var gengið til hádegisverðar. Eftir hádegisverð var enn gengið til þings, þar sem fram fór kynning á þing- stað næsta árs sem verður í Haag í Hol- landi. Að því loknu fóru fram umræður undir stjórn Carols Wolfs, fyrrum um- dæmisstjóra frá Austurríki. Lýstu þar all- ir evrópsku umdæmisstjórarnir hug- myndum sínum um málefnið „Næstu 20 ár Evrópusambands Kiwanis“. Lauk þeim um kl. 16:00 og var þar með form- legu þinghaldi lokið að þessu sinni. Um kl. 17:00 bauð íslenska umdæmið til sinnar hefðbundnu veislu með hákarli og brennivíni og tókst hún vel að vanda. Til veislunnar fengu þeir inni í sal á ann- arri hæð hótelsins sem við dvöldumst á og lagði fnyk mikinn og að margra dómi miður góðan um alla þá hæð og jafnvel lengra. A laugardagskvöld var lokahóf þings- ins haldið í glæsilegum samkvæmissalar- kynnum ráðstefnuhallar Hamborgar. Var þar boðið upp á stórveislu með veislumat og ágætri danshljómsveit sem freistaði margra að láta ljós sitt skína á dansgólfinu. Evrópuforseti, Hannes Payrich, stjórnaði þar kynningu á Evr- ópustjórn næsta starfsárs og leysti menn út með gjöfum þá sem nú munu hverfa úr 14 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.