Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 6
William L. Lieber. William L. Lieber í Kiwanisklúbbnum Gary, Indianaríki, stjórnarmaður í heimsstjórn Kiwanis var endurkosinn til annars tveggja ára kjörtímabils í heims- stjórn á 72. heimsþinginu sem haldið var í Washington D.C., 8. júlí 1987. Hann hefur einnig starfað í stjórn Kiwanis Int- ernational Foundation kjörtímabilið 1986-1987. Hann er ævifélagi í Kiwanis- hreyfingunni og Hixon félagi og ævifélagi í Kiwanis International Foundation, styrktar og góðgerðarstofnun heims- hreyfingarinnar. Lieber er eigandi fyrirtækisins sem sel- ur keiluspilsvörur og verðlaunagripi norðurhluta Indíanaríkis og Chicago. Hann hefur starfað 21 ár í sínum klúbbi og einnig sem forseti klúbbsins og um- dæmisstjóri Indíana umdæmisins 1978- 1979. Auk starfa í Kiwanishreyfingunni hefur hann starfað sem forseti drengja- klúbba Norðvestur-Indíanaríkis, einnig sem stjórnarmaður í krabbameinsfélagi Lake-sýslu, í rauðakross deild heima- byggðar sinnar. Hann var útnefndur ungi maður ársins af Gary Goodwill Industri- es árið 1974. Kona hans er Marcia Lieber og eiga þau son og dóttir. Hannes Payrich: Evrópuforseti starfsárið 1987-1988 Hannes Payrich, Evrópuforseti, mun sækja okkur heim á þing íslenska um- dæmisins 25.-27. ágúst nk. Hannes var kjörinn forseti Evrópusambands Kiwanis á 20. Evrópuþinginu sem haldið var í Bordeaux í Frakklandi í júnímánuði 1987. Hann tók við embætti 1. október 1987, og er því farið að síga á síðari hluta starfsárs hans núna. Hannes hefur um árabil veitt forstöðu útibúi Österreichisches Credit-Institute í Hannes Payrich. FuOtrúi heimsstjórnar á 18. umdæmisþingi Kiwanis á íslandi 6 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.