Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 11
Evrópustjórn og umdæmisstjórar Evrópu næsta starfsár. viðstöddum, sem sótt höfðu stofnskrár- þingið í Ziirich fyrir 20 árum og þá sem höfðu verið Kiwanisfélagar í 25 ár. Þetta voru varla aðrir en stofnfélagar í klúbb- unum í Vínarborg (E0001, 25.02.1963), Basel (E0002, 1.04.1963) og Brussel (E0003, 9.04.1963), sem eru einu evr- ópsku klúbbarnir sem náð hafa 25 ára aldri. Var þessum félögum klappað lof í lófa af þingheimi. Loks voru flutt stutt ávörp af tveimur fyrrverandi embættismönnum hreyfing- arinnar frá bernskuárum Evrópusam- bandsins. Sá fyrri var James Moler frá Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum sem var heimsforseti Kiwanis 1967-1968 og stjórnaði stofnlagaþinginu í Zúrich, hress og skemmtilegur karl og furðu ern, en hann mun verða áttræður á þessu ári. Sá síðari var Dr. Bernard Schmitt frá Metz í Frakklandi, sem var Evrópufor- seti nr. 2 starfsárið 1969-1970. Hann hafði ég ekki hitt áður, en Bjarni B. Asgeirsson, sem er manna kunnugastur um söguna á þessum árum, segir mér að Dr. Schmitt sé íslenskur ræðismaður í Metz. Með þessum ávörpum lauk setningar- athöfn þingsins um kl. 16:00. Um kl. 18:00 fóru þinggestir í siglingu niður Sax- elfi til veitingastaðarins á Wilkomm Höft Schulau, þar sem snæddur var kvöld- verður. Staður þessi er þekktur meðal farmanna allra þjóða, sem leggja leið sína til Hamborgar fyrir það, að þar er öllum skipum sem sigla framhjá, heilsað með fánum og þjóðsöngur skráningar- lands skipsins leikinn í gjallarhorn, sem beinir tónum sínum út yfir ána. Frá Schulau var síðan haldið með hópferð- abílum um kl. 22:00 til baka til Hamb- orgar. 3. Laugardagur 11. júní Á laugardag var þinginu haldið áfram og voru þá á dagskrá ýmis þau mál sem efst eru á baugi hjá hreyfingunni um þessar mundir ásamt afgreiðslu á tillög- um um lagabreytingar, sem bornar höfðu verið fram. Hófst þingfundur upp úr kl. 09:00 með því að Raymond de Meulem- eester fráfarandi Evrópuforseti kynnti Hannes Payrich Evrópuforseta. Flutti 11 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.