Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 13
fyrir á undan og voru greidd atkvæði í tvennu lagi, þ.e. um stofnskrárbreytin- garnar sér, en þær þurfa % greiddra at- kvæða til að öðlast gildi og síðan um lag- abreytingarnar sem aðeins þurfa einfald- an meirihluta til að öðlast gildi. Atkvæð- in féllu þannig: Breytingar á Stofnskrá Lögum Greidd atkvæði alls 358 Atkvæði með tillögunni 244 273 Atkvæði á móti 105 38 Auð og ógild 9 Nauðsynl. meðalatkv.fj. 233 íslenska tillagan var þannig samþykkt og var því ekki fjallað um svissnesku til- löguna sem var innifalin á þeirri íslensku, eins og fyrr var lýst. Samkvæmt lögum og stofnskrá Evrópusambandsins er því frá 1. október n.k. heimilt að taka konur inn í Kiwanisklúbba og þurfa íslenskir Kiw- anismenn því ekki að hika lengur! Eins og íslenskum Kiwanismönnum er kunnugt og ég hef skýrt frá á ýmsum vettvangi, t.d. í Kiwanisfréttum og skýrslum til íslenska umdæmisins, hafa til þessa ekki verið nein ákvæði í alþjóða- stofnskrá Kiwanishreyfingarinnar um sambönd Kiwanisumdæma á borð við Evrópusambandið. Þetta hefur ýmsum í heimsstjórninni þótt óeðlilegt og var á embættisári Franks di Notos heimsfors- eta, 1986-1987, skipuð alþjóðleg nefnd til að skoða málið. I þessa nefnd skipaði Frank fjóra Bandaríkjamenn, tvo fyrr- verandi heimsforseta þá Don Williams, sem var formaður nefndarinnar og Ted R. Osborn, Noris Lusche úr heimsstjórn- inni og Raymond B. Allen, fyrrum vara- forseta heimsstjórnar og tvo Evrópu- menn, þá Ulrich Zimmermann, þá frá- farandi Evrópuforseta og Eyjólf Sigurðs- son fyrrverandi Evrópuforseta og kjör- fulltrúa Evrópu í heimsstjórninni. Þessi nefnd skilaði af sér skýrslu haustið 1987 sem innihélt tillögur um breytingar á stofnskrá og lögum Kiwanis Internation- al, þar sem tekið skyldi upp ákvæði um umdæmasambönd hliðstæð því sem starf- að hefur í Evrópu. Evrópustjórn hafði þessar tillögur til athugunar á líðandi starfsári og varð niðurstaða þeirra athugana sú, að stjórn- in mælti með samþykkt þeirra með smá- vægilegum breytingum sem flestar voru teknar til greina í heimsstjórninni. Voru tillögurnar síðan lagðar fyrir heimsþingið í Seattle til afgreiðslu. Á Evrópuþinginu fékk ég það hlutverk að skýra tillögurnar fyrir þingheimi, en gagnvart okkur Evr- ópskum Kiwanismönnum ganga þær í stuttu máli út á það, að okkar stofnskrá, Hluti íslensku þingfulltrúanna í Hamborg. KIWANISFRÉTTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.