Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 15
stjórninni. Dansinn dunaði fram til kl. 02:00 á sunnudagsmorgni og hurfu ráð- stefnugestir þá á brott ánægðir með kvöldið flestir hverjir að því er ég best veit. 4 Eftirmáli Ýmsir áttu von á því, að þetta Evrópu- þing yrði e.t.v. nokkuð órólegt vegna þeirra mála sem þar var um fjallað, þ.e. aðild kvenna að Kiwanis og tillögurnar um breytingarnar á stofnskrá Kiwanis International varðandi umdæmasam- bönd, en um bæði þessi mál eru óneitan- lega allskiptar skoðanir. Eegar til kast- anna kom runnu þessi mál tiltölulega hljóðlega í gegn án mikilla umræðna. Til- lögur um aðild kvenna voru samþykktar með góðum meirihluta og virðast Evr- ópumenn almennt sætta sig við þessa breytingu sem gerð var á alþjóðastofn- skránni í fyrra. Á sunnudag 12. júní héldu íslensku þátttakendurnir flestir hverjir til viku- dvalar í Daun Eifel í Þýskalandi. Sá sem þessar línur ritar átti þess ekki kost að vera með í þeirri ferð, en að sögn þátt- takenda var hún afar vel heppnuð. Verða væntanlega einhverjir aðrir til að segja þá sögu á þessum eða öðrum vettvangi. HEIMSÞINGIÐ 1 Formáli Til heimsþings Kiwanis var boðað í Seattle í Washingtonríki á vesturströnd Bandaríkjanna dagana 2.-6. júlí 1988. Héldum við þangað 5 íslenskir Kiwanis- félagar: Umdæmisstjóri, verðandi og fráfarandi umdæmisstjórar, verðandi fulltrúi Evrópu í heimsstjórn og verðandi Evrópuforseti, ásamt fjórum eiginkon- um. Þetta þing er að sjálfsögðu allt miklu stærra í sniðum en okkar litlu Evrópu- þing, enda eru þau sótt af 10-20 sinnum fleiri þátttakendum. Aðstandendur þingsins höfðu kynnt það sem þingið svala, “the cool convent- ion“, enda er Seattle þekkt fyrir þægilegt loftslag, ekki síst fyrir okkur héðan af norðurhjara. Bandaríkjamenn tala reyndar um Seattle sem mikið rigningar- bæli, en á okkar mælikvarða er úrkoman alls ekki mikil og þann tíma sem við dvöldumst þarna var veðrið mjög þægi- legt. 2 Þingmálin Fyrsta málið á þinginu sem við íslend- ingar fylgdumst með af athygli var til- nefning framúrskarandi umdæmisstjóra (distingushed governor) á síðasta starfs- ári (1986-1987). í þeim hópi var fráfar- andi umdæmisstjóri okkar, Arnór Pálsson. Til hamingju, Arnór! Af öðrum málum sem fyrir þessu þingi lágu voru e.t.v. tvö sem við höfðum eink- um áhuga á. Ber þar fyrst að nefna til- löguna um breytingu á stofnskrá Kiwanis International í þá átt að fella þar inn ákvæði um umdæmasambönd hliðstæð okkar Evrópusambandi, sem mér varð alltíðrætt um hér á undan. Athygli okkar hafði verið vakin á því, að tillögurnar eins og þær voru Iagðar fram fólu í sér ákvæði, sem stönguðust nokkuð á við okkar ákvæði í Evrópu. Voru þetta ákvæði um fulltrúa á árlegum sambands- þingum (Evrópuþingum í okkar tilfelli). Var gert ráð fyrir að klúbbar ættu rétt á tveim fulltrúum á þessi þing, en hjá okk- ur í Evrópu eigum við rétt á þremur full- trúum. Einnig var ákvæði um það, að fyrrverandi umdæmisstjórar ættu rétt á þingsetu án tilnefningar sinna klúbba, sem reyndar er einnig í okkar reglum, en engin ákvæði voru um sama rétt til handa fyrrverandi sambandsforsetum (Evrópu- forsetum), sem er í okkar reglum. Æski- legt var talið að breyta tillögunum til KIWANISFRÉTTIR 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.