Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 21

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 21
en Hjördís Geirs söng með eins og hún hefur gert svo oft áður. Gamla fólkið yngdist upp og skemmti sér hið besta, en við nutum ánægjunnar og erum reynsl- unni ríkari. Á hverju sumri förum við einnig með gamla fólkið í hálfs dags rútuferð um Suðvesturland. Lagt er af stað um hádegi og komið til baka um kvöldmat. Farið er í 3 rútum, drukkið kaffi í félagsheimili og farið í kirkju, en á heimleiðinni er boðið upp á gos og kex. Undanfarin 10 ár höfum við farið til gróðursetninga í Heiðmörk en þar höf- um við eins hektara reit til umráða. Vangefin og bækluð börn að vist- heimilinu að Reykjadal eru heimsótt á hverju sumri, við höldum þeim grill- veislu, spilum og syngjum með þeim. Þetta hefur reynst betur en að keyra með þeim í rútum eins og áður tíðkaðist. í»að er áberandi hve börnin skemmta sér vel og taka mikinn þátt í þessari gleði og til- breytingu, einnig starfsfólkið. Fyrirlesarar í vetur hafa verið Sigfinn- ur Þorleifsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jón Böðvarsson og Jóhann Örn Héðinsson. Aðaltekjur klúbbsins eru sala á jóla- dagatölum og ávaxtasala til félagsmanna fyrir jólin. Á næsta ári 14. jan. heldur Hekla upp á 25 ára afmæli klúbbsins. Þórarinn Guðmundsson, ritari. GOLFMÓT KIWANIS Golfmót Kiwanis 1988 var haldið á Leynisvellinum á Akranesi 4. júní. Þetta er 6. skiptið sem það er haldið. Mættir voru 44 keppendur frá 12 klúbbum. 12 félagar mættu frá Setberg 8 félagar mættu frá Vífli 7 félagar mættu frá Eldey 6 félagar mættu frá Þyrli 3 félagar mættu frá Brú 2 félagar mættu frá Viðey 2 félagar mættu frá Helgafelli 1 félagi mætti frá Boða, Geysi, Kald- bak og Esju. Sigurvegarar án forgjafa: l.Sigurjón Gíslason, Kiwaniskl. Brú á 78 höggum. 2. Guðlaugur Kristjánsson, Kiwaniskl. Setberg á 83 höggum. 3. Ágúst Þórðarson, Kiwaniskl. Vifli á 90 höggum. Sigurvegarar með forgjöf: 1. Finnbogi Kristjánsson, Kiwaniskl. Vífli. 2. Birgir Jónsson, Kiwaniskl. Þyrli. 3. Ágúst Þórðarson, Kiwaniskl. Vífli. Þá var haldin púttkeppni 18 holur, þar voru 14 félagar skráðir og úrslit urðu þannig: 1. Brynjólfur Ingvason, Kiwaniskl. Setberg. 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Kiwaniskl. Þyrli. 3. Hafsteinn Baldursson, Kiwaniskl. Þyrli. Golfnefnd. KIWANISFRÉTTIR 21

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.