Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.08.1988, Blaðsíða 16
samræmis við okkar gildandi reglur og stóðum við fyrir breytingartillögum þar að lútandi. Féllust þingfulltrúar á okkar sjónarmið í þessum efnum og var um- dæmasambandsákvæðið síðan samþykkt inn í alþjóðastofnskrána. Hitt málið sem vakti áhuga okkar ekki síður en flestra annarra þingfulltrúa var tillaga frá heimsstjórninni um hækkun INTERNA'nONAL TUUOTEE Sjöfn og Eyjólfur stóðu í ströngu í kosningabaráttunni í Seattle. það með ánægju og þótti sómi að. Johnny Roberts frá Baton Rouge í Louisianaríki, sem var heimsforseti í Evrópuforsetatíð Eyjólfs, tók að sér að styðja tilnefninguna. Held ég að okkur hafi tekist bærilega - a.m.k. heyrðust engar mótbárur og er Eyjólfur þegar tek- inn við stjórnarstörfunum. Mun hann verða ráðunautur heimsstjórnar (couns- elor) eftir tvær vikur á tveimur umdæmis- þingum vestan hafs, í Utah-Idaho-um- dæminu og í Kansan-umdæminu. Um val manna í æðstu embætti í heimsstjórninni gilda fastar reglur og eru menn valdir í þessi embætti með löngum fyrirvara. Æðstu embættin á næsta starfs- ári verða skipuð eftirtöldum mönnum: Heimsforseti: Gene Overholt, Michigan Kjörforseti: Noris Lusche, Colorado Féhirðir: Wil Blechman, Florida Gene Overholt var ráðunautur heims- stjórnarinnar á heimsþingi okkar á síð- asta starfsári. Venjan er að féhirðir gangi upp í embætti kjörforseta og síðan upp í forsetastólinn. Framangreindir þrír menn verða því næstu þrír heimsforsetar Kiwanis. gjalda til Kiwanis International úr $15,- sem þau eru í dag, í $18,-. All miklar um- ræður urðu um þessa tillögu stórnarinn- ar, flestar neikvæðar og fór svo að tillag- an náði ekki % meirihluta sem hún þurfti til að öðlast gildi. Verður því ekki um hækkun gjalda til Kiwanis International að ræða á næsta starfsári. Eyjólfur Sigurðsson, sem kosinn var fulltrúi Evrópu í heimsstjorn á Evrópu- þinginu í Basel 1985, á nú loks að taka við því embætti á næsta starfsári. Enda þótt ákveðið væri fyrirfram hver skipa ætti sæti þurfti að hafa öll formsatriðin í lagi og var þess óskað að Eyjólfur yrði tilnefndur formlega á kjörfundinum með tveggja mínútna langri ræðu og að til- nefningin yrði síðan studd af öðrum að- ila, helst frá einhverju öðru umdæmi. Eyjólfur fór þess á leit við mig, að ég tæki að mér tilnefninguna og gerði ég 3 Eftirmáli Fað er lærdómsríkt fyrir okkur að sækja þing eins og heimsþingið. Öll fund- arsköp eru þarna mjög í föstum skorðum og gætum við að ósekju tekið upp ýmsa siði sem þar vestra teljast sjálfsagðir á samkomum sem þessum. Á ég þar bæði við Evrópuþing og umdæmisþing, því að óneitanlega er ýmislegt fremur laust í reipunum í framkvæmd þeirra. Við íslendingar getum verið ánægðir með þátttöku okkar í þessu þingi þegar gerður er samanburður við önnur um- dæmi Evrópu. Telst mér til, að ekkert umdæmi hafi sent jafnmarga fulltrúa og okkar, enda þótt við séum frá fámenn- asta umdæminu og varla ódýrara fyrir okkur að fljúga vestur um haf en frá meginlandi Evrópu. Enda höfðu sumir á orði þegar okkur fimmmenningana bar að garði, að svo virtist sem ísland væri að yfirtaka Evrópu! 16 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.