Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Birna Konráðsdóttir
Borgarfirði
Nýliðin jól og áramót hafa
verið Borgfirðingum veðurfarslega
hagstæð. Lítið hefur verið um
harðindi og bændur hefðu sam-
kvæmt gamalli hefð getað vogað á
útigang, ef þess hefði þurft.
Aðventan í Borgarfirðinum
er tími söngs og samveru af ýms-
um toga. Mest ber á tónlist-
arflutningi. Kórar í héraðinu buðu
upp á ljúfa tónlist í aðdraganda
jóla og einnig komu listamenn í
heimsókn sem glöddu heimamenn
með flutningi sínum.
Rétt undir jól var mikil tón-
listarveisla haldin í Reykholts-
kirkju. Þar komu saman þrír kór-
ar úr héraði, Reykholtskórinn,
karlakórinn Söngbræður og
kvennakórinn Freyjur. Það sem
sérstakt var við þessa tónleika var
að allir listamennirnir gáfu vinnu
sína og andvirði aðgangsmiða var
gefið til Viðars Guðmundssonar,
kórstjóra og tónlistarmanns, sem
hefur þjálfað alla þessa kóra, í
lengri eða skemmri tíma. Viðar og
kona hans, Barbara Guðbjarts-
dóttir, eiga fatlaðan dreng sem
hefur þurft mikillar umönnunar
við. Þar sem þau hjón búa norður
á Ströndum hafa ferðalög orðið
þeim dýr. Borgfirðingar vildu
þakka þeim á þennan hátt.
Nokkrar ungar Borgarfjarð-
ardætur, sem allar hafa stundað
tónlistarnám, hófu upp raust sína í
Reykholtskirkju milli jóla og ný-
árs. Frítt var inn á tónleikana en
frjáls framlög voru vel þegin. Var
mál manna er á hlýddu að ekki
þyrfti að hafa áhyggjur af því að
tónlistargyðjan yrði svelt í Borg-
arfirði í komandi framtíð þegar
svona ungt og hæfileikaríkt fólk
byggi og starfaði í samfélaginu.
Að venju var haldin mynd-
arleg brenna við félagsheimilið
Þinghamar 2. janúar. Þar kveðja
viðstaddir hið liðna ár á þennan
táknræna hátt. Björgunarsveitin
Heiðar býður upp á flugeldasýn-
ingu og kvenfélag Stafholtstungna
selur lysthafandi lukkupakka fyrir
börn þar sem allur ágóði rennur
til góðgerðarmála. Fram eftir
kvöldi sitja svo þeir sem svo kjósa
yfir félagsvist og óhætt að segja
að ýmsum hleypur kapp í kinn yfir
spilunum. Þetta er að jafnaði
fyrsta kvöldið í þriggja kvölda
keppni en er fólki frjálst hvort það
mætir einu sinni eða oftar. Tvenn
verðlaun eru jafnan í boði, bæði
fyrir þann sem hæst skorar og
síðan svokölluð skammarverðlaun.
Kvenfélagið býður síðan ætíð upp
á kaffi og með því í lokin.
Messur hafa verið með venju-
bundnum hætti um jól og áramót.
Hin svokölluðu aðventukvöld voru
haldin í mörgum kirkjum og ekki
spillti veður fyrir að fólk gæti
mætt. Sá styr sem staðið hefur
um þjóðkirkjuna virðist lítið hafa
náð upp fyrir Elliðaár, alla vega
var hann ekki umræðuefni þeirra
Borgfirðinga sem mættu til kirkju.
Karlakórinn Söngbræður
hefur um margra ára skeið staðið
fyrir skemmtun í aðdraganda
þorra sem kölluð hefur verið
Sviðaveisla. Þar er boðið upp á
þjóðlegan mat eins og svið og salt-
að hrossakjöt. Kórinn skemmtir
viðstöddum með sögn sínum og
sér þar með til þess að veiting-
arnar renni ljúflega niður.
Skemmtun þessi hefur sprengt ut-
an af sér húsnæðið sem hún hefur
verið haldin í svo í þetta sinn
verður Sviðaveislan í félagsheim-
ilinu Þinghamri og er blásið til
veislunnar í kvöld.
Tónlistarveisla í
Reykholtskirkju
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Reykholt Turn Reykholtskirkju.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þegar formenn stjórnarflokkanna
þriggja luku sínum samtölum áður
en ríkisstjórn Bjarna Benediktsson-
ar var mynduð, þann 11. janúar sl.
komust þeir, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins, að sameigin-
legri niðurstöðu um það hvernig for-
mennsku í átta fastanefndum
Alþingis yrði háttað.
Formennirnir voru sammála um
að Sjálfstæðisflokkurinn fengi for-
mennsku í fimm nefndum, Viðreisn
fengi formennsku í einni nefnd og
stjórnarandstöðunni yrði boðin for-
mennska í tveimur nefndum.
Lokaákvarðanir hafa enn ekki
verið teknar. Eftir er að ræða við
fulltrúa stjórnarandstöðunnar og
fleiri en fimm þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins sækjast eftir nefndarfor-
mennsku. Því þarf að miðla málum,
þannig að sem flestir verði a.m.k.
þokkalega sáttir.
Vilja formennsku í 2 nefndum
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi og fjöldi sjálfstæð-
ismanna í kjördæminu telja, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
að eðlilegt sé að þingmenn úr kjör-
dæminu fái formennsku í tveimur
fastanefndum Alþingis. Nefndirnar
sem Sjálfstæðisflokkur fær líklega
formennsku í eru fjárlaganefnd, at-
vinnuveganefnd, umhverfis- og sam-
göngunefnd, efnahags- og viðskipta-
nefnd og allsherjar- og menntamála-
nefnd.
Formennska í utanríkismálanefnd
mun koma í hlut Viðreisnar og for-
mennska í stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd og í velferðarnefnd verður
boðin stjórnarandstöðunni.
Aðeins 2 óbreyttir þingmenn
Þingflokkur Bjartrar framtíðar
telur fjóra þingmenn og þar af eru
tveir ráðherrar, þau Óttarr Proppé
og Björt Ólafsdóttir. Hinir tveir
þingmenn flokksins eru Nichole
Leigh Mosty og Theódóra S. Þor-
steinsdóttir. Hvorug þeirra mun
gegna formennsku í þingnefnd.
Rætt hefur verið um að Haraldur
Benediktsson, 1. þingmaður Norð-
vesturkjördæmis, verði formaður
fjárlaganefndar og Páll Magnússon,
1. þingmaður Suðurkjördæmis, verði
formaður atvinnuveganefndar. Ás-
mundur Friðriksson, 3. þingmaður
Suðurkjördæmis, hefur samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins lýst
yfir áhuga á því að gegna for-
mennsku í umhverfis- og samgöngu-
nefnd. Fleiri þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins munu, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, hafa
áhuga á formennsku í þeirri nefnd og
raunar öðrum þingnefndum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþingi Sjálfstæðisflokkur fái formennsku í fimm nefndum, Viðreisn í einni og stjórnarandstaðan í tveimur.
Fái formennsku í
fimm fastanefndum
Stjórnarandstöðu verði boðin formennska í 2 nefndum
Stjórnarandstaðan, með 31
þingmann, er sögð telja að til-
boð stjórnarflokkanna um for-
mennsku í tveimur fasta-
nefndum, stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd og velferð-
arnefnd, sé rýrt í roðinu.
Stjórnarliðar benda á hinn
bóginn á, að samkvæmt þing-
sköpum, gætu þingmenn
stjórnarflokkanna kosið í fasta-
nefndir Alþingis í krafti eins
þingmanns meirihluta, og
þannig verið með meirihluta í
öllum nefndum. Því sé ekki
rétt að tilboð um formennsku í
tveimur nefndum sé rýrt í roð-
inu.
Formleg samtöl á milli
stjórnar og stjórnarandstöðu
hafa ekki farið fram, en ein-
hverjar óformlegar þreifingar
hafa verið í gangi í vikunni.
Ekki er talið útilokað að Sjálf-
stæðisflokkurinn gefi eftir for-
mennsku í einni nefnd, til þess
að bæta andann á Alþingi.
Tilboðið sagt
rýrt í roðinu
STJÓRNARANDSTAÐAN
januar
stormur
LágmúLa 8 · sími 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
janúardagar
síÐUmúLa 9 · sími 530 2900
FULL BÚÐ AF TILBOÐSVÖRUM
Kæliskápar - Uppþvottavélar - Þvottavélar - Þurrkarar
Frystiskápar - Sjónvörp - Hljómtæki
Gerið góð kaup á heimilistækjum,
hljómtækjum eða sjónvörpum,
stórum sem smáum.
20-50%
afsláttur