Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Í orðmargri stefnuyfirlýsinguríkisstjórnarinnar er ekki vikið orði að fjölmiðlum. Vonandi stafar það ekki af því að ríkisstjórnin hafi ekki skilning á þýðingu fjöl- miðla eða á stöðu þeirra hér á landi og annars staðar í veröld- inni.    Fjöl-miðlar hafa á síð- ustu árum átt erfitt uppdráttar víða um heim og hafa þurft að glíma við hraðar tæknibreytingar og samkeppni frá samfélags- miðlum, leitarvélum og fleiri fyr- irbærum sem nýta sér efni fjöl- miðlanna og hafa um leið tekjur af efni þeirra.    Þessi fyrirbæri geta aldrei kom-ið í staðinn fyrir fjölmiðla. En þau hafa gengið af mörgum þeirra dauðum og gengið nærri öðrum.    Og þau búa við allt önnur skil-yrði en fjölmiðlar. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google keppa við fjölmiðla, þar með talið íslenska miðla, um tekjur, en þau greiða til dæmis enga skatta hér á landi.    Íslenskir fjölmiðlar máttu hinsvegar þola skattahækkun á síð- asta kjörtímabili.    Við þetta bætist að frjálsir fjöl-miðlar á Íslandi þurfa að keppa við ríkisfjölmiðil, sem þeir þurfa meira að segja sjálfir að hjálpa til við að halda uppi.    Umræðan á Íslandi, og íslensk-an, þurfa á frjálsum fjöl- miðlum að halda. Það getur ekki dregist lengur að stjórnvöld sýni því skilning. Frjálsir fjölmiðlar þurfa sanngirni STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.1., kl. 18.00 Reykjavík -5 skýjað Bolungarvík -7 skýjað Akureyri -11 léttskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn -1 heiðskírt Ósló -4 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur 0 alskýjað Helsinki 1 snjókoma Lúxemborg -1 léttskýjað Brussel 1 rigning Dublin 1 léttskýjað Glasgow 2 heiðskírt London 5 rigning París 3 rigning Amsterdam 2 slydduél Hamborg 1 heiðskírt Berlín 2 snjókoma Vín 4 skýjað Moskva -5 alskýjað Algarve 15 heiðskírt Madríd 9 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 10 rigning Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -28 heiðskírt Montreal -5 léttskýjað New York 7 heiðskírt Chicago -6 heiðskírt Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:57 16:18 ÍSAFJÖRÐUR 11:29 15:56 SIGLUFJÖRÐUR 11:13 15:38 DJÚPIVOGUR 10:33 15:41 Fararstjóri: Eyrún Ingadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Suður-Afríka Í þessari spennandi ferð um Suður-Afríku fara saman framandi áfangastaðir, fjölbreytt landslag og milt veðurfar. Við heimsækjum Jóhannesarborg, förum í tveggja daga safarí í Krugerþjóðgarðinum innan um ljón, nashyrninga og fíla, heimsækjum Höfðaborg og verðum vitni að því hvernig hið hlýja Indlandshaf og kalda Atlantshafið mætast við Góðrarvonarhöfða. Einstök ferð til að kynnast töfrum Afríku! Allir velkomnir á kynningarfund 17. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f. 6. - 20. október Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Kumbaravogur er ekki á vegum sveitarfélagsins og við komum ekki að uppbyggingu hjúkrunarheimila á svæðinu,“ segir Ásta Stefánsdóttir, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í bæj- arstjórn og fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins, spurð um ítrekun stjórnar Félags eldri borgara á Selfossi til fram- kvæmdastjóra og bæjarstjórnar Árborgar um að hefja tafarlaust viðræður við heilbrigðisyfirvöld um að Kumbaravogi verði ekki lokað fyrr en væntanlegt hjúkrunarheimili hefur verið opnað á Selfossi. Kumb- aravogi átti að loka í mars á þessu ári en nýtt hjúkrunarheimili verður ekki opnað í sveitarfélaginu fyrr en árið 2019. „Ég hef ekki áhyggjur af því að íbúum Kumbaravogs verði ekki fundið annað húsnæði. Hins vegar óttast ég að bið þeirra sem fyrir eru á biðlista lengist þegar íbúum Kumbaravogs er komið fyrir í öðru lausu úrræði,“ segir Ásta og bendir jafnframt á að fyrirhugað hjúkrun- arheimili sem tekur til starfa á öðr- um ársfjórðungi 2019 sé eingöngu 50 rýma hjúkrunarheimili. Það þarf að hennar sögn að vera stærra. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku óskaði bæjarráð eftir því að bygg- ingu nýja heimilisins yrði flýtt sem kostur er og ítrekaði að fulltrúar sveitarfélagsins hefðu lagt áherslu á að stækka þyrfti heimilið. Þörf á hjúkrunarheimilum Í bréfi sem Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans, sendi starfs- fólki sínu vísar hann sérstaklega til skorts á hjúkrunarheimilum. „Eins og flestum er kunnugt er mikið álag á spítalanum. Aðstreymi sjúklinga er mikið og hefðbundin tregða við útskrift þeirra sem búnir eru að fá þjónustu á Landspítala og þurfa stuðning annars staðar. Í dag eru 95 einstaklingar á spítalanum (að Vífilsstöðum meðtöldum) sem bíða eftir hjúkrunarheimili. Við þessar aðstæður skapast miklar ann- ir á deildum spítalans og það er lyk- ilatriði að öryggi sjúklinga sé alltaf í fyrirrúmi,“ segir Páll í bréfi sínu en hann skorar á nýja ríkisstjórn að hrinda áformum sínum um eflingu heilbrigðiskerfisins strax af stað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árborg Félag eldri borgara á Selfossi beinir tilmælum til bæjarstjórnar um að ræða við heilbrigðisyfirvöld um stöðu hjúkrunarheimila í bænum. Vilja fleiri hjúkr- unarrými í bæinn  Óvissa vegna lokunar Kumbaravogs Ásta Stefánsdóttir Til róttækrar skoðunar, er yfir- skrift opins fundar, sem haldinn verður Iðnó í hádeginu í dag, laug- ardag, um alþjóðaviðskiptasamn- inga. Fjallað verður um togstreitu fjármagns og lýðræðis, eins og það er orðað í auglýsingu. Ræðumaður á fundinum er Ög- mundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður ráðherra Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs. Fundarstýra verður Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins. Á fundinum ætlar Ögmundur að fara yfir helstu alþjóðaviðskipta- samningana, sem nú er unnið að víða um heim. „Færð verða rök fyrir því að þeir skipti okkur öll máli og komi okkur öllum við,“ segir um fundinn á heimasíðu Ög- mundar. Fundurinn hefst kl. 12 og lýkur um kl. 13. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeyp- is. Hægt verður að kaupa sér góm- sæta súpu að hætti Iðnó. Ræðir togstreitu fjármagns og lýðræðis Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.