Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
skilaðu kveðju til elsku bestu
ömmu frá mér.
Þín
Ásta Steinunn.
Kveðja frá Drífanda
stéttarfélagi
Barátta alþýðufólks fyrir bætt-
um kjörum í Vestmannaeyjum á
sér langa sögu. Verkafólk í Eyjum
hóf að skipuleggja kjarabaráttu
sína á haustmánuðum 1916 og
stofnaði Verkalýðsfélagið Dríf-
anda á vormánuðum 1917.
Jón stýrði sínum fyrsta fundi í
verkalýðsfélaginu á páskadag árið
1972. Að halda fund í verkalýðs-
félagi á páskadag lýsir tíðarand-
anum og atvinnuháttum þess
tíma. Landburður af fiski, unnið
myrkranna á milli og lausum
stundum skipt milli fjölskyldu og
verkalýðsfélags. Ári síðar hófst
gos á Heimaey og félagsmenn
dreifðust um allt land. Eftir gos
flutti Jón ásamt fjölskyldu sinni
heim og hóf að byggja upp Eyj-
arnar með fólkinu, og kom einnig
upp aðstöðu fyrir félagið og
byggði það upp úr öskustónni eftir
gosið.
Jón gegndi trúnaðarstörfum
fyrir Verkamannasamband Ís-
lands og var um tíma gjaldkeri
þess. Hann lét til sín taka í baráttu
farandverkafólks er hafði engin
félagsleg réttindi. Sú barátta var
áberandi í þjóðfélaginu á þeim
tíma. Stóð Jón eins og klettur með
farandverkafólkinu. Minnist sam-
ferðafólkið úr baráttunni hans
með þakklæti fyrir baráttuna er
þau háðu saman.
Í Vestmannaeyjum er lífið fisk-
ur og var Jóni ávallt umhugað um
starfskjör fiskverkafólks og var
frumkvöðull að starfsnámi fyrir
það, starfsnám sem enn er haldið í
dag. Hann sat fyrir hönd launa-
fólks í Eyjum í stjórn Lífeyris-
sjóðs Vestmannaeyja í fjöldamörg
ár og var um tíma stjórnarformað-
ur þar.
Verkalýðsfélagið og Snót sam-
einuðust árið 2000 undir nafninu
Drífandi stéttarfélag, ári eftir að
Jón lét af störfum. Voru félögin er
sameinuðust síðustu kynjaskiptu
stéttarfélögin er enn störfuðu á
Íslandi.
Að vera formaður í verkalýðs-
félagi í litlu samfélagi þar sem eru
sterk fjölskyldutengsl, nálægðin
mikil og þurfa að taka umdeildar
ákvarðanir er ekki fyrir alla. Ekki
tekst alltaf að ná nógu góðum
samningum svo allir félagsmenn
séu ánægðir. En alltaf tekst þó að
sumra mati að ganga svo nærri
fyrirtækjunum að til landauðnar
horfi, og þegar á reynir næðir kalt
um þá sem standa fremstir í
kjarabaráttu fólks. Við verkafólk í
Vestmannaeyjum erum svo hepp-
in að hafa haft sterkan mann í for-
svari á erfiðum tímum og jafn-
framt borið gæfu til að skýla
honum í allra nöprustu vindunum.
Kjarabarátta er hreinræktuð
hagsmunabarátta, barátta um
hvernig gæðum og arði sam-
félagsins er skipt. Barátta um lífs-
gæði margra gegn óseðjandi
gróðahyggju örfárra. Jón stóð
eins og klettur í þeirri baráttu fyr-
ir okkar hönd og sérstaklega
gætti hann að þeim er erfiðast
áttu uppdráttar í samfélaginu. Má
þar nefna fólkið á verndaða vinnu-
staðnum Heimaey kertaverk-
smiðju, hann sat þar í stjórn. Hon-
um var sérlega umhugað um fólk
sem var fast í vítahring fátæktar í
samfélagi sem annars er með ein
hæstu meðallaun á Íslandi. Og þar
með tekjumunurinn milli þess
fólks og barna þeirra meira slá-
andi í samanburði við aðra er bet-
ur hafa það, en á mörgum öðrum
stöðum.
Að standa sem forsvarsmaður
launafólks á átakatímum og taka
einnig að sér hagsmunabaráttu
þeirra er minnst máttu sín í sam-
félaginu lýsir Jóni Kjartanssyni
vel. Hann stóð stoltur í þeirri bar-
áttu og við erum stolt af honum
fyrir það. Hann var ekki allra fyrir
vikið, en við sem störfuðum með
honum áttum öll hlut í honum.
Kæri félagi, far í friði.
Fjölskyldu og vinum Jóns
Kjartanssonar sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Arnar G. Hjaltalín,
Drífanda stéttarfélagi.
Stundum er það svo að einhver
sérstakur hefur bein áhrif á líf
manns og þá stefnu sem það tek-
ur. Jón Kjartansson var einn af
þessum mönnum í mínu tilfelli.
Ég var 32 ára gömul og nýút-
skrifaður stúdent frá Framhalds-
skólanum í Vestmannaeyjum. Þar
sem ég er af amerískum uppruna
skorti mig sjálfstraust og mér
fannst ég ekki tala íslensku nægi-
lega vel. Þetta setti hömlur á
hvers konar vinnu ég treysti mér
til að sækja um. Nokkrum vikum
eftir útskrift hittum við Runi Jón
úti á Hásteinsvegi í fallegu sum-
arveðri. Eftir stutt spjall við Runa
sneri Jón sér að mér og spurði
hvort ég hefði áhuga á hlutastarfi í
bókhaldinu á skrifstofu Verka-
lýðsfélagsins. Ég þáði boðið, jafn-
vel þótt ég væri svolítið óviss um
hvort ég treysti mér í það. En þeg-
ar upp er staðið eru tveir plús
tveir alltaf fjórir, sama hvert
tungumálið er og þetta gekk vel. Í
gegnum bókhaldsvinnu, símasvör-
un, útreikninga á atvinnuleysis-
bótum og einstaklingsaðstoð við
útfyllingu ýmissa eyðublaða,
bættist við orðaforðann og kunn-
áttuna í íslensku.
Jón var mikill hugsjónamaður,
stóð fyrir námskeiðum og bar alla
tíð virðingu fyrir menntun. Þegar
ég ákvað að hefja háskólanám tók
hann því vel. Ég vildi halda áfram
að vinna á skrifstofunni hjá hon-
um og taka háskólanámið í fjar-
námi samhliða. Næstu þrjú árin
fór ég til Reykjavíkur einu sinni í
mánuði og sat fyrirlestra. Jón var
hvetjandi og skilningsríkur gagn-
vart sveigjanlegum vinnutíma og
án hans stuðnings hefði ég aldrei
útskrifast með háskólapróf á þeim
árum og seinna fengið kennara-
réttindi.
Ekki var verra að Jón var
hlynntur tækninýjungum. Hann
tók glaður á móti öllu sem auð-
veldaði starfið og var fljótur að að-
lagast tölvum, prenturum og öðr-
um tæknibúnaði. Ég naut góðs af
því þegar ég sat á skrifstofunni og
skrifaði ritgerðir á kvöldin eða um
helgar.
Það var samt ekki alltaf dans á
rósum að vinna með Jóni og gat
hann á köflum verið ofboðslega
þver og jafnvel erfiður. En það
voru einmitt þessi persónuein-
kenni sem voru honum nauðsyn-
leg til að geta staðið í löngum og
hörðum samningalotum fyrir
verkafólkið sem hann var að
þjóna. Ég bað hann einu sinni um
kauphækkun fyrir okkur tvö en
hann tók það ekki í mál enda vildi
hann ekki vera með hærri laun en
verkafólkið sem hann var að
semja fyrir. Ég stóð þó fast á mínu
og fékk að lokum smá kauphækk-
un fyrir mig eina.
En þótt hann gæti verið þver
hafði hann góðan húmor og oft var
hlegið saman. Best af öllu þótti
mér þó heimsóknirnar á kaffistof-
una. Mér fannst skemmtilegast að
fá eldri eyjaskeggja í létt spjall.
Að hlusta á Jón og Jóa á Hólnum
rifja upp gamla tíma var eins og að
fá sögu Vestmannaeyja beint í æð.
Við störfuðum saman í 15 ár,
eða þangað til Jón fór á eftirlaun.
Þó að ég hafi búið erlendis núna
síðustu átta árin reyndi ég alltaf
að halda sambandi við Jón þegar
ég kom heim til Eyja. Ég er
ánægð að mér gafst tækifæri til að
þakka honum fyrir stuðning hans í
gegnum árin. Hann hafði tvímæla-
laust bein áhrif á stefnu mína í líf-
inu með þeirri vinnu sem hann
bauð mér og þeim tækifærum sem
hann veitti mér.
Margo Elísabet Renner.
við okkur til og fórum í bíltúr, oft
lá leiðin í Eden eða í Þrastalund og
þar var gott að fá sér kaffisopa eða
jafnvel ís og áttum góðar og nota-
legar stundir.
Við á Snæfelli vissum oft þegar
von var á ykkur Ástmundi, þið
gerðuð stundum boð á undan ykk-
ur, eitthvað helltist niður t.d. Um
margt var spjallað, lífsins gang og
jafnvel pólitík. Umræðurnar urðu
oft fjörugar en alltaf jákvæðar og
aldrei kom snurða á vinskapinn
milli Snæfells og Eystri Grundar.
Ég veit að Ástmundur tekur á
móti þér og syngur fyrir þig
„Kvöldið er fagurt, sól er sest“
sem honum þótti svo fallegt og
söng það oft með hárri raust.
Kvöldið er fagurt, sól er sest
og sefur fugl á grein.
Við skulum koma vina mín
og vera saman ein.
Ég þekki fagran lítinn lund,
hjá læknum upp við foss.
Þar sem að gróa gullin blóm,
þú gefur heitan koss.
Þú veist að öll mín innsta þrá
er ástarkossinn þinn,
héðan af aðeins yndi ég
í örmum þínum finn.
(Ingólfur Þorsteinsson)
Ég vil þakka Imbu frænku
minni samfylgdina í gegnum árin,
og viljum við votta börnum og fjöl-
skyldum hennar innilega samúð
okkar.
Margrét Sturlaugsdóttir.
Elsku „Imba amma“, ég man
þegar ég hitti þig fyrst. Ég kom
ung stúlka að vinna í humri í
Frystihúsinu á Stokkseyri. Full
eftirvæntingar og ætlaði sko að
standa mig. Í fyrsta kaffitímanum
hitti ég þig, þar sem ég sat víst á
staðnum þínum, fékk heldur kald-
ar kveðjur frá þér í það skiptið en
það gerðist ekki aftur. Nokkrum
árum síðar varð ég tengdadóttir
þín og áttum við góða tíma á
Stokkseyri. Ég dáðist alltaf að
dugnaðinum, þrautseigjunni og
samviskuseminni í þér. Þú vannst
allan daginn í Frystihúsinu en
þess á milli hjálpaðir þú til við bú-
skapinn á Grund og fórst ekki fáar
ferðir upp á Selfoss til að snúast
með Sæmundi.
Strákarnir mínir eru líka ótrú-
lega heppnir að hafa átt þig sem
ömmu. Þú varst bóngóð og pass-
aðir þá oft þegar þeir voru yngri.
Þeir gistu hjá þér og sýsluðu í
kringum þig, fóru með þér út á
Grund og fengu sér ábrystir eða
rabarbaragraut. Þú prjónaðir
handa þeim vettlinga, sokka og
margt fleira enda mikil handa-
vinnukona. Þeir elskuðu kjötboll-
urnar, fiskibúðinginn og dísætu
pönnukökurnar og eins og aðrir
fóru þeir aldrei svangir frá þínum
bæ. Þeir minnast oft á hnyttin til-
svör frá þér og dillandi hláturinn
þegar verið var að gera grín.
Ég minnist líka góðra stunda
og finnst alltaf gaman að rifja upp
þá fræknu för okkar til Reykjavík-
ur þar sem þú ætlaðir að skipta
um bíl og fá þér nýja Lödu í stað
þeirrar gömlu. Við snérum nú svo
upp á okkur þá að við fórum heima
á gömlu Lödunni og sögðum þeim
bara að eiga þá nýju. Þú gerðir svo
kostakaup og keyptir þér miklu
flottari bíl sem entist þér í mörg
ár. Ég minnist líka þess tíma þeg-
ar þú varðst mjög veik og okkur
stóð ekki á sama, en þú hristir það
af þér eins og hvað annað. Þá vitj-
aði ég þín oft á dag og skipti um á
sárum þínum þá áttum við okkar
innilegustu stundir sem eru mér
ógleymanlegar.
Fertugsafmælið hans Sæ-
mundar er mér líka ofarlega í
huga en við ræðum það ekki hér,
það var bara gaman. Mér fannst
líka svo gaman að heyra í þér þeg-
ar þú ákvaðst að fara á elliheimili,
þú gast alveg verið lengur heima,
en þú ætlaðir sko að fara og njóta
þess að vera þar með vinkonum
þínum á meðan þú hefðir heilsu til
og gaman af.
Elsku Imba, þú reyndist mér
alltaf vel, varst drengjunum okkar
ætíð stoð og stytta. Varst alltaf til
staðar og sýndir þeim hlýju og
kenndir þeim eftir bestu getu. Við
áttum okkar erfiðu tíma og upp-
lifðum sorg þegar við Sævar fórum
sitt í hvora áttina. Þau sár greru
um heilt og ótakmarkaða virðingu
og hlýju ber ég alltaf til þín.
Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móð-
ur þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu
störfin vann
og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar
og fræddi þig um lífið og gerði úr þér
mann.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Imba, takk fyrir allt sem
þú kenndir mér allt sem þú sagðir
mér og allar þær stundir sem við
áttum saman. Elsku Sævar, Haf-
þór Ari, Ástþór Ingi, Gunnþór
Tumi, Arndís Ósk, Sæmundur og
aðrir aðstandendur, ég votta ykk-
ur samúð mína og bið Guð að varð-
veita ykkur um ókomna tíð.
Anna Guðný Gunnarsdóttir.
Okkur langar að minnast henn-
ar Imbu okkar á Grund með fáein-
um orðum.
Hún var frænka okkar en einn-
ig var góður vinskapur milli for-
eldra okkar, Möggu og Harðar, og
Imbu og Ástmundar.
Oft var skroppið austur á Grund
í heimsókn og þá var oft mikið fjör.
Að sjálfsögðu var boðið upp á
bakkelsi og okkur krökkunum
boðið mjólkurglas en við vorum nú
ekkert allt of hrifin af þessari
„beljumjólk“, fannst hún betri
beint frá búðinni. Þræluðum þessu
í okkur en Imba sá alveg í gegnum
okkur og hafði bara gaman af
þessu, hefur örugglega brosað í
laumi. Og þannig munum við líka
eftir henni, alltaf svo létt og stutt í
hláturinn, sagði svo bara: „Það er
naumast!“ eða: „Ég skal segja
ykkur það!“ enda eru þetta líka
fleyg orð hjá okkur í dag. Hún var
algjör gullmoli sem okkur þótti öll-
um vænt um.
Það sem hún var dugleg að
skreppa á bílnum og mætti í
barnaafmælin á Snæfelli fram á
síðustu ár og hafði held ég jafn
gaman af að hitta okkur eins og
við hana. Lét sig ekki muna um að
skjótast frá Bakkanum þar sem
hún bjó síðustu árin á Sólvöllum.
Fylgdist vel með öllum okkar
börnum sem þekktu hana alltaf
sem Imbu á Grund, þó hún væri
löngu flutt þaðan, en einnig sagði
hún frá sínum afkomendum full af
stolti.
Við munum líka mörg áramótin
sem Imba og Ástmundur komu
heim á Snæfell og það var verið að
spila vist langt fram á morgun
með tilheyrandi fjöri, það var sko
engin lognmolla í kringum þá
spilamennsku, hálfar og heilar
staðnar með mikilli kænsku.
Þetta voru skemmtilegir tímar og
kveðjum við nú kæra frænku með
söknuði og þakklæti fyrir sam-
fylgdina.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sofðu rótt, mín kæra.
Fyrir hönd systkinanna frá
Snæfelli,
Guðbjörg.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLBERA GUÐNÝ LEÓSDÓTTIR,
Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili,
Akranesi,
sem lést 9. janúar, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 18. janúar klukkan 14.
Blóm og kransar afþökkuð en þeir, sem vilja minnast hennar,
láti Styrktar- og líknarsjóð Rebst. nr. 5, Ásgerðar I.O.O.F
(s. 863-1323) eða Höfða njóta þess.
.
Ríkharður Jónsson,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Daði Runólfsson,
Hrönn Ríkharðsdóttir, Þórður Elíasson,
Ingunn Ríkharðsdóttir, Kristján Hannibalsson,
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Jón Leó Ríkharðsson, Kicki Anderson
og ömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og tengdasonur,
DAVÍÐ I. PÉTURSSON
vélvirki
og fyrrv. bóndi á Þverá á Síðu,
lést á heimili sínu 9. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23.
janúar klukkan 13.
.
Kristjana A. Kristjánsdóttir,
Kristján P. Davíðsson,
Ásta K. Davíðsdóttir, Steingrímur Jónsson,
Anna M. Þorvaldsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN JÓNSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 20. janúar klukkan 13.
.
Emilía Líndal Jóhannesdóttir,
Jenný L. Kjartansdóttir, Jón Friðrik Jónsson,
Sigurjón L. Kjartansson, Jóna Anna Heiðarsd.,
Erna L. Kjartansdóttir, Jón Haukur Daníelsson,
Jóhannes L. Kjartansson, Guðlaug Elsa Ásgeirsd.,
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
STEFÁNS SIGURKARLSSONAR
lyfjafræðings
og fyrrverandi apótekara.
.
Anna Guðleifsdóttir,
Sigurkarl Stefánsson, Olga L. Garðarsdóttir,
Sigurborg Stefánsdóttir, Mekkinó Björnsson,
Anna Kristín Stefánsdóttir, Sigurður Erlingsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar og tengdamóður,
MARGRÉTAR ÞORVALDSDÓTTUR,
Sjávargrund 12a, Garðabæ.
.
Elín L. Egilson, Holger Torp,
Sveinbjörn Á. Egilson,
Þorvaldur S. Egilson, Aðalheiður Rúnarsdóttir,
Guðríður Egilson,
Þorsteinn Egilson, Eygló Ólafsdóttir.