Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það hafa öll spjót staðið á okkur.
Ég hef samt þá trú, sama hvernig
allt veltist, að þeir sem eru góðir í
að rækta kjúkling muni eiga fram-
tíð fyrir sér í framleiðslu á Íslandi,“
segir Ingvar Guðni Ingimundarson,
kjúklingabóndi á Vatnsenda í Flóa.
Skipulagsfulltrúi hefur auglýst
deiliskipulag fyrir alifuglabú á nýj-
um stað á jörðinni þar sem ætlunin
er að stækka búið.
Eigendur jarðarinnar hafa tekið
frá rúmlega 5 hektara svæði, norð-
an Villingaholtsvegar, og skipulagt
þar lóðir fyrir sex kjúklingahús, alls
um 6.000 fermetra að stærð, auk
annarrar aðstöðu. Þar á að vera
hægt að ala allt að 80 þúsund fugla,
þegar öll húsin hafa verið byggð. Í
kynningu skipulagsfulltrúa á deili-
skipulaginu kemur fram að tilgang-
urinn er að efla starfsemi búsins og
bæta aðstöðu fuglanna.
Byggja til að halda sama fjölda
Hjónin á Vatnsenda, Ingimundur
Bergmann og Þórunn Kristjáns-
dóttir, hafa verið með kjúklingaeldi
í áratugi og undir heitinu Kjúk-
lingabúið Vor frá árinu 1993. Nú
hefur ábyrgðin færst mikið á
herðar sonar þeirra, Ingvars
Guðna. Þau kaupa ungana dags
gamla og ala upp í sláturstærð og
selja þá til Reykjagarðs sem rekur
sláturhús á Hellu og sölukerfi.
Ingimundur segir að lengi hafi
staðið til að bæta við, þó ekki væri
nema einu eða tveimur húsum.
„Kjúklingahúsin eru heima á bæj-
arhlaðinu. Við vildum komast hjá
því að bæta við þar. Villingaholts-
vatn er hér við og til fegurðarauka í
sveitinni. Þess vegna fórum við út í
það að skipuleggja reit norðan
þjóðvegar. Hann nýtist ekki vel í
annað og við höldum að hægt sé að
láta mannvirki þar hverfa svolítið,“
segir Ingimundur.
Auknar kröfur sem gerðar eru til
starfseminnar í reglugerð um vel-
ferð alifugla sem sett var á árinu
2015 höfðu í för með sér að kjúk-
lingabændur þurftu að fækka fugl-
um um 10%. Búin minnkuðu sem
því nemur. Bændur hafa því val um
að reka búin þannig eða byggja ný
hús til að halda sömu framleiðslu.
Bændurnir á Vatnsenda hyggjast
byrja á því að byggja syðsta húsið
á nýju lóðinni. Ingvar Guðni er
ekkert banginn við að hefjast handa
við uppbyggingu. „Þetta er ágætis
grein. Hún er sveiflukennd en í
jafnvægi núna. Ferðamennirnir
borða mikið af kjúklingi þannig að
það er margt fólk að fæða og stöð-
ug aukning í sölu,“ segir hann.
Keppt við styrktar afurðir
Aukinn innflutningur á kjöti er
helsta ógn kjúklingaræktarinnar.
Búist er við auknum innflutningi á
næstu vikum og mánuðum vegna
tollasamnings við Evrópusam-
bandið sem gerður var á árinu
2015. Ingimundur er formaður Fé-
lags kjúklingabænda. Segir hann að
tollasamningurinn komi ekki aðeins
við kjúklingabændur, hann hafi
áhrif á kjötmarkaðinn í heild. Ef of-
framboð og verðlækkun verður á
einni kjöttegund hafi það áhrif á
aðrar greinar og skaði markaðinn í
heild.
Ingvar Guðni segir að tollvernd
kjúklingakjöts sé alltaf að minnka.
Það sé vissulega slæmt þegar verið
sé að hleypa inn afurðum sem njóti
styrkja í Evrópusambandinu í sam-
keppni við afurðir hér sem ekki
njóti styrkja.
Geta notað meiri hænsnaskít
Í greinargerð með deiliskipulags-
tillögunni kemur fram að samtals
um 1.100 rúmmetrar af hænsnaskít
muni falla til á ári frá húsunum sex
sem gert er ráð fyrir á skipulaginu.
Hann verði notaður sem áburður á
ræktað land og til uppgræðslu.
Ingvar segir að skíturinn sé
verðmætur. Þau séu að hefja nauta-
eldi á býlinu og verði áburðinum
dreift á túnin og grasið nýtt í naut-
in. „Þetta fer vel saman og við get-
um vel notað meiri skít,“ segir
hann.
Kynslóðaskipti Ingvar Guðni Ingimundarson og Eydís Rós Eyglóardóttir eru um þessar mundir að taka við kjúk-
lingaeldinu á Vatnsenda í Flóa. Þau eru hvergi bangin við að hefjast handa við uppbygginguna á bænum.
Þeir góðu eiga framtíð
fyrir sér í framleiðslu
Skipuleggja lóð fyrir 80 þúsund kjúklinga á Vatnsenda
Páskaungar Bændur kaupa ungana dags gamla og ala í sláturstærð í kjúk-
lingabúinu á Vatnsenda og selja þá til sláturhúss Reykjagarðs á Hellu.
www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Ferðafélag Íslands á 90 ára afmæli 2017 og við hefjum
afmælisárið sunnudaginn 15. janúar með göngu um Öskju-
hlíðina og Nauthólsvík undir styrkri forystu Péturs H. Ármanns-
sonar, arkitekts og landsins helsta sérfræðings um byggingasögu
höfuðborgarsvæðisins.
Pétur hefur um margra ára skeið leitt sérstakar borgargöngur
á vegum Ferðafélags Íslands. Í þessari göngu verður hugað að
uppbyggingu og skipulagi Öskjuhlíðarinnar og merkileg saga
svæðisins rifjuð upp.
Gangan hefst kl. 10.30 frá Perlunni í Öskjuhlíð.
Gengin er 4-5 km hringur.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
við upphaf afmælisárs FÍ
Borgarganga
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Öll kínversk
leikfimi
• Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni
• Heilsubætandi Tai chi
• Hugræn teygjuleikfimi
• Kung Fu fyrir 4 ára og eldri
Í samstafi við Kínverskan
íþrótta háskóla
Einkatímarog
hópatímar
Fyrir alla
aldurshópa
Þú finnur okkur á Facebook
Í árslok 2016 námu aflandskrónu-
eignir samtals 191 ma.kr. og höfðu
minnkað um ríflega 128 ma.kr. frá
31. mars 2016. Í árslok var mest af
aflandskrónunum í ríkisbréfum, rík-
isvíxlum og öðrum bréfum með rík-
isábyrgð, 105,6 ma.kr., í reiðufé og
innstæðubréfum Seðlabankans voru
72,7 ma.kr. og 12,8 ma.kr. í öðru
eignaformi. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Seðlabanka Íslands,
sem birt var í gær.
Eins að hinn 22. maí 2016 hafi tek-
ið í gildi lög nr. 37/2016 um meðferð
krónueigna sem háðar eru sér-
stökum takmörkunum. Lögin mæltu
fyrir um afmörkun aflandskrónu-
eigna og flutning þeirra á um-
sýslureikninga í Seðlabankanum og
á reikninga háða sérstökum tak-
mörkunum. Í greinargerð með
frumvarpinu var birt mat á heildar-
umfangi aflandskrónueigna eins og
þær voru 31. mars 2016, byggt á
greiningu Seðlabanka Íslands.
Aflandskrónueignir voru þá áætl-
aðar 319,1 ma.kr. Í júní 2016 hélt
Seðlabankinn gjaldeyrisútboð fyrir
aflandskrónueigendur þar sem til-
boðum var tekið fyrir samtals 82,9
ma.kr. Þá var eigendum afla-
ndskrónueigna heimilt að eiga gjald-
eyrisviðskipti við Seðlabankann á
viðmiðunargenginu 220 krónur á
evru til 1. nóvember 2016 og leituðu
þá um 15,5 ma.kr. útgöngu.
128 milljörðum minni
aflandskrónueignir
Eftir standa eignir
upp á 191 milljarð
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Aflandskrónueignir
nema 191 milljarði króna.