Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 ✝ Björn Bald-ursson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1966. Hann lést 31. desember 2016. Foreldrar Björns voru Baldur Bjarnason, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, og Sigríður Sal- varsdóttir, f. 17.5. 1925, d. 1.3. 2013, bændur í Vigur. Systkini Björns eru 1) Björg, f. 10.9. 1952, 2) Ragnheiður, f. 11.7. 1954, 3) Bjarni, f. 14.2. 1957, 4) Salvar, f. 5.9. 1960. Hálfbróðir Björns, sammæðra, er Hafsteinn Hafliðason, f. 25.2. 1946. Árið 1998 kvæntist Björn Ing- unni Ósk Sturludóttur, f. 23.12. 1959. Foreldrar hennar eru Sol- veig Thorarensen, f. 9.9. 1933, og Sturla Eiríksson, f. 21.10. 1933, d. 19.1. 2015. Börn Björns og Ingunnar eru Baldur, f. 7.7. 1998, og Snjólaug Ásta, f. 15.6. 2000. Björn var alinn upp í eyjunni fluttu Björn og Ingunn ásamt börnum sínum til Ísafjarðar þar sem Björn starfaði til skamms tíma hjá verktakafyrirtækinu Ágúst og Flosi ehf. Haustið 2004 hóf hann störf hjá Byggðasafni Vestfjarða þar sem hann vann sem safnvörður alla tíð síðan. Björn var um tíma þáttagerð- armaður hjá svæðisútvarpi Vestfjarða. Björn gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ. Hann átti sæti í búnaðarmálanefnd og var bú- fjáreftirlitsmaður um nokkurra ára skeið. Þá átti hann sæti í sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju frá 2011 og var formaður nefnd- arinnar frá 2013 til dauðadags. Um tíma söng hann með Sunnu- kórnum á Ísafirði og var í Rót- arýklúbbi Ísafjarðar. Björn var áhugaljósmyndari, hann hafði mikinn áhuga á sögu og íslensk- um þjóðháttum safnaði saman miklum fróðleik tengdum því og skrifaði greinar sem birtust víða, m.a. í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga og á vefsíðu hans vig- ur.123.is Útför Björns fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 14. janúar 2017, kl. 14. Vigur í Ísafjarð- ardjúpi þar sem foreldrar hans héldu bú ásamt Birni, föðurbróður Björns. Hann hóf nám í barnaskól- anum í Reykjanesi og var þar einn vet- ur en fór síðan í barnaskólann í Hnífsdal og því næst í grunnskól- ann á Ísafirði. Ári eftir að hann lauk grunnskóla hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og tók skyldubundið starfsnám á Lómatjörn í Grýtubakka- hreppi. Björn útskrifaðist sem búfræðingur árið 1985 og sneri þá heim í Vigur þar sem hann tók við búinu ásamt Salvari, bróður sínum, og Hugrúnu, konu hans. Voru þeir bræðurnir fjórði ættliðurinn sem byggði eyjuna síðan ættin fluttist þang- að árið 1884. Sambúð Björns og Ingunnar Óskar hófst árið 1995 og bættist hún þá í hóp bændanna í Vigur. Árið 2004 Pabbi minn var yndislegasti, sterkasti, besti, ljúfasti og fyndn- asti maður sem ég þekkti. Ég bar mikla virðingu fyrir honum og mun alltaf gera. Hann var mesti húmoristi sem ég þekkti, hrikalega hrekkjóttur og lagði mikla vinnu í hrekkina sína. Hann vildi öllum gott. Við áttum svo rosalega góðar stundir saman, alltaf var hann jafn skemmtilegur og fyndinn. Pabbi kenndi mér svo margt og ég er svo þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Pabbi var einstakur maður og svo umhyggjusamur. Gull af manni. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Snjólaug Ásta. Lifir, blómgast, löndin vinnur, lýsigull og sólskin spinnur ofar brotsjó atburðanna endurminning góðra manna. (G. Fr.) Þær eru ófáar minningarnar sem spretta fram að elsku Bödda bróður látnum. Svo sannarlega spinnur minning hans lýsigull og sólskin í huga okkar. Hans brot- sjór var áfallið skelfilega, blóð- tappinn sem rændi hann heils- unni mánuði fyrir fimmtugs- afmælið. Við minnumst litla bróður, gullinhærða, lokkaprúða drengs- ins, unga og fullorðna mannsins, sem var allra hugljúfi frá vöggu til grafar. Hann var einstakur gleðigjafi og augasteinn foreldra okkar enda launaði hann þeim uppeldið með sérstakri alúð, kærleik og umhyggjusemi þegar aldurinn færðist yfir. Samband hans við Ænda, nafna hans, föðurbróður okkar, var einstakt og er óhætt að segja að Böddi hafi verið hans stærsta ljós í lífinu. Þegar Böddi hafði lokið bú- fræðinámi á Hvanneyri tóku hann og Salvar við búi í Vigur af foreldrum okkar. Aldrei bar skugga á það samstarf. Þar birt- ist í hvívetna ástin á eyjunni okk- ar yndislegu, sem er sameigin- legur griðastaður stórfjölskyldunnar. Allt viðmót þeirra bræðra og húsfreyja í Vig- ur hefur byggt upp dýrmætan minningasjóð. Í fertugsafmæli Röggu systur komu heilladísirnar til skjalanna og leiddu saman þau Ninnu og Bödda. Orðaði faðir Ninnu það svo að þarna hefði Ninna krækt sér í „hreina náttúruafurð“ enda má það til sanns vegar færa. Þar sameinuðust heimskonan og sak- lausi sveitadrengurinn. Þrátt fyr- ir ólíkan bakgrunn var samband þeirra ákaflega farsælt og ást- ríkt. Kunnu þau vel að meta húm- or hvort annars. Lagði Böddi oft á sig heilmikla fyrirhöfn við að stríða sinni ektakvinnu, enda með afbrigðum hugmyndaríkur í þeirri iðju. Alltaf var þó stríðnin græskulaus og gaf tilefni til lang- varandi hláturskasta. Börnin tvö, Baldur og Snjó- laug Ásta, voru Bödda endalaus uppspretta hamingju og gleði. Þegar að því kom að þau færu í grunnskóla flutti fjölskyldan á Ísafjörð. Aldrei rofnuðu samt hin sterku tengsl við Vigur. Böddi var svo heppinn að fá vinnu við Byggðasafnið á Ísafirði og var þar alveg á réttri hillu. Hann var mikill grúskari og hafði ákaflega gaman af að grafa upp gamlan fróðleik. Eitt hugleikn- asta verkefni hans var þó að sinna um mótorbátinn Gest frá Vigur. Voru það heilagar stundir að sigla Gesti um Sundin. Varð hon- um þá tíðhugsað til pabba og þeirra stunda er þeir áttu saman um borð í Gesti á árum áður. Elsku Ninna, Baldur og Snjó- laug. Við deilum með ykkur þeirri sáru sorg er nú grúfir yfir fjölskyldu og vinum. Megi Guð veita ykkur og okkur öllum styrk til að takast á við hana. Minning elsku hjartans Bödda okkar mun ylja okkur um ókomna tíð. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt á ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur, bláeygur, guðs barn. (Jóhannes úr Kötlum.) Hinsta kveðja frá systkinum. Hafsteinn, Björg, Ragnheið- ur, Bjarni og Salvar. Sumarið 1994 fréttist af van- sælum hundi í Vigur í Ísafjarð- ardjúpi. Heila helgi lá Lappi hundur ýlfrandi fyrir framan tjald blómarósar að sunnan. Hús- bóndi hans og besti vinur var nefnilega þar inni og virtist þurfa að klappa henni voða mikið. Eft- irleiðis var líf þeirra þriggja sam- tvinnað. Ninna systir var blóma- rósin og Böddi húsbóndinn. Það tók þau ekki nema helgina að verða ástfangin upp yfir haus. Þorláksmessa sama ár. Ninna hefur platað mig til þess að keyra sig niður á Reykjavíkurhöfn. Veður er drungalegt og mikill sjór en samt ætlar systir mín að húkka far með Fagranesinu alla leið vestur í Djúp til þess að kom- ast inn í Vigur. Ég reyni að telja henni hughvarf, en þegar kona er heltekin af ást heldur ekkert aft- ur af henni. Sumar ’95. Ég er loksins kom- in inn í Vigur að líta Vigurbónd- ann augum. Þétt faðmlag og koss á kinn og við erum orðin vinir. Ég fylgist með Bödda í sínu rétta umhverfi. Hér er hann kóngur. Böddi með runu af æðarungum á eftir sér, Böddi með lundaháfinn, Böddi við mjaltir, Böddi með ný- fæddan kálf á herðunum, Böddi að útdeila kríuprikum til túrista, Böddi við mótorinn á Sódanum, Böddi að heyja, Böddi að tína æð- ardún, Böddi í flæðarmálinu að kenna syni mínum að „bleyta“ kellingar, Böddi að stríða ungu vinnumönnunum af einstökum metnaði og hugmyndaflugi. Böddi með fallegt bros og glettni í augum að sækja mág- konu sína úr flugi. Hann vippar upp ferðatöskunni eins og fisi. Það er alltaf gott að koma til Ísa- fjarðar þar sem Ninna, Böddi og börnin þeirra Balli og Snjólaug eiga nú heimili. Böddi hefur tekið til starfa á Byggðasafninu. Hann finnur sig vel þar. Nýtur sín við að hugsa um báta safnsins. Hann grúskar mikið í tölvunni og er laginn að finna alls konar fróðleik af netinu. Núna kemur í ljós hæfni hans við ljósmyndun og fal- legar náttúrumyndir birtast oft á vefsíðu hans. Böddi er stríðinn. Hann hefur komist að því að mágkona hans er í meira lagi pjöttuð og vill helst alltaf reyna að líta sem best út. Hann sýnir henni mynd sem hann tók af henni í sundi. Myndin er skelfilega hræðileg. Sem betur fer hefur mágkonan húmor fyrir því. Myndin er hér eftir dregin upp reglulega og vekur ávallt trylltan hlátur. Böddi býr til nýtt, metnaðarfullt safn ljósmynda í tölvunni sinni. Ljótumyndir af Rósu. Það er gaman að hlæja með Bödda. Böddi er hlýr. Hann er góður við okkur systkinin þegar við missum Lólu systur. Nærvera hans er ljúf og róar. Öllum finnst gott að hafa hann nálægt sér. Áfall skellur á síðasta sumar þegar elsku Böddi fær blóðtappa í heila. Það er undravert að hann lifi það af og hann ætlar sér að ná fullum bata. En batinn stendur á sér og svartnættið skellur á sál- inni. Lappi hundur hvarf yfir móð- una miklu fyrir mörgum árum. Það er ég viss um að Böddi hefur komið við í Dýrafirðinum og náð í hann. Nú eru þeir aftur saman úti að veiða lunda. Þeir taka á móti okkur þegar kallið kemur. Þang- að til yljum við okkur við minn- ingar um ljúfan dreng og góðan. Ég sendi samúðarkveðjur mínar til elsku Ninnu, Balla og Snjólaugar. Megi almættið styrkja þau í sorginni. Rósa. Það voru þung tíðindi sem bár- ust á lokadegi síðasta árs og mjög óvænt. Ég þurfti að klípa mig til að ganga úr skugga um að mig væri ekki að dreyma. Það var svo ótrúlegt að heyra að hann Böddi væri farinn, þessi ljúfi og góði drengur. Já, hann Böddi var sannarlega góður drengur og mikið prúðmenni. Ég gleymi aldrei þegar Böddi og Ninna komu í heimsókn til Bandaríkj- anna þegar við bjuggum þar, ég og Rósa fyrrum kona mín sem er systir Ninnu. Það var mikil eft- irvænting að fá þau í heimsókn og við áttum sannarlega frábærar stundir saman. Þá fékk maður að kynnast Bödda vel. Það var alltaf gott að vera í nærveru Bödda. Hann bauð nefnilega af sér ein- stakan þokka og frá honum streymdu alltaf jákvæðir og góðir straumar. Mér er minnisstætt að hinir ástföngnu gestir okkar færðu mér nýjasta disk Prince, Emancipation, í jólagjöf. Nú er einkennilegt að hugsa til þess að bæði Böddi og tónlistarmaðurinn frá Minnesota kvöddu okkur sama árið. Elsku Ninna, Snjó- laug, Baldur, Rósa, Óskar, Dollý, systkini Bödda og öll fjölskyldan og vinir. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi almáttugur Drottinn Guð veita ykkur þann styrk sem þarf á svona erfiðum stundum. Það kom svo skýrt upp í hugskot mitt þegar ég frétti tíðindin að Böddi væri núna kominn á bjartan og fallegan stað þar sem honum líð- ur vel, og þar sem hann bíður okkar. Það verða fagnaðarfundir. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Ragnarsson. Lífið varð grárra og litlausara daginn sem Böddi vinur minn kvaddi þessa jarðvist. Kynni okk- ar náðu yfir næstum þrjá áratugi en þau hófust sumarið 1988 þegar við sigldum nokkur saman á trillu frá Ögri yfir í Vigur einn fallegan dag í júlí. Böddi gekk með okkur um eyjuna og upplifðum við dá- semdir þessarar náttúruperlu undir hans leiðsögn. Það var auð- velt að hrífast því hann var bæði skemmtilegur og með góða nær- veru en fyrst og síðast var aug- ljóst að hann elskaði eyjuna sína og íbúa hennar, menn og skepn- ur, af öllu hjarta. Þegar Böddi flutti til Ísafjarðar með Ninnu sína og börnin tvö, Baldur og Snjólaugu, varð mikill samgang- ur milli heimila okkar og sterk vináttubönd hnýtt. Síðar urðum við Böddi einnig samstarfsfélag- ar í Safnahúsinu á Ísafirði og unnum þar saman að mörgum verkefnum. Við áttum ýmis sam- eiginleg áhugamál, m.a. deildum við áhuga á sögu byggðanna við Djúp, mannlífi þar og menningu. Í gegnum árin safnaði hann sam- an miklu efni um Vigur og tók saman ýmsan fróðleik um sögu eyjunnar. Naut Ársrit Sögu- félags Ísfirðinga góðs af þessum skrifum og var hann eindregið hvattur til að skrifa meira fyrir ritið enda fóru honum ritstörfin vel úr hendi. Mest af því sem hann skrifaði birtist á bloggsíðu sem hann hélt úti og var við- fangsefnið oftar en ekki eyjan kæra í Djúpinu. Skín úr þeim skrifum væntumþykjan til átt- haganna þar sem stórfjölskyldan bjó undir sama þaki í blíðu og stríðu, kynslóð fram af kynslóð. Böddi tók líka mikið af mynd- um og var ljósmyndun meðal hans helstu áhugamála. Hann hafði gott auga fyrir myndræn- um sjónarhornum en það var gjarnan hið smáa sem fangaði at- hygli hans og gerði myndir hans að listaverkum. Fékk hann oft beiðnir um afnot af myndum til birtingar í bókum og blöðum, m.a. í Ársrit Sögufélags Ísfirð- inga þar sem myndir hans prýða forsíður nokkurra bóka. Böddi var náttúrubarn og mik- ill dýravinur, ferfætlingar skynj- uðu að í honum áttu þau banda- mann og voru hundurinn hans Lappi og kötturinn Grettir í hópi hans kærustu vina. Böddi var sá almesti hrekkjalómur sem ég hef kynnst en gætti þess alltaf að hrekkirnir væru ekki særandi og að allir gætu hlegið að þeim eftir á enda tilgangurinn bara að lífga aðeins upp á tilveruna. Hann var líka greiðviknasti maður sem ég hef nokkurn tímann þekkt, ávallt boðinn og búinn að aðstoða ef honum sýndist þess þurfa og fyr- ir það eitt ávann hann sér hlýhug margra. Fyrir Byggðasafn Vest- fjarða var það mikill fengur að fá Bödda til starfa enda vandfund- inn samviskusamari og natnari starfsmaður. Lét hann sér annt um allt tilheyrandi safninu og starfsemi þess en bátarnir voru þó í mestu uppáhaldi. Það gladdi hann að vera með Gest úr Vigur í sinni umsjá og naut hann þess að sigla gamla vélbátnum um Poll- inn á góðviðrisdögum. Minn kæri vinur hefur nú farið í sína hinstu siglingu, beinn í baki við stýrið með stefnuna inn Djúp þar sem iðjagræn eyja rís úr spegilsléttum sæ og fuglar him- ins bjóða hann velkominn heim. Fjölskyldu Bödda votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að veita þeim styrk og huggun. Guðfinna. Ungur maður stendur graf- kyrr og teinréttur á Hreggnesa- klettinum í Vigur, yfir fjöru- kambinum og virðist horfa á haf út. Þekki auðvitað baksvipinn á Birni frænda mínum Baldurs- syni, enda erum við bræðrabörn. Þar sem ég fylgist með frænda velti ég því fyrir mér hvernig einn maður geti staðið svona kyrr, svona lengi. En í Vigur stendur tíminn stundum kyrr og auðvitað er Böddi minn að skoða eitthvað sem máli skiptir. Hann er að horfa á lítinn selkóp, næst- um hvítan, sennilega nýfæddan, sem liggur á steini utarlega í fjör- unni og Björn vill skiljanlega ekki styggja, allra síst ef urtan skyldi nú skila sér til afkvæmisins, enda Böddi næmur maður og mikill dýravinur. Hann er að stúdera litla dýrið og njóta augnabliksins eins og hann kann öðrum mönn- um betur. Sterkasta myndin af Birni í mínu hugskoti er þó fallega bros- ið hans, sem mun lifa í huga allra sem hann þekktu. Hann var ljúf- ur í skapi og mikill húmoristi, líkt og Baldur faðir hans. Langt í frá skaplaus þó. Fór bara vel með það, líkt og allt annað. Systkini þeirra Vigurbænda hafa einnig komið að Vigurbúinu og sýnt bræðrum sínum mikla og góða samstöðu. Björn kvæntist Ninnu sinni, Ingunni Ósk Sturludóttur, söng- konu, sem einhvern veginn smell- passaði svo við Bödda að það var engu líkt. Þvílíkt sem þau Böddi og Ninna voru falleg og skemmti- leg hjón, elskuð af öllum. Þau áttu fyrst soninn Baldur, sem fæddist daginn fyrir andlát afa síns, Baldurs í Vigur. Líkur Birni föður sínum og svo líkur afa sín- um og nafna, þeim væna manni, að sumum finnst það varla ein- leikið. Síðan kom dóttirin Snjó- laug Ásta, glæsileg stúlka, sem heitir eftir sinni góðu móðursyst- ur. Lífið hefur leikið við þetta góða fólk og fallegu fjölskyldu ár- um saman og það hefur sannar- lega glatt okkur öll sem höfum borið þau fyrir brjósti. Þrátt fyrir breytta búskapar- hætti hafa þessi tvenn hjón, Sal- var og Hugrún, Björn og Ingunn Ósk, þeirra börn og annað frænd- fólk haldið lífinu gangandi í Vigur með sóma, auk þess að sinna öðr- um störfum á Ísafirði, þar sem Björn hafði m.a. umsjón með hin- um myndarlegu byggðasöfnum á Eyrinni. Þar nýttust einnig hæfileikar hans, ritfærni og sögulegur áhugi, sem hafa m.a. notið sín í ritum um sögu Vigur, sem hann hefur skrifað með Björgu systur sinni. Ingunn Ósk er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og hef- ur þannig nýtt sína góðu tónlist- armenntun og miðlað af henni. Fjölskyldan hefur búið í fallegu gömlu Krambúðinni á Eyrinni, lífið hefur verið gott og engin var ástæðan til að ætla að svo yrði ekki áfram. En skjótt skipast veður í lofti. Það dimmir yfir Djúpinu við missi þess öðlings og mannkosta- manns, sem Björn Baldursson var. Það er stórt skarð höggvið í frændgarð okkar. Einnig í sam- félagið fyrir vestan, þar sem hver einstaklingur er svo mikilvægur. Þakka mínum elskulega frænda fyrir allt og allt. Veri hann kært kvaddur þó að þung- bært sé að sjá á bak honum. Mestur er þó missir konu hans og barna. Til þeirra hugsum við nú með harm og samhryggð í hjarta. Sólin mun þó rísa aftur í Djúpinu. Meira: mbl.is/minningar Hildur Helga Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við góðan dreng Björn Baldursson frá Vigur. „Stundum er ég að drepast úr leiðindum ef ég hef ekkert að gera. Hvenær kemur þú?“ Þann- ig skrifaði Björn frændi minn í einum af sínum skemmtilegu bréfum til mín þegar hann var átta ára. Ég var heima á Ísafirði, hann á æskuheimili sínu í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Oft vor- um við frændur orðnir óþolin- móðir að hittast á vorin og bréfin gengu því á milli með ýmsum fréttamolum úr sveit og bæ. Við frændurnir náðum vel saman enda lítill aldursmunur á okkur. Við áttum einstakar gleðistundir sem strákar í sveitinni okkar, barnæska okkar samofin og við nánast eins og bræður. Við fjöl- skyldan dvöldum oft hjá frænd- fólkinu í Vigur um jól og það voru alltaf ógleymanlegar dagar, þar sem við frændurnir spiluðum langt fram á nætur við ljós frá ol- íulampa og fórum í fjárhúsin á daginn með bændunum til að gefa. Björn var einstaklega hjarta- hreinn, hvers manns hugljúfi og bóngóður með afbrigðum. Hann var vanur því að vera í því hlut- verki að hlúa að öðrum. Það voru því mikil viðbrigði fyrir þennan jafnlynda, sterka og hjálpsama mann að verða hjálparþurfi sjálf- ur þegar veikindi dundu yfir hann eins og reiðarslag síðastlið- ið sumar. Ég var viss um að hann kæmist yfir þennan erfiða hjalla en það varð því miður ekki. Hann var frábær bóndi og mikill dýravinur. Hann hugsaði af natni um hundinn sinn Lappa og kettina sína eins og bústofninn Björn Baldursson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.