Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú gerir allt til að reyna að tryggja
félagslegt öryggi þitt. Innsæi þitt leiðir þig
nákvæmlega þangað sem þú átt að vera.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er ráð að einbeita sér að heimili,
fjölskyldu og öllu sem henni tengist á næst-
unni. Ef þú virðist einum of vandfýsinn í eig-
in garð, er það kannski merki um eitthvað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að endurvekja hæfileika
þinn til að tjá þig. Hún áttar sig kannski í
nærveru vinar sem notið hefur velgengni.
Leggðu þig allan fram.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að
undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma
aflögu fyrir sjálfan þig. Farðu samt varlega
því einhver reynir viljandi að villa þér sýn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt hugsanlega segja eitthvað, til
að sanna mál þitt, sem þú munt sjá eftir.
Hafðu því í huga máltækið: Aðgát skal höfð í
nærveru sálar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eitthvað mun vekja með þér efa-
semdir um eigið ágæti í dag. Hvernig væri
að slaka einni eða tveimur og sjá hvernig
fólk bregst við þeirri framtakssemi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er gott að hafa stjórn á öllum hlut-
um en nauðsynlegt að vita hvenær maður á
að sleppa hendinni af öðrum. Djarfar
ákvarðanir eru þær einu sem eru einhvers
virði.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú tekur þátt í markverðum
samræðum við fólk sem þú vilt vekja áhuga
hjá. Ef þú minnist gætilega á umkvörtunar-
efni heilar það sambandið. Mundu að þú
berð ábyrgð á eigin hamingju.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert ánægðastur þegar þú ert
í hlutverki forystusauðar. Betra er að vera
samkvæmur sjálfum sér þótt það kosti sitt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur verið svo upptekinn í
vinnunni að vinir og vandamenn hafa þurft
að sitja á hakanum. Undirbúðu þig vandlega
og vertu málefnalegur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mundu í samræðum við aðra að
frelsi þitt nær ekki lengra en þangað sem
frelsi hins tekur við. Mundu að aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Viðhaltu sakleysi þínu. Mundu að þú
getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér ör-
læti nema þú gerir það sama. Hver er sinnar
ógæfu smiður líkt og gæfunnar, svo ekki
kenna öðrum um það sem aflaga fer.
Vegan-mataræði hefur notið sí-vaxandi vinsælda sem end-
urspeglast meðal annars í því að
þegar þetta er skrifað eru 12.245
manns í hópnum Vegan Ísland á
Facebook. Ákveðin vitundarvakn-
ing á sér stað á hverju ári með
Veganúar, sem er átak á vegum
Samtaka grænmetisætna á Ís-
landi. Markmiðið er ekki síst að
vekja fólk til umhugsunar um
áhrif neyslu dýraafurða.
x x x
En hvað þýðir það að vera veg-an? „Veganismi er vel skil-
greind hugmyndafræði sem felur
m.a. í sér þá grundvallarskoðun að
öll hagnýting dýra sé siðferðislega
röng. Sama hvort dýrið sé drepið
eða það haldið lifandi til nýtingar
afurða þess, hvort sem það er
spendýr eða skordýr. Vegan-fólk
borðar t.d. ekki hunang og kaupir
ekki ull. Sumt fólk borðar næstum
því alveg vegan en fær sér
kannski hunang í te og gengur í
ullarsokkum. Það má alveg velja
sér það en flokkast samt sem áður
ekki sem vegan-neysluhegðun,“
skrifar einn stjórnandi síðunnar á
Facebook til upplýsingar fyrir
nýja meðlimi.
x x x
Áberandi er hversu margir veit-ingastaðir eru farnir að bjóða
uppá vegan-rétti en þetta mat-
aræði er hvað vinsælast á meðal
yngri kynslóðarinnar. Krafa neyt-
enda er að fá að vita hvað er í
matvörunum sem þeir innbyrða.
Til dæmis er ekki allt áfengi veg-
an en hægt er að fletta upp öllu
víni og bjór á vefsíðunni Barni-
vore.com. Stundum er notað hun-
ang í drykki og við hreinsun eru
kannski notaðar eggjahvítur eða
gelatín.
x x x
Það er heldur ekki allt nammivegan en inni á Vegan Ísland
hópnum var birt mynd af 100%
vegan nammibar í verslun í Finn-
landi við góðar undirtektir með-
lima. Grænmetismataræði lands-
manna byrjaði útfrá heilsubylgju
en ekki er sama að segja um veg-
an-mataræðið. vikverji@mbl.is
Víkverji
Alvæpni Guðs Að lokum: Styrkist í
Drottni og krafti máttar hans.
(Efesusbréfið 6:10)
Vísnagátan er sem endranær eft-ir Guðmund Arnfinnsson:
Nafnar hér fjórir fræknir:
Forstjóri, dýralæknir.
Vígslubiskup hinn besti.
Bringusundskappinn mesti.
Árni Blöndal svarar:
Forstjóra Flugleiða Sigurð ég sé.
Sigurður læknar hesta og fé.
Sigurður vígslubiskup er slyngur.
Svo er bringusunds Þingeyingur.
Helgi R. Einarsson segist hafa
kynnst þremur Sigurðanna forðum,
einkum Þingeyingnum frá Yzta-
felli, sem var víst náttúrubarn í
sundmenntinni:
Sigurður mér sýnist er
svarið líklegasta.
Vaskar kempur vappa hér
um völlinn. Punktur, basta.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Sigurður helstur í Hafró,
hugar að tönnum dýra,
veitti hjörðinni hugfró,
hetjan í bringu skýra.
Þessi er skýring Guðmundar:
Sigurð í „Ríkinu“ sé ég þar.
Sigurð hér dýralækni finn.
Sigurður hirðir sálna var.
Sigurður Þingeyingurinn.
Og svo er limran:
Horfinn er Þorgeir af þingi,
þar snúast menn í hringi,
enginn veit neitt
eða neinu fær breytt
nema hann Sigurður Ingi.
Og síðan er laugardagsgátan:
Sólarglæta sést ei par,
samt er kominn janúar,
veður á súðum suðrafar,
seilist ég til gátunnar:
Nú er stefnan vestur á við.
Víst á báðum eruð þið.
Kona þessi eign þín er.
Ætt til forna merkir hér.
Árni Blöndal lét áramótakveðjur
fylgja svari sínu:
Vænstu þakkir vil ég færa
Vísnahorni og gátusmið
af þeim mega allir læra
orðafar að glíma við.
Marga gleður Moggagáta
mörg eru svörin góð ég tel
ýmsir af þeim oft sig státa
enda lausnin rímuð vel.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er margur
Sigurðurinn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að varðveita
minningarnar um
tíma ykkar saman.
ÉG ER MINN
EIGIN HERRA
OG ÉG GAF SJÁLFUM MÉR
FRÍ EFTIR HÁDEGI
ÉG ER KOMINN
AFTUR FRÁ KÍNA,
HELGA…
…OG VIÐ ERUM ÞEIR SEGJA AÐ ÞAÐ
SÉ FJÁRSJÓÐUR Í
HVERRI KÖKU!
„ÞÆR ERU MEIRA AÐ SEGJA
FRÁDRÁTTARBÆRAR FRÁ SKATTI
EF ÞÚ ERT ATVINNUGLÆPAMAÐUR.“
„ÞESSI ER SJÁLFVIRK.“
BYSSUR
Í ALVÖRUNNI?
EN ÞÆR ERU
SVO LITLAR!
RÍK!!
RÍK!
RÍK!
lÍs en ku
ALPARNIR
s
alparnir.is
Tilboð - skíði, bindingar, skór & stafir
ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727
TILBOÐS-PAKKI
DÖMU79.995
TILBOÐS-PAKKIHERRA84.995