Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn nýi samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, hefur boðað að eitt af hans fyrstu verkum verði að eyða óvissunni um málefni Reykjavíkur- flugvallar. „Mikilvægt er að eyða óvissu um starf- semi flugvallarins svo hægt sé að byggja upp að- stöðu fyrir far- þega og starfs- fólk,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið. Flugstöðin í Reykjavík er gömul og úr sér gengin og að auki allt of lítil fyrir starfsemi Flugfélags Íslands. „Það hefur ekki fengist leyfi hjá Reykjavíkurborg til að byggja nýja flugstöð eða lagfæra þá sem fyrir er. Við höfum lagt fram ýmsar hug- myndir og tillögur til borgaryfirvalda en þær hafa ekki fengið braut- argengi,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands. Að sögn Árna voru síðast lagðar fram árið 2013 útfærðar hugmyndir um að byggja nýja flugstöð á núver- andi athafnasvæði Flugfélagsins vestan norður/suður brautarinnar. Gert var ráð fyrir 3.000 fermetra byggingu sem væri þeirrar gerðar að hægt væri að nýta hana til annars en flugstarfsemi. Einnig var sá mögu- leiki gefinn að hún væri þannig byggð að taka mætti hana niður og flytja annað. Þessi áform fengu ekki hljóm- grunn hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og engar skýringar voru gefnar á því, að sögn Árna. Samið um bætta aðstöðu Hinn 19. apríl 2013 undirrituðu Ög- mundur Jónasson, þáverandi sam- gönguráðherra, og Jón Gnarr, þáver- andi borgarstjóri, samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavík- urflugvelli. Í samkomulaginu var m.a. fallið frá fyrri áformum um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Hún átti að standa nálægt Hótel Loftleiðum og ná yfir svæði þar sem neyðarbrautin svonefnda er nú. Í samkomulaginu sagði orðrétt: „Að deiliskipulagsgerð á svæði flugstöðv- arinnar verði hraðað sem kostur er svo unnt verði að hefja áætlaðar end- urbætur sem fyrst. Hugmyndir að nýrri flugstöðvarbyggingu hafa verið kynntar í skipulagsráði Reykjavíkur- borgar og er stefnt að því að breytt skipulag liggi fyrir að loknu auglýs- ingaferli í október nk. Staðfesting deiliskipulags, útgáfa byggingaleyfis og afhending lands haldist í hendur.“ Síðan þetta samkomulag var und- irritað eru liðin tæplega fjögur ár. Búið er að deiliskipuleggja svæðið, búið er að loka neyðarbrautinni og ríkið hefur selt borginni land í Skerjafirði undir íbúðabyggð. Samkvæmt þessu ættu öll skilyrði að vera fyrir hendi til þess að sam- þykkja áform Flugfélags Íslands og gefa út byggingaleyfi fyrir nýrri flug- stöð. „Vonandi telur borgin að búið sé að uppfylla nógu mikið af þessu sam- komulagi frá 2013 svo hún geti upp- fyllt sinn hlut í samkomulaginu varð- andi nýja flugstöð. Ef við sjáum fram á að geta þokað þessi verkefni áfram munum við klárlega gera það,“ segir Árni Gunnarsson. Rúmi 500 farþega í einu Í tillögu KURTOGPI arkitekta frá 2011 er gert ráð fyrir því að eftir end- urbætur rúmi flugstöðin 500 farþega í einu sem er áætlað að fullnægi þörf Flugfélagsins og einnig annarra flug- rekstraraðila sem hugsanlega hafa áhuga á aðstöðu í byggingunni. „Endurbætt flugstöð verður þann- ig uppbyggð að hana megi auðveld- lega fjarlægja og reisa að hluta eða öllu leyti á öðrum stað auk þess sem hún getur auðveldlega hýst aðra starfsemi en nú er starfrækt við Reykjavíkurflugvöll ef flugvallar- starfsemin verður flutt annað. Leitast verður við að nota efni sem má annað hvort endurnýta sem heila byggingarhluta eða endurvinna. Er þar m.a. átt við timbur, og gler sem verða meginbyggingarefni flugstöðv- arinnar. Burðarvirki hússins verður hægt að taka í sundur og setja upp að nýju á öðrum stað eða endurnýta á annan hátt. Útveggir verða að stærstum hluta úr gluggaeiningum úr timbri og áli og hefðbundnu gleri ásamt s.k. prófíl- gleri sem hvort tveggja má taka niður og nota að nýju. Þannig tryggir sam- setning byggingarinnar stuttan byggingartíma og auðveldar rif og endurnýtingu,“ segir í tillögunni. Ný flugstöð í biðstöðu hjá borginni  Flugfélag Íslands óskaði eftir því árið 2013 að fá að byggja nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli  Áformin fengu ekki hljómgrunn hjá borginni  Gamla flugstöðin sprungin og úrbætur aðkallandi Teikning/KURTOGPI Ný flugstöð Hún verður þannig uppbyggð að hana megi fjarlægja og reisa að hluta eða öllu leyti á öðrum stað. Árni Gunnarsson Flugstöðin gamla á Reykjavíkurflugvelli er 1.200 fer- metrar að stærð og er orðið aðkallandi fyrir Flugfélag Íslands að fá stærra rými. Í tillögu KURTOGPI-arkitekta frá árinu 2011 um endurbætur og viðbyggingar við flugstöð á Reykjavík- urflugvelli segir orðrétt: „Núverandi aðstaða Flugfélagsins er að stórum hluta í mjög bágbornu ásigkomulagi og umfram allt of lítil fyrir umsvif fyrirtækisins. Hún samanstendur að mestu leyti af byggingum sem settar voru upp af hernámsliði Bandamanna í seinni heimsstyrjöld síðustu aldar ásamt viðbyggingum sem hugsaðar voru til bráðabirgða, þar á meðal gámum sem hýsa aðstöðu áhafna og skrif- stofur. Viðhald mannvirkjanna hefur í gegnum tíðina reynst bæði tímafrekt og kostnaðarsamt.“ Um 300 þúsund farþegar ferðast í innanlandsflugi ár hvert eða rétt undir þúsund farþegar daglega að með- altali. Á háannatíma á sumrin getur farþegafjöldinn orðið 1.700-1.800. „Þetta eru vel nýttir fermetrar en þeir setja starfseminni takmörk. Við getum ekki veitt við- skiptavinum okkar þá þjónustu sem við vildum. Þrengslin eru sérstaklega bagaleg varðandi flugið til Grænlands og Færeyja. Utanlandsflugið krefst góðs rýmis en það er ekki fyrir hendi,“ segir Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Margir hafa í gegnum tíðina kallað eftir bættri að- stöðu fyrir farþega á Reykjavíkurflugvelli. Í nóvember 1991 var haft eftir Markúsi Erni Antonssyni, þáverandi borgarstjóra, í Morgunblaðinu: „Brýnt að koma upp sómasamlegri flugstöð.“ Síðan eru liðin rúmlega 25 ár. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugstöðin Byggð á tímum heimsstyrjaldarinnar síðari. 300 þúsund farþegar í innanlandsflugi  Gamla flugstöðin var byggð á stríðsárunum Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2017-2018. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 2.- 21. júlí 2017. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 27. janúar 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.