Víkurfréttir - 05.01.2006, Blaðsíða 8
Púlsinn - ævintýrahús í Sandgerði
VÍKURFRÉTTIR 1.TÖLUBLAÐ : 27. ÁRCANGUR
dögum eru þar sem hatha- og
kripalujóga er blandað saman
og hentar vel þeim sem vilja
njóta jógaiðkunar á hæfilegum
hraða. Kraftjóga eru tímar þar
sem æfingar eru hraðari og
brennsla líkamans meiri. Þetta
eru tímar íyrir fólk í góðu formi
sem þekkir jóga.
Dansjóga eru tímar fyrir þá sem
vilja blanda saman rólegum
tíma og fjöri. Þar sameinast
kostir jógaiðkunar og dansins,
tímar sem auka þol / brennslu
og liðleika. Dans og jóga fer
mjög vel saman í líkamsrækt.
Allir jógatímar enda á slökun.
Gefðu þér tíma fyrir sjálfa/n þig
á nýju ári. Þú ert þess virði!
Skráning er hafin á öll nám-
skeið. Hægt er að skrá sig á
heimasíðunni www.pulsinn.is
og í síma 848 5366.
Alfa í Hvítasunnukirkjunni
Fimmtudaginn 12. jan-
úar kl. 20.00. verður
kynningarkvöld á Alfa
í Hvítasunnukirkjunni Hafn-
argötu 84. Þetta kvöld er
opið öllum og ókeypis og ein-
ungis kynning til að hjálpa
þér að ákveða hvort Alfa er
námskeið fyrir þig.
Alfa námskeiðið hófst í
Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum.
Námskeiðið er nú haldið í um
130 löndum í flestum kirkju-
deildum. Áætlað er að yfir 4
milljónir rnanna hafi sótt nám-
skeiðið.
Alfa er tíu vikna námskeið,
einu sinni í viku þar sem
fjallað er um grundvallaratriði
kristinnar trúar á einfaldan og
þægilegan hátt.
Alfa er fyrir alla sem leita vilja
svara við spurningum lífsins.
Upplýsingar gefur Kristinn í s.
6977993 og Ásgrímur í síma
4214338.
Páfagaukur strauk aÖ heiman!
Dísarpáfagaukur flaug út um glugga í
fjölbýlishúsi við Fífumóa um hádegisbil þann
30.des síðastliðinn. Hann svarar nafninu
Sússi.er mjög gæfur ef vel er farið að honum.
Hann er merktur með silfurhring á vinstri
fæti. Hann er grár að lit með gulan haus og
appelsínugular kinnar. Hann flaug áleiðis að
Hjallavegi en þar misstum við sjónar á honum.
Hans er sárt saknað og gefum við okkur von um
að hann hafi náð að smeygja sér einhversstaðar
inn í hlýjuna hjá einhverjum. Við viljum biðja
fólk að hafa augun opin fyrir þessum litla fugli
og ef þú hefur orðið var við hann vinsamlegast
látið vita í síma 896-4372 eða 421-5789.
Fundarlaunum heitið.
Bílaleiga - s. 8934455
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Björgun smyrils í Sandgerði
Ungur smyrill varð fyrir því óláni um daginn að setjast á
netadræsur í Sandgerði og fyrir vikið festi hann sig og
fékk sjálfum sér ekki bjargað. Lánið lék þó við smyrilinn
því maður nokkur sá til hans og kom honum tii bjargar. Var fugl-
inn færður í Fræðasetrið í Sandgerði til aðhlynningar.
Að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, líffræðings hjá Náttúrustofu
Reykjaness, amaði ekkert að fuglinum og hafði hann nægan fitu-
forða. Áður en fuglinum var sleppt var hann merktur með stálhring
frá Náttúrufræðistofnun íslands. Smyrillinn var frelsinu feginn en
að sögn Reynis Sveinssonar voru iætin í fuglinum gífurleg er hann
tjáði óánægju sína með dvölina í Fræðasetrinu þó hún hefði bjargað
lífi hans.
Myndir/ Reynir Sveinsson
Heilsan er númer eitt!
Þá er komið splunkunýtt
ár.Hvað verður um þig
og heilsu þína á þessu
ári? Þegar þú átt nóga orku
þá geturðu gefið meira af þér.
Það er gott að setja sér mark-
mið í upphafi nýs árs. Þeim
sem gengur vel í heilsurækt
eru oftast þeir sem ákveða líka
að breyta um lífsstíl, mataræði
og hugsun gagnvart heilsunni.
En við verðum líka að hafa
gaman, annars er hætta á að
við gefumst upp.
Á undanförnum árum hefur
jógaleikfimi orðið æ vinsælli leið
til líkamsræktar hjá öllum ald-
urshópum og báðum kynjum.
Með ástundun jóga styrkir þú
alla vöðva og lengir, um leið og
þú viðheldur sveigjanleika lík-
amans. Jóga hefur góð áhrif á
líffærin og innkirtlakerfi líkam-
ans, meltingu og líkamsþyngd.
Einbeiting eykst við jógaiðkun,
jákvæðni eykst, næmi fyrir lík-
amanum eykst, slökun og hvíld
eykst, heilsan verður betri með
hverjum degi. Jóga er engin
tískubóla, þetta er 5000 ára
gömul heilsurækt sem sameinar
líkama og sál. Þeir sem kynnast
jóga vilja síst án þess vera.
Ný námskeið eru að hefjast í
Púlsinum næstkomandi mánu-
dag 9. janúar. Þar finna allir eitt-
hvað við sitt hæfi. Þeir sem vilja
læra jógaleikfimi frá grunni
geta nú skráð sig í byrjendajóga,
námskeið þar sem undirstaða
æfinga og öndunar er kennd.
Að venju býður Púlsinn upp á
Kripalujóga sem er gott fyrir
þá sem vilja mjúka rólega tíma,
hentar vel bakveikum og gigt-
veikum. Meðgöngujóga eru
tímar fyrir verðandi mæður þar
sem þær eru undirbúnar fyrir
fæðingu. Jógatímar á þriðju-
Fyrirtæki í örum vexti óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf
+ Á kvöldvakt í eldhúsi,
vaktakerfi 2-2-3 vinnutími frá 19:00 til 23:00
34% vinna við framleiðslu og tiltekt á vörum fyrir kaffihúsin okkar.
Upplýsingar gefur Brynhildur
í síma 420 2708, GSM 664 8856
+ í vinnslusal
Vinnutími frá 8:00 til 16:00 eða 9:00 til 17:00 við
framleiðslu og pökkun á gæðakaffi.
Upplýsingar gefur Kristbjörg í síma 420 2713
GSM 664 8851, netfang: kristbjorg@kaffitar.is
Umsóknir skilast til Kaffitárs að Stapabraut 7
Umsóknarfresturertil 12. janúar2006
nawn
Stapabraut 7 - 260 Reykjanesbær
S: 4202700 - www.kaffitar.is