Víkurfréttir - 05.01.2006, Blaðsíða 15
Fréttaannál Víkurfrétta er œtlað
að varpa Ijósi á atburði síðasta
árs. Annállinn er ekki tæmandi
en gefur einhverja mynd affrétta-
árinu tvöþúsund ogfimm e. kr.
Sameiginlegt frambcc i Reylijanesbæ 2006
Framsókn-Samfylking- Óflokksbundnir,. ;
Fm m T
4 JL* -4 1 L r>»
ÁSTARSAMBAND ÁRSINS:
Samfylking og Fram-
sókn í eina sæng
Framsóknarflokkurinn og
Samfylkingin í Reykjanesbæ
hafa ákveðið að bjóða fram sam-
eiginlegan lista í sveitarstjórn-
arkosningum í Reykjanesbæ
í maí 2006, með þátttöku og
aðkomu óflokksbundinna.
Þetta var tilkynnt á blaðamanna-
fundi í Kaffltári í haust.
Flokkarnir eru sammála um að
leggja áherslu á að byggja upp
innviði og mannauð sveitarfé-
lagsins. Sérstök áhersla verður
lögð á uppbyggingu atvinnulífs,
bætt kjör barnafjölskyldna,
lýðræðisleg vinnubrögð, að
tekinn verði upp gjaldfrjáls
leikskóli í áföngum og unnið
að bættum hag eldri borgara.
VINNUVEITANDI ÁRSINS:
Varnarliðinu óheimilt að
afnema ferðapeninga
slökkviliðsmanna
Hæstiréttur staðfesti í nóvember
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
frá febrúar sl. að starfsmanna-
haldi Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli hafi verið óheimilt
að afnema greiðslu ferðapen-
inga til slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli sem búa
á Höfuðborgarsvæðinu.
íslenska ríkið, sem var stefnt
fyrir hönd Varnarliðsins,
var dæmt til að greiða Lands-
sambandi Slökkviliðs- og
Sjúkraflutningamanna 300.000
krónur í málskostnað og mun
þurfa að greiða slökkviliðs-
mönnunum ferðapeningana
afturvirkt frá 1. febrúar 2004.
FALLDRAUGAR ÁRSINS:
Crindavík sleppur enn
Grindvíkingar unnu glæsi-
legan sigur á grönnum sínum
í Keflavík í síðustu umferð
Landsbankadeildarinnar, 2-1.
Með því björguðu þeir sér frá
falli enn einu sinni og geta enn
sagst vera eina liðið sem aldrei
hefur fallið úr efstu deild.
Eftir tímabilið réðu þeir til
sín Sigurð nokkurn Jónsson
sem á að sjá til þess að spenna
Grindvíkinga verði á hinum
enda deildarinnar næstu ár.
PENINGAPLOKK ÁRSINS:
Lífeyrissjóðurinn
lækkar réttindi
Ákvörðun
Lækkun réttinda
sjóðsfélaga vekur
hðrðviðbrðgð
Lífeyrssjóðs
Suðurlands
um að lækka
réttindi sjóðs-
félaga sinna
um 16 % frá og
með mánaðar-
mótum októ-
ber og nóvember vakti hörð
viðbrögð meðal sjóðsfélaga.
í samtali við Víkurfréttir
sagði Friðjón Einarsson, fram-
kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins,
að þeim væri að sjálfsögðu
þvert um geð að grípa til þess-
ara aðgerða. Þær væru hins
vegar af nauðsyn þar sem
viðvarandi atvinnuleysi und-
anfarin ár og stóraukin örorka
hefðu lagst þungt á sjóðinn.
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Nú er
leitað eftir tilnefningum í keppnina í ár sem verður hin glæsilegasta á
afmælisár. Keppnin nú er fyrr á ferðinni en oft áður og því er óskað eftir
tilnefningum fljótt og vel. Ef þú veist um verðugan fulltrúa í keppnina
um Ungfrú Suðurnes 2006. þá vinsamlega komdu ábendingunni á
Oddnviu Nönnu Stefánsdóttur í síma 862 4704. Víkurfréttir munu
fylgjast vel með undirbúningi keppninnar og verða þátttakendur
kynntir í Víkurfréttum og í Tímariti Víkurfrétta. Nánar um það síðar.
Auglýst er eftir umsóknum í dagvist aldraðra í Grindavík
sem fyrirhugað er að setja á stofn í Víðihlíð þann 1. febrúar n.k.
Um er að rceða fimm vistunarrými og ber að leggja
fram umsóknir á bæjarskrifstofu.
Nánari upplýsingar veita forstöðumaður dagvistar aldraðra,
Elín Þorsteinsdóttir, í síma 895 8163 og félagsmálastjóri,
Nökkvi Már Jónsson, i síma 420 1100.
Suðurnesjamenn athugið!
1 tilefni af því að Ökuskóli S.G. hefur nú fært starfsstöð sína
til Suðurnesja bjóðum við upp á eftirfarandi tilboð:
Leigubifreið kr. 75.000,-
Vörubifreið kr. 148.000,-
Eftirvagn kr. 46.000,-
Allur pakkinn kr. 275.000,- (þ.e. leigu-, vöru-, hópb. og eftirvagn)
ISIámskeiðið hefst þriðjudaginn 10. janúar nk. kl. 17.30.
Missið ekki af þessu einstaka tilboði!
Skráning í símum 581 2780, 567 9094, 822 2908 og 692 4124
Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða
.rfg^j|lí KIISKÚLI
SIMI 581 2780 aukin ökuréttindi
LEIGUBIFREID VÖRUBIFREID HÚPBIFREID
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGA8LAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 5. JANÚAR 2006
15