Víkurfréttir - 05.01.2006, Blaðsíða 12
FRÉTTAANNÁLL VÍKURFRÉTTA 2005 • UMSJÓN: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON OG ÞORGILS JÓNSSON
KURR ÁRSINS:
Upp og niður-greiðsla
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
ákvað að hætta sjálfvirkum nið-
urgreiðslum vegna dagvistunar
barna í heimahúsum og var gert
ráð fyrir að frá og með 1. jan-
úar 2005 væru niðurgreiðslur
teknar út úr gjaldskrá Reykja-
nesbæjar. I ársbyrjun 2005
var gildistöku hækkananna
hins vegar frestað til 1. mars.
Ákvörðunin olli miklum kurr
meðal foreldra og dagmæðra í
bænum og var boðað til fundar
með bæjarstjóra, Árna Sigfús-
syni. Fjölmennt var við skrif-
stofur Reykjanesbæjar þar sem
foreldrar og dagmæður lýstu
óánægju sinni við bæjarstjóra.
STÆKKUN ÁRSINS:
Stóriðjan á Miðnesheiði
Gert er ráð fyrir að farþegafjöldi
um Keflavíkurflugvöll muni
tvöfaldast á næstu 10 árum. Far-
þegar sem fara um völlinn verða
3,1 milljón árið 2015 en þeir
voru 1,6 milljón á síðasta ári.
Starfsfólki við flugstöðina mun
fjölga um 50% á næstu árum
en í dag er fjöldi starfsfólks við
stöðina og aðila tengdri henni
á svæðinu um 1800 manns.
Flugstöðin er langstærsti og
fjölmennasti vinnustaður á Suð-
urnesjum og ljóst að fjölmargir
Suðurnesjamenn munu á næstu
árum hefja störf við ýmis fyr-
irtæki tengd flugstöðinni.
HELGUVÍK ÁRSINS:
Brassar skoða
ferróvinnslu
Brasillíska
stórfyrirtækið
Companhia
Vale do Rio
Doce er meðal
^eirra sem hafa skoðað aðstöðu
Wogmansanmetls'
, skurðstofumálið:
lavamaSuðurnesja,
í Helguvík. Brasilíska fyrirtækið
er með starfsemi víða um
heim og rekur meðal annars
ferró mangan verksmiðjur í
Noregi og Frakklandi. Árið
2002 var fyrirtækið í hópi 350
stærstu fyrirtækja heims.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Reykjanesbæjar sagði í samtali
við Víkurfréttir að fyrirtækið
ynni ferró mangan en sú fram-
leiðsla er ekki ósvipuð starfsemi
járnblendiverksmiðjunnar
á Grundartanga. Fulltrúar
fyrirtækisins komu hingað til
lands í desember 2004 og á
næstu mánuðum verður tekin
ákvörðun um hvort hafist
verði handa við gerð fýsileika-
könnunar varðandi hugsan-
lega verksmiðju í Helguvík.
Þetta var í ársbyrjun 2005.
STÓRBRUNI ÁRSINS:
Ekki brætt meira í
Grindavík
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, segir í
samtali við Víkurfréttir að mjöl-
verksmiðja Fiskimjöls og lýsis
í Grindavík sé ónýt eftir brun-
ann. Stórbruni varð í verksmiðj-
unni í febrúar. Vertíðin í Grinda-
vík sé í uppnámi og ljóst að
rgarafundur
m Brautina
mánudaginn
IBIÍÍSSÆÍS
SSjggS
Kígrl
—er——
á skuröstofu:
40 milljóni1
kr.vantar
peS
_■/ iMtofnun Suöurn
un.rinn.T .U. d.P* *r
i daB cr skuröstofan «
á daginn aila virka M
órcglulcgarvaktircru
Sigriöur Snxbjttrnsd
sssscp
tsssspg*
okkar framtiðarsyn
við vcita alla almcnna
húsþjónustu og tit *
kröfum almcnnm&s
um fúllt ÖOW' P4 y
að í skuröstofunm
i hrinttsvakt." sagði b
: LnS»«VtaTlrt
bræðslan í Grindavík verði ekki
notuð meira í vetur. Þorsteinn
vildi ekki meta tjónið. Þó væri
ljóst að um 2000 tonn af mjöli
hafi sloppið undan eldhafinu.
ÖRYGGISLEYSI ÁRSINS:
Flugöryggi ógnað?
Óttast er að flugöryggi á Kefla-
víkurflugvelli sé ógnað ef
skipulagsbreytingar varðandi
snjómokstur á flugbrautum
verða að veruleika. í skipu-
lagsbreytingunum er gert ráð
fyrir að starfsemi flugþjónustu-
deildar slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli sem sér um snjó-
ruðning og hreinsun flugbrauta
Keflavíkurflugvallar verði færð
undir vélamiðstöð Varnarliðs-
ins (public works) þar sem
starfsemi deildarinnar verður
stjórnað. Mikil ólga er meðal
starfsmanna deildarinnar varð-
andi fyrirhugaðar breytingar.
BARÁTTA ÁRSINS:
Fær ekki að vaxa
og dafna
Erfiðasta lífsreynsla sem nokkur
manneskja getur gengið í
gegnum er að missa barn sitt.
Sá eða sú sem stendur í fjar-
lægð getur ekki með neinu
móti gert sér í hugarlund þær
tilfmningar sem koma fram við
slíkar aðstæður. Engin mann-
eskja stendur hjá ósnortin yfir
slíkum harmleik. Aðfararnótt
21. janúar lést dóttir hjónanna
Karenar Hilmarsdóttur og
Einars Árnasonar í Keflavík.
Litla stúlkan sem nefnd var
Birgitta Hrönn fæddist andvana
á Landspítalanum í Reykjavík.
Foreldrar Birgittu Hrannar
ákváðu að segja sögu sína til
að berjast fyrir því að auknu
fjármagni verði veitt til Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja svo
skurðstofa stofnunarinnar verði
til taks allan sólarhringinn.
Lífsreynsla
Erfiiaila lifirrynila um nokkur manntikja [tlur ftnfii i ftfnum tr ai miua bam till. S4 tia lú um Utndur IfjarUrfi
fttur rkki mti nrinu mill ftrl tér i hufariund jnrr Uifmninfar irm koma fram rii ilikar ailtiriur. Enfin mauntikja
iltmiurhjd tmorUn, yfir ilikum harmltik. Alfiranill 21. janúnr Utl dillir hjinanna Karrnar Hilmanrlittur of Einan
Aruaumar I Ktfiavik. Lilla ilúlkan itm ntfnd rar Blrfilla llrinn fmldiil andrana i Lanilipilalanum I Rtykjarík. For-
tldrar Birglttu llrannar dkvdiu ai itgja lifu tlna til ai btrjait fyrirþri ai auknu fjdrmafnl vtril rtitl lil Htilbrifiii-
itofiunarSulumaja iro ikuriitofa ilofniiiiarlnnar rtrii lil laks allan lólarhrlnfinn.
Birgitta Hrönn vildi tlýUi sér I hciminn
Lokuð skurðstofa - Látíð liaru
-foreldrar vilja að fjármagni vcrði veitt til að Itafa skurðstofu til taks allan sólarhringinn
t
SMJÖRÞEFUR ÁRSINS:
Innanlandsfiug til Kefla-
víkur vegna þoku
Á einum sólarhring á fyrsta
ársfjórðungi lentu 16 flugvélar
frá Flugfélagi tslands á Keflavík-
urflugvelli vegna svartaþoku
sem legið hafði yfir Reykjavík-
urflugvelli. Farþegar Flugfélags
íslands voru ferjaðir með rútum
til Keflavíkur og til baka.
Það má því segja að Suður-
nesjamenn hafi fengið smjör-
þefrnn af innanlandsfluginu
á síðasta sólarhring, en tölu-
vert hefur verið rætt um að
innanlandsflugið verði fært
til Keflavíkurflugvallar.
VOFFI ÁRSINS:
Stolið fyrir einn stuttan?
Smáhundi af Pomeraninankyni
var rænt af tröppum heimilis
síns við Njarðarbraut í Keflavík
á árinu. Hundinum, sem nefn-
ist Mítras og er fimm ára, var
skilað aftur kl. 10 um morgun,
um 6 tímum eftir brottnámið.
Mítrasi hafði ekki verið unnið
mein, en eigendur hans telja
líklegt að kunnáttumaður hafi
verið að verki og hundurinn
hafi verið numinn á brott í þeim
tilgangi að koma honum á tík
af sama kyni. Hundatollurinn,
eins og það kaliast, er verð-
lagður á um 150.000 krónur,
en hvolparnir eru verðlagðir
á 170 tií 180 þúsund hver.
Þau hjónin segjast í skýj-
unum með að Mítrasi hafi
verið skilað aftur, en finnst
framkoman ansi léleg ef
grunur þeirra reynist réttur.
HLIÐ ÁRSINS:
Varðturn að Vellinum
Lokið er end-
urbótum á
hliðum að
varnarstöð-
VÍKURFRÉTTIR I 1.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU .www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
12