Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 05.01.2006, Blaðsíða 18
Moye í þriggja leikja bann Aganefnd KKÍ dæmdi A.J. Moye leikmann Keflavíkur í Iceland Ex- press deildinni í þriggja leikja bann. Bannið tekur gildi á morgun. Aganefnd barst kæra frá UMFN vegna olnbogaskots Moye í and- lit Jeb Ivey leikmanns UMFN í leik liðanna þann 30. desember s.l. ásamt myndbandi af atvik- inu. Dómarar leiksins sáu ekki umrætt atvik. Njarðvíkingar unnu góðan sigur í leiknum, 108 - 84. Jafnræði var með liðunum framan af leik en í þriðja leikhluta settu Njarðvík- ingar allar vélar í gang og völt- uðu yfir íslandsmeistarana. Fimleikadeild ^ Keflavíkur KRAKKAHÓPAR Innritun í Krakkahópa verður í K-húsinu mánudaginn 9. janúar kl. 17-19. Foreldrum barna í Krakkahópum er bent á að skrá þarf börnin aftur fyrir vorönn. Stjórnin UTSALA 6(Jf°é^UR Óskum Suðurnesjamönnum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á því liðna. mangó EINN MESTIARANGUR SEM NÁÐST HEFUR Kœru Sandgerðingar og aðrir lesendur. ölckum Víði í Garði og UMFG fyrir samstarfið á árinnu og vonandi á það eftir að leiða til áfram- haldandi árangurs á komandi árum. Barna- og unglingastarf drengja hjá knattspyrnudeild Reynis hefur verið í samstarfi við knatt- spyrnudeild Víðis síðustu þrjú ár og hefur gengið vel. Hver heíði trúað því að þessir fyrrum erkifjendur ættu eftir að vinna saman að því að skora í sama markið? Út frá þessari reynslu var farið að vinna að samstarfi með stúlknaliðin en þá bættist knattspyrnudeild Ungmennafé- lags Grindavíkur í leikinn. Nú spila þessi þrjú félög undir heit- inu GRV. Það samstarf hefur gengið framar vonum og hafa stúlkurnar verið með topplið í íslenskri knattspyrnu í sumar. Árangur þessa samstarfs hefur ekki leynt sér. Bæði drengja- og stúlknaliðin hafa náð framúr- skarandi árangri. Uppbygging unglingastarfsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Nú hefur 2. flokkur kvenna verið settur á laggirnar og eiga ungar knattspyrnustúlkur nú jafna möguleika á við drengi til þess að stunda áhugamál sitt og vinna að því að verða afreks- konur, ef það er þeirra vilji. Ásjötugsafmælisáriknattspyrnu- félags Reynis náðist einn mesti árangur sem náðst hefur. Iðk- endur unglingastarfsins komust í undanúrslit, spiluðu úrslitaleiki og í fyrsta skipti í sögu félagsins eigum við nú íslandsmeistara. Stúlkur í 4. flokki náðu þeim merka áfanga að fara ósigraðar í gegnum allt tímabilið á Is- landsmótinu og verða íslands- meistarar. Að auki eigum við nú Faxaflóameistara í 3. og 4 flokki kvenna og Suðurnesjameistara í nokkrum flokkum. Farið var á mörg önnur mót og vorum við ávallt á verðlaunapöllum. Þó börnin okkar hafi komist það oft á verðlaunapalla að það hafi orðið að vana sló gamla Reynis- hjartað alltaf hraðar þegar þau fengu verðlaunagripina afhenta. Þessi árangur sýnir, svo ekki verður um villst, að við erum á réttri leið því fjölgun iðkenda hefur verið innan knattspyrnu- deildarinnar og önnur félög landsins veita uppbyggingu okkar eftirtekt. Þó verðlaunagripir veiti að sjálfsögðu ánægju og gleði má segja að aukinn iðkendafjöldi sé mesta ánægjuefnið. Forvarnargildi íþróttaiðkunar er öllum ljóst. Unglingar sem stunda íþróttir leiðast síður út í fíkniefnaneyslu eða afbrot. Styrkur íþróttaiðkunar er mik- ill, hún eykur félagsþroska, sjálfs- traust og einbeitingu. Auk þess sem unglingarnir læra aga, um- gengisreglur, virðingu gagnvart náunganum og margt fleira. Að lokum vil ég óska öllum Sandgerðingum og öðrum velunnurunum unglingastarfs- ins farsældar á nýja árinu með miklum þökkum fyrir stuðning- inn á árinu sem nú er liðið. Ykkar stuðningur er okkar styrkur, Fyrir hönd tinglingaráðs Reynis, Þráinn Maríusson VÍKURFRÉTTIR Á METINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTA SPORTIÐ DAGLEGA! 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.