Víkurfréttir - 05.01.2006, Blaðsíða 22
Atvinna
Óskum eftir starfsmanni til starfa í verslun okkar.
Vinnutími er frá kl. 9 -13.
Fók á öllum aldri er hvatt til að sækja um.
Áhugasamir skili inn umsókn á skrifstofu
Víkurfrétta að Grundarvegi 23, Njarðvík,
fyrirföstudaginn 13.janúar.
Hafnargötu 52 • 230 Keflavík • Sími 421 3337
FRÉTTASÍMINN
jm/mimenuuc
8982222
Enginn í heimi selur fleiri fasteignir en REMAX
Rmm
REYKJANESBÆR
4 svefnherbergi. Nýleg
eldhúsinnrétíing, verönd og pottur.
Garðskáli, bílskúr og góður
garður.
23.000.000,-
Vallargata 19, Keflavík
Glæsileg 2-3 herb., 87m2
nýstandsett íbúð á tveimur
hæðum. Ibúðin er með
eikarparketi á gólfum. Glæsileg
eldhúsinnrétting. Baðherbergi
með náttúruflísum á gólfi.
Baðkar með nuddi. Eign fyrir
vandláta í hjarta Keflavíkur.
15.900.000,-
Allar frekari
upplýsingar gefur:
Gunnar Björn Björnsson
Sölufulltrúi RE/AAAX Reykjnesbær
Sími: 420 0800
Gsm: 844 0040
Netfang: gbb@remax.is
www.remax.is
Mi&tún 15, Sandger&i
Glæsilegt 1 35m2 parhús með
innbyggðum bílskúr. Falleg
mahogany parket á gólfi. Eldhús
með glæsilegri innréttingu.
2 svefnherbergi, 1 vinnuherbergi.
Gott baðherbergi með fallegri
innréttingu. 25.800.000,-
Lindartún 5, Garður
Fallegt 105m2 parhús á góðum
stað, 3 svefnherbergi.
Skápar í öllum. Nýtt parket
á gólfum og einnig ný
eldhúsinnrétting. Einnig ný
innrétting á baði. Rúmgott og
falleqt hús, qóður qarður.
17.200.000,-
Akurbraut 50, Njarbvík
Góð 79m2, 3 herbergja rúmgóð
íbúð. Húsið var klætt að utan
nýlega. Góð íbúð á góðu verði.
10.700.000,-
Remax Reykjanesbær - Hafnargötu 54 Reykjanesbær - sími 420 0800
FRIÐJÓN EINARSS0N
Friðjón Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs Suðurlands, hefur
sagt starfi sínu lausu og mun
hverfa til annarra starfa með
vorinu. Friðjón segir í samtali
við Víkurfréttir að ákvörðunin
hafi verið í fullu samkomulagi
við stjórn lífeyrissjóðsins.
„Það var nokkuð langur aðdrag-
andi að þessari ákvörðun,“ segir
Friðjón. „Ég var farinn að velta
því fyrir mér að skipta um vett-
vang og mér finnst að nú sé
tíminn. Ég er búinn að vera hjá
LS í rúmlega sex ár og á þeim
tíma hefur hann vaxið og breyst
gífurlega. Við höfum sameinast
tveimur sjóðum og erum langt
komin með undirbúning að enn
frekari sameiningu þannig að
mér fannst tímasetningin henta
nú.“
„Ég hefalloft
verið orðaður
við pólitík og er
hreykinn afþví
að vera nefndur
íþeim efnum, “
segir Friðjón og
lœtur ekki meira
í Ijósi vaka.
Ekki er laust við að mikið hafi
mætt á Friðjóni á haustmán-
uðum þegar lífeyrissjóðurinn
lækkaði réttindi félaga sinna um
12-16%. Hann segir þó að sú
gagnrýni sem hann og stjórn
sjóðsins hafi fengið á sig hafi
ekkert haft að gera með ákvörð-
unina um að hætta. „Það er
alltaf erfitt að fylgja eftir erf-
iðum ákvörðunum en þvert á
móti var það einmitt samskiptin
við lífeyrisþega og félagsmenn
sem mér fannst skemmtilegast
við starfið. Það er skiljanlegt að
lækkunin hafl vakið viðbrögð og
í raun er öll umræða um þessi
mál af hinu góða og á fullan rétt
á sér. Það eru alls engin sárindi
af minni hálfu sem leiddu til
ákvörðunarinnar um að hætta.“
Kristján Gunnarsson, varafor-
maður stjórnar LS, tekur undir
það og segir starfslokin vera í
fullri vinsemd. „Það kom okkur
á óvart þegar Friðjón tilkynnti
okkur um ákvörðunina og við
hefðum viljað hafa hann áfram.
Hann hafði hins vegar gert upp
hug sinn og við verðum að virða
hans ákvörðun þó það sé sárt að
missa góðan mann.“
Kristján segir að leitin að eftir-
rnanni Friðjóns sé þegar hafin
og stjórnin sé viss um að finna
góðan einstakling í starfið. „Þó
Friðjón hafi staðið sig vel og eigi
allt gott skilið frá okkur er eng-
inn ómissandi og það er mikið
til af úrvalsfólki í starfið.“
Ekki verður um neina starfsloka-
greiðslu að ræða, að sögn Krist-
jáns, en Friðjón hafi sinn upp-
sagnarfrest sem er sex mánuðir.
Framhaldið er óráðið hjá Frið-
jóni sem hefur komið víða við
á starfsferlinum. Meðal annars
var hann framkvæmdastjóri
Grænlandsflugs um skeið áður
en hann tók við Markaðs- og
atvinnumálanefnd Reykjanes-
bæjar þar sem hann var í fimm
ár áður en hann hóf störf hjá
Lífeyrissjóðnum. „Maður hefur
reynt ýmislegt, en ég hef mik-
inn metnað til að hafa gaman
af starfi mínu og prófa eitthvað
nýtt. Ég er líka stoltur af því að
hafa kjark til þess að breyta og
rífa mig upp því það er ekki sjálf-
gefið að hætta í góðu og öruggu
starfi eins og það er hjá lífeyris-
sjóðnum."
Friðjón, sem er með meistara-
gráðu í viðskiptafræði og
stjórnun, segist ekki vera með
neinn sérstakan starfsvettvang
í huga eftir að hann gengur út
úr LS og segist fara opinn út á
markaðinn. Aðspurður hvort
hann hyggi á feril í bæjarstjórn-
málum segir hann ekkert
ákveðið. „Ég hef alloft verið orð-
aður við pólitík og er hreykinn
af því að vera nefndur í þeim
efnum,“ segir Friðjón og lætur
ekki meira í ljósi vaka.
Hann segist að lokum munu
sakna samstafsfólks síns í LS
sem og stjórnarfólki og kann
hann þeim bestu þakkir fyrir
tímann sem var skemmtilegur
og góður þrátt fyrir að hann hafi
líka oft verið erfiður.
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
22 IVÍKURFRÉTTIR : 1.TÖLU8LAÐ : 27.ÁRGANGUR